Friday, July 01, 2005

Klám

Nú fyrr í mánuðinum var Árna Magnússyni, ráðherra jafnréttismála, afhent áskorun hvar nokkrir aðilar krefjast þess að stjórnvöld framfylgi lögum þeim er hér ríkja um klám.
Undir áskorunina skrifa fulltrúar Femínistafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands, Kvennakirkjunnar, Kvennaráðgjafarinnar, Kvenréttindafélags Íslands, Samtaka um kvennaathvarf og Stígamóta.

Í fyrstalagi- KVENNAKIRKJAN!?!?! Hver andsk... Eitthvað yrði nú sagt ef ég stæði upp og ætlaði að stofna karlakirkjuna!

Kvenfélagasamtök - eru til karlfélagasamtök?

Kvennaráðgjöf - er til karlaráðgjöf?

Ekki er til andstaða við femínistafélagið, því við karlar höfum ekkert orð yfir karlaréttindi, eina sem við getum gert er að stofna karlrembusvínafélag Íslands og þá fyrst myndu þessar helv... lesbíur verða vitlausar!

Karlréttindafélag? Karlaathvarf? Ekki er þetta til. Jafnréttisráðherra mætti skoða þá staðreynd að við karlar erum á hröðu undanhaldi, missandi hvert vígið á fætur öðru og ef fram fer sem horfir missum við líka skeggrótina, punginn og bringuhárin!

Hvað um það, af hverju eru konur svona á móti tilvist kláms? Ekki er ég mikill klámhundur, en finnst samt að þeir sem vilja eigi að geta notið þess löglega að horfa á Jennu hleypa upp á sig á DVD. Rétt eins og að ég er ekki mjög gefinn fyrir fótbolta, en dettur ekki í hug að fara fram á að hann sé bannaður bara af því mér finnst hann leiðinlegur. Ég vil að hann sé bannaður af því hann er stórhættulegur!

Konur gjamma mikið um það að klám sé niðurlæging á konum og gefi óraunhæfa mynd af kvenþjóðinni. Hvað með niðurlægingu á körlum? Eru þeir ekki þarna líka? Ofan á kerlingunum?
Hvað með að klám gefi óraunhæfa mynd af körlum? Eru þeir ekki með tíu tommu beinstífa besefana út í loftið, fullnægjandi kerlingum á færibandi án þess að blása úr nös?

Ef einhver ætti að kvarta yfir að klám gefi óraunhæfa mynd af sér eru það við karlmennirnir. Ekki er ég með jafnstórt typpi og John Holmes (ég er heldur ekki dauður eins og hann) og geri mér ekki vonir um að ég geti raðfullnægt hjörð af sílíkonfylltum lauslætisdrósum eins og myndirnar gefa sterklega til kynna (er mér sagt, hemm) að við karlmenn séum fullfærir um, sama hvaða tími solarhrings sé.

Hvað segiði, hver fer verr út úr kláminu? Karlar, án þess að við þurfum að hugsa okkur um.
Hver vælir meira? Femínasistarnir. Þær geta tekið þessa áskorun hans Árna Magnússonar og troðið henni upp í rassgötin á sér!

Er annars enginn að fatta bíógetraunina?

5 Comments:

Blogger Pippi said...

Mikið er ég sammála þér. Það er alltaf sett samansem merki við klám og ungar austantjaldsunglingsstúlkur sem hnepptar eru í kynlífsþrælkun. Það er náttúrulega hræðilegt en ég get ekki séð að Jenna og félagar séu neitt að kvarta og mér finnst það harla ólíklegt að þær séu að gera þetta ár eftir ár gegnt vilja sínum. Svo má ekki gleyma því að klámið er sú iðn þar sem konur hafa árum saman verið með miklu hærri laun en karlar. Aldrei er talað um það þegar launabaráttu kvenna ber á góma. Kvart og kvein er nýtt karlréttindafélag sem ég vil stofna. Hver er með?

7:14 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Karlréttindafélög hafa einfaldlega ekki verið stofnuð vegna þess að karlar hafa hingað til ekki talið sig þurfa samtök.....þeim hefur í gegnum aldir verið kennt að gera allt sjálfir....mega ekki dreifa ábyrgðinni....vera duglegir....harka af sér...mega ekki tala um vandamál við aðra...mega ekki sýna tilfinningar....mega ekki gráta....

Hver haldið þið að þori stofna hagsmunafélag karla undir slíkri pressu?

Styð ykkur 200% með stofnun Maskulinistafélagsins.

Annars finnst mér að það eigi alveg að vera hægt að hafa öflugt jafnréttisfélag og sleppa þessum ýkjum í bleiku og bláu áttirnar.

9:52 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, við gerum allt sjálfir. Ekki af því við þurfum þess út af einhverri pressu, heldur af því við getum það.
Ég, sem karlmaður (lítið eintak, en telst samt með) get alveg talað um vandamál og tjáð tilfinningar mínar, jafnvel grátið. Vandamálin eru til dæmis kvenrembukerlingar, tilfinningar mínar eru aðallega reiði í þeirra garð fyrir að vera til og þær eru svo leiðinlegar að mig langar til að gráta!
Jafnrétti á fullan rétt á sér, en eins og einhver sagði - "Áður voru það þær sem réðu öllu, nú vilja þær vera jafnar!".
Besta að stofna Maskúlínistafélagið "Punghár" og vra í stuði. Tla um hasingar og drifsköft, gítarpikköpp og magnaralampa.

10:05 AM  
Anonymous Anonymous said...

Júmm einhvern tíman var kona sem skrifaði: "Ég hef frelsi til að velja!!!" Svo fór hún í bókabúð og ákvað að líma yfir fullt á eintökum af B&B. Ok!! Semmsé hún hefur frelsi til að velja en um leið vill hún svipta aðra þessu frelsi. Fáviti!!
-Stefán Örn

12:48 PM  
Anonymous Jón Kjartan Ingólfsson said...

Sjaldan hef ég lesið sannari orð!

4:45 PM  

Post a Comment

<< Home