Thursday, May 19, 2005

Var að horfa á Ocean´s Twelve. Ókei, það er margt voða fyndið í myndinni, auk þess sem sándtrakkið er fullkomlega óaðfinnanlegt eins og leikarasúpan, en ég þoli ekki svona innbrotsþjófamyndir þar sem allir bófarnir vita nákvæmlega hvernig öryggiskerfið er og klukkan hað kallinn í húsinu fer að sofa og hvað hann borðar í kvöldmat og hvað hann hlustar á fyrir svefninn og í hvaða lest dótið fer sem þeir ætla að stela oghvað eru margir verðir og hvað þeir eru gamlir og allt. Hvernig í andsk... eiga þeir að vita þetta? Það væri ekki hægt að vita svona mikið um allt sem máli skiptir þó að eigandi þess sem á að stela væri að stela því sjálfur!

Góð innbrotsmynd - Grand Slam síðan ´67.
How to steal a million er líka ferlega góð í minningunni þó ég hafi ekki lagt í að sjá hana í meira en áratug af ótta við að eyðileggja góða minningu.
Thief (með James Caan) var líka svakafín, en þó var hún líka svona "öryggiskerfið er frá Johnson og Wium og lykilorðið er rassgat" mynd þar seminnbrotsþjófurinn veit alltof mikið um allt. Hún er samt eftir Michael Mann og hann er tussufínn.Ég er búinn að drekka smá bjór, var að hjálpa tjellingunni með lokaverkefnið í skólanum og er farinn að sofa.Fokkjú.Ingvar Drullumsull.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hihihi Ingvar tuusufíni :oD

Knústu kerlu frá Brynku og segðu henni að það sé frábært að hún sé að gera lokaverkefnið, hún verður fín kennslukonusnúlla.

kv.Brylldur.

9:24 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, það verður frábært þegar hún verður komin með vinnu, þá get ég sest í helgan stein.. eða Helga Bjöss (sem bjó í herberginu þínu).

10:37 AM  
Blogger heida said...

æ, ingvar, það er svoooooo gaman að lesa bloggið þitt!!

6:41 PM  

Post a Comment

<< Home