Monday, June 20, 2005

Mánudaxröfl og djétraun

Heyrði í pabba mínum í gær. Ekki það að ég væri að tala við hann, heldur var hann í útvarpinu. Viðtal við hann í þætti á Rás 1 hvar gamli sagði frá því þegar hann fór á sjóinn og svo sökk skipið, eins og segir í laginu "Þegar pabbi fór á sjóinn þá hann sökk á bólakaf...".
Allavega, hann var fyrir tæpum 40 árum á síldarbát einum, smíðuðum í Austur-Germaníu. Hann og hans menn sigldu langt norður í rassgat, fylltu bátinn af síld og svo sökk hann. Stuð.
Gamli fór í bátana, við tólfta mann, og þar þurftu þeir að dúsa með vatn og kex í fimm daga áður en Snæfuglinn tók þá upp í og skutlaði þeim heim. Var gaman að heyra hvað gamli notar gríðarsterk lýsingarorð, eða hitt þó heldur, í þessu ágæta viðtali. Vistin í bátnum var "bærileg" og tilfinningin þegar þeim var bjargað var "notanleg". Öfugt við son sinn notar karlinn ekki hæsta stigs lýsingarorð mikið.
Ekki stoppaði þetta hann þó í að fara aftur og aftur á sjóinn að færa björg í bú, móður minni eflaust til óblandinnar óánægju. Jafnvel að hann sé núna á gamals aldri búinn að versla sér trillu ásamt vini sínum. Sjálfur hefði ég eflaust drullað í brók og grenjað allan tímann í gúmmíbatnum og enn meira þegar mér hefði verið bjargað.

Hvað um það - GETRAUN SCWEINS!!!

Hver er leikarinn?

Hann hefur leikstýrt síns eigin myndum.

Hann hefur leikið alkóhólista, glæpamann, löggu, vísindamann, geimfara, Buddy Holly og ráðgjafa í fangelsi.

Hann hefur talaði inn á teiknimyndir.

Hann hefur leikið í myndum með Billy Bob Thornton, Christopher Walken, Sean Connery, Woody Allen, Jeff Goldblum og Danny Trejo.

Hann er töff.

Hver er leikarinn?

Svar óskast.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað segir þú um Steve Buscemi???

Elzti vinur þinn

1:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nú, jæja. Nú verður maður að þyngja þetta ögn...

3:02 PM  

Post a Comment

<< Home