Monday, June 13, 2005

Ingvar var það, heillin

Jú, þið höbbðuð þetta, Ingvar Eggert Sigurðsson var það. Hélt þetta væri erfitt, en jæja...

Keddlingin mín útskrifaðist um helgina og er þar með orðinn löggiltur kennari. Ég á sumsé núna keddlingu sem er láglaunakona með háskólamenntun. Þar fór draumur minn um að leggjast út af og setjast í helgan stein um fertugt. Djö...

Hvað um það, til að fagna útskriftinni héldum við partý. Ef þér var ekki boðið er greinilegt að mér er ekkert vel við þig (eða þá að þú ert ekki foreldri, systkin eða mágur/mágkona).
Svo fórum við á ball með Sixtís (sissies) úti í sveit, eða á Klúbbnum við Gullinbrú (Klobbanum við Gyllinæð). Þar er barinn 160 cm. hár, svo maður rétt nær yfir og líður eins og smástrák í sjoppu. Pantaði mér kókómjólk í staðinn fyrir æris.

Hvað um það, menn geta alltaf bíóleikaragetraunirnar mínar án þess að blása úr nös. Hér er ein sem ég vona að sé erfið...


Hver er kvikmyndaleikarinn?

Hann er búinna ð vera heillengi í bransanum, lék í sinni fyrstu mynd 1962.

Hann hefur leikið geimfara, kúabónda (sem var drepinn) og sjálfan Djöfulinn. DJÖÖÖÖÖVULINN!!!

Hann reið Birgitte Bardot. Gott hjá honum. Það var áður en hún varð geðveik tík.

Í einni af myndum hans, þeirri sem hann þykir standa sig einna best í, er sungið fyrir hann lagið "We´ll meet again, don´t know where, don´t know when..." - í réttarsal. Það er rétt eftir að hans karakter vitnar gegn glæpafélögum sínum. Þeir hitta hann svo aftur.

Hann lék í Star Wars.

Ein af nýjustu myndum hans dregur nafn sitt af þjóðerni aðalsöguhetjunnar, sem okkar maður leikur.

Hann bjó á Indlandi í nokkur ár.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Coppola?

1:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Knúsaðu endilega kellu þína frá mér :)

Bengta

1:37 PM  
Anonymous Jósi said...

Terence Stamp. General Zod sjálfur.

3:33 PM  
Blogger Gauti said...

erðér sumsagt illa við mig eða er mér bara mismunað af því ég bý í úttlöndum ?

1:05 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Að venju hafði Jósi það. Laglegt.
Gauti, já, mér er illa við þig því þú fluttir frá mér. Þú átt að vera hér heima hjá mér. Hvernig gastu gert mér þetta (með grátstafi í kverkum).
Bengta, ég skal knúsa kellu frá þér.
Anonímus, nei, þetta er ekki Coppola. Þetta er Stamp, sem lék í Limey (Tjallinn) og fékk glæpóna til að syngja We´ll meet again í The Hit.

4:40 PM  

Post a Comment

<< Home