Thursday, June 30, 2005

Röfl og djetraun, jessindíd

Sælt veri fólkið.
ekki á af bloggurum þessa lands að ganga þessa dagana. Fyrir viku var brotist inn til Einars, félaga míns - slimjimi.tk - og stolið af honum fullt af dóti og kattarkvikindið hans (fyrirgefðu, Einar, en ég er með ofnæmi fyrir köttum, andlegt sem líkamlegt, meðfætt og ólæknandi) hrætt fram úr hófi. Svo núna í fyrradag var farið inn í bílinn minn, veit ei hvort ég hef gleymt að læsa honum eða hvort bófanum tókst að opna með bófatrixum, og stolið innkaupapoka með bleyjum og blautþurrkum, jógúrt og skyri, auk poka af klinki, sem væntanlega hefur verið það sem greip auga glæpónsins gengum rúðuna. Hinsvegar eru glæpamenn yfirleitt glæpamenn vegna þess að þeir hefa ekki gáfur til að fá sér almennilega vinnu og sannaðist það í þessu tilfelli þar sem i-podinn minn lá á mælaborðinu og rafgítar í steisjonríminu og voru þar enn þegar ég kom í bílinn, ca. þremur mínútum eftir að ég yfirgaf hann. Æðislega vondur glæpón, stela klinki og bleyjum, gleyma rafmagnsgítar og i-pod. Lélegur glæpón!

Hvað um það, best að koma með getraun...

Hver er leikarinn?

Minnst er á hann í Quentin Tarantino-mynd.

Okkar maður lék í mynd um teiknumyndasögupersónu, auk þess sem hann lék í sjónvarpsþáttum um aðra teiknimyndasögupersónu. Skiluru?

Hann lék mjög nýlega í sjónvarpsseríu sem byggð er á frægri stórslysamynd.

Hann hefur leikið í myndum með Bruce Willis, Benicio Del Toro, Julia Roberts, Martin Sheen, Donald Sutherland, Michelle Pfeiffer, Dennis Hopper, Elijah Wood, Gary Busey og flestöllum öðrum sem eru eitthvað.

Hver er kallinn, bíósjúklingar eiga ekki að vera í vandræðum með þetta...

5 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Bob Hoskins?

1:19 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

O, nei, ekki var það Bob.
Sé ég þig annars ekki í kvöld í Egilshöll að fíla Dúran?

2:10 PM  
Anonymous Jósi said...

Rutger Hauer.

(ég er búinn að vera í útlöndum í fríi. En nú er ég kominn aftur til að rústa þessum getraunum.)

5:31 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Takk. Þú ert frábær, ég vissi að það væri hægt að treysta á þig.
Rutger er það. Samuel L. minntist á hann í Jackie Brown og Rutger lék í Batman begins og Smallville-þáttunum, auk þess sem hann leikur í Posedon Adventure - míníseríunni, sem gerð var fyrr á árinu.
Hitcherinn, maður...

6:04 PM  
Blogger Jimy Maack said...

HAH!
þeir eimmitt sáu ekki heldur Rafgíjuna.. að andvirði ca 7* meira en laptopið... og hefðu þeir skoðað í skúffur.. heheheheheh... jæja...

þessi fífl munu finnast :)

11:49 AM  

Post a Comment

<< Home