Thursday, June 16, 2005

Fréttir, veður og bíóvísbending

Nú, í fréttum er það helst að ég hitti Jósa í gær og við drukkum smá bjór. Það var gaman, svo gaman að hann hefur ekki ráðið bíógetraunina mína. Jibbí.

Þremenningarnir semslettu skyri eða súrmjólk með grænum lit á ráðstefnugesti Nordica í gær ollu víst múltímilljónatjóni og er það gott á þá. Hvað er þetta djöfulsins pakk eiginlega að pæla? Halda menn virkilega að ef þeir sletti subbi yfir fullt af fína fólkinu þá hætti stjórnvöld við að virkja fyrir austan og atvinnuleysi austfjarða fari aftur upp á við? Fíbbl...

Var annars að horfa á Layer Cake áðan og er hún ógeðslega fín.Svo góndi ég á Dead Man´s shoes, sem er einhever bresk indí-mynd, sultufín og ógeðsleg. Allir dauðir fyrir hlé.

Annars er enginn búinn að finna lausnina í bíógetraun gærdagsins.

Vísbending:

Okkar maður drap Samuel L. Jackson í ógeðslega góðri mynd. Hann var einnig óþekkjanlegur í einni stærstu mynd ársins 2001, einni af myndunum í frægri seríu. Hann var afskræmdur í þeirri mynd allsvakalega og étinn í lokin.

Annars verslaði ég mér SaturdayNight Live - Best of Tom Hanks. Skemmtilegt. Sérlega gaman að sjá það sem var of gróft til að fara í loftið.

8 Comments:

Anonymous Gunni said...

John Travolta

8:30 PM  
Anonymous monsi said...

Hlýtur að vera Gary Oldman?

11:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nick Nolte?

Trausti í sumarfríi bróðir.. Jóns.

1:04 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Það var einmitt Nick Nolte sem ég var að rembast við að muna þarna síðast.....

9:11 AM  
Anonymous Jósi said...

Hei! Ég var búinn að geta þetta í upphaflegu færslunni. Svo kemur einhver aukavísbending eftirá. Iss.

10:59 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Mér finnst að Ingvar eigi að vera með sjónvarpsþátt á Skjá Sveins á laugardagskvöldum þar sem svona spurningar eru. Tvö lið að keppa, Jósi verður fast gúrú í öðru liðinu og Pétur í Filmusi í hinu. Svo koma tveir og tveir þekktir einstaklingar í viðbót í liðin og sýna hæfni sína í kvikmyndaþekkingu.

Ingvar er með skemmtilegri mönnum og myndi rúlla þessu upp.

Ég myndi allavega horfa alltaf. Já.

12:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jósi hefur verið að svara þessu einmitt þegar ég setti inn seinni vísbendinguna, þannig að hann vinnur. Enn eina helv... ferðina.

2:37 PM  
Blogger Jimy Maack said...

HVernig væri það.. koma upp íslenskri útgáfu af þættinum Beat the Geeks þar sem keppnin gegnur útá að svara betur en ofurnördar á vissum sviðum..
http://comedycentral.com/beatthegeeks/

6:24 PM  

Post a Comment

<< Home