Wednesday, June 29, 2005

Jeff Bridges over trouble water

Það var Jeff Bridges, eins og Jóhann Þór elzti vinur minn sá í hendi sér. Til hamingju með það.
Hann lék jú í Big Lebowski, sem nefnd er eftir aðalsöguhetjunni, lék með Beau bróður sínum í Fabulous Baker boys, með Lloyd, pabba sínum í Blown away, en Lloyd lék með Donald S. í Bear Islan og Jeff með Kiefer S. í Vanishing, hvar Jeff lék geðveikan morðingja. Hann lék einnig bróður myrts Bandaríkjaforseta í Winter Kills.

Annars hef ég nú, á gamals aldri, loksins lagt drög að frama mínum í Hollywood og ætla mér mikinn auð og sætti mig ekki við neitt annað en forsíður slúðurblaða og milljónir dollara á mynd. Óskarsverðlaunin eru handan við hornið, handrit í skrifum og ljóst að stjörnuleikur minn í súkkulaðikökuauglýsingunni fyrir jól var aðeins fyrsta skrefið á leið minni til frægðar og frama á hinum grýttu lendum kvikmyndalistarinnar. Næsta skref - sækja um sem stöntkall í Clint Eastwood-myndinni sem taka á hérlendis.
Lág laun, vondur vinnutími, mikil viðvera, örugglega vondur matur, en - ef Dirty Harry kallar á aðstoð mína, þá svíkst ég ekki undan merkjum!
Clint, ég elska þig!

2 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

heeheheh.. myndi taka þátt, en ég held ég sé of síðhærður til þess að falla inn í hópinn...

5:36 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þú ert hærður mjög, hinsvegar eru til skæri, garðklippur og greinatætarar þannig að þetta gæti reddast. Komdu með - Clint kallar!

10:20 AM  

Post a Comment

<< Home