Sunday, June 19, 2005

HÆ!

Jú, stuð hjá mér.
Var að spila með Binna bassakalli á Dubblíner á fimmtudaxkvöldið, einmitt þar sem Danni trommukall hélt upp á ammælið sitt. Þrítugur, kallinn.
Kom þá ekki bara Ingi Valur og fékk að vera memm. Var það bæði gaman og skemmtilegt, þar sem hann er jú gríðarskemmtilegur mússíkant. Rúnar í 60´s, Ingimundur, líka í 60´s og Kiddi Gallblaðra tóku líka lagið að ótalinni Gunnu dúllu, sem syngur svo vel að Knocking on Heaven´s door verður skemmtilegt ef hún syngur það.

Annars var ég að horfa á Son of the Pink Panther á Skjá einum áðan. Hún er hreinn viðbjóður.

Best að góna á CSI- Miami.
Bið að heilsa, getraun seinna. Langar einnig að þakka Orgelinu hlýleg orð í minn garð hér í kommentunum.

Blezz.

2 Comments:

Anonymous Gunna litla said...

Æi þakka þér fyrir :)

11:20 PM  
Anonymous Kolla said...

Hæ sæti. Kemst svo sjaldan í Tónabúðina til að gefa þér knús, svo ég sendi þér eitt núna, svona í tilefni dagsins!! Er ekki annars mánudagur?. Annars vil ég fá eitt ekta þegar við hittumst á Duran Duran tónleikunum. Ég panta það!! Síjú....

11:58 AM  

Post a Comment

<< Home