Wednesday, June 29, 2005

Leikaragetraunin

Hvað er þetta! Enginn búinn að fatta hver leikarinn er í þarsíðustu færslu, eða nennti enginn að lesa gegnum röflið á undan?
Endilega giskið, þetta er ekki Charlie Sheen, ekki Emilio bróðir hans og ekki Michael Douglas.

Enn ein vísbending:

Leikarinn sem spurt er um hefur ekki leikið í Tarantino-mynd, en hann lék eitt sinn mann í æðislegri gamanmynd, en nafn myndarinnar var einmitt dregið af nafni aðalsöguhetjunnar.

Jósi, hvar ertu?

Annars, Duran á morgun, allir að mæta. Sá þá í London í fyrra og það var gaman. Jú, ég sá þá.
Var ég búinn að minnast á að ég sá Duran Duran í London í fyrra? Það var gaman. Vonast til að verði jafngaman annað kvöld, ætla ekki að vera jafn edrú og ég var á Iron Maiden.
Ætlaði annars á Megadeth en fékk ekki pössun. Átti heldur ekki pening, því einhver spiladjobb eru enn ógreidd, leiðinlegt þegar það gerist. Skilst að þetta hafi verið hressir tónleikar.
Kerlingin er búin að vera burtu í viku og kemur í dag, syninum til mikillar gleði - kannski sjálfum mér pínu líka. Ég tók mig því á og henti öllu ruslinu út í morgun þegar ég fór með Svepp til dagmömmunnar og var það fullur, svartur ruslapoki. Nágrannakonan spurði mig af hverju hún hefði ekki séð kerlinguna í marga daga og hvað ég væri með í pokanum...

Áfram Bubbi. Afturábak Eiríkur Au.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta mundi vera Jeff Bridges

Elzti vinur þinn!

10:13 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég styð Jeff Bridges of Madison County.

11:35 AM  
Anonymous m said...

auðvitað ég styð jeffarann

1:26 PM  

Post a Comment

<< Home