Monday, June 27, 2005

Samiðnarröfl og bíógetraun fyrir lengra komna.

Í dag er heilsíðuauglýsing í einu dagblaðanna frá Samiðn, sem er, eftir því sem ég best veit, eitthvað verkalýðseitthvað iðnaðarmanna. Má geta þess að í verkalýðsfélögum eru nauðungargjöld, sem innheimt eru af verkalýðnum, og hafa þau gjöld væntanlega verið notuð til að borga auglýsinguna að verkalýðnum forspurðum.
Auglýsingin vekur athygli á því að eitthvað á annan tug starfa hafa tapast til útlanda með eihverju skipi, væntanlega er verið að henda dallinum í slipp þarna handan við hafið.
Í auglýsingunni krefjast þeir Samiðnarmenn þess að stjórnvöld hér geri iðnaðarmönnum hér kleift að keppa við iðnaðarmenn erlendis.

Því spyr ég - AF HVERJU STJÓRNVÖLD?

Ef einstaklingar og familíur skulda of mikið eiga stjórnvöld alltaf að gera eitthvað. Ef einstaklingar og familíur fá ekki lán til að skuldsetja sig eiga stjórnvöld að gera eitthvað. Ætíð er veinað í stjórnvöldum að redda hinu og þessu sem stjórnvöldum kemur ekki rassgat við!
Hvað eiga stjórnvöld að gera til að forða því að fyrirtæki og stofnanir leiti til erlendra iðnaðarmanna ef þeir eru ódýrari? Jú, væntanlega er partur af því að setja upp einhverskonar verndartolla eða álika kerfi, sem allir heilvita menn (þ.e.a.s. þeir sem eru ekki vinstra megin við miðju) sjá í hendi sér að er ekki gott til lengdar.
Það sem hérlendir iðnaðarmenn gætu jú gert til að gera sjálfa sig samkeppnishæfari - því boltinn er jú hjá þeim en ekki stjórnvöldum - er að bjóða betri vinnu á lægra verði. Það eina sem stjórnvöld geta gert - og ættu að gera - er að lækka ýmiskonar tolla og skatta af þeirri vöru sem iðnaðarmönnum er nauðsynleg til að stunda vinnu sína, en það er ekkert sem gerist í hvelli. Þegar og ef það gerist verður svo einhver vinstrikommatitturinn sem vælir yfir því að ríkið sé að henda frá sér nauðsynlegum skatttekjum.

Hvað um það - getraun!

Spurt er um leikara - öllum að óvörum!

Hann er sonur leikara og bróðir leikara.

Hann hefur leikið á móti bæði bróður sínum og pabba sínum - ekki í sömu mynd, þó.

Hann hefur leikið bróður Bandaríkjaforseta í umdeildri mynd, sem sækir margt í morðið á JFK.

Hann hefur leikið kol-fokking-geðveikan morðingja.

Pabbi hans lék á móti Donald Sutherland, okkar maður á móti Kiefer Sutherland.

Hann hefur einnig leikið á móti Andy Garcia, Christopher Walken, Clint Eastwood, Benicio Del Toro og Steve Buscemi.

Hvaða mann er ég að spyrja um?

9 Comments:

Anonymous monsi said...

þó ekki Charlie Sheen

6:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

..eða hinn bróðirinn, þarna sem keypti sér nýtt latino nafn, Emilio Estevez?

Trausti bróðirinn

10:00 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Hvuddin er það með þig, spyrðu aldrei um tjellingar?

Reyndar ætlaði ég að líka að giska á Charlie Sheen en fannst það of obvious til að vera satt.

10:51 PM  
Anonymous Gudni Video said...

Mikael Dou - glass ???

11:30 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Hei, ég kíkti á Charlie á IMDB og sá að hann hefur oft leikið "Charlie" eða "Charles" í síðustu 20 myndum. Hvað er það?

10:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

MSN Hiring Bloggers, Bloggers Not Impressed
Threadwatch.org
Mediapost report that MSN are hiring bloggers for a bunch of categories including tech, style, music and sports.
(I'm not affiliated in any way with these people... I just found it interesting and thought you might also)

Now that I have placed a disclaimer for my post (has the net really came to this?) I'll also include my sig file... feel free to delete it :-)

///////////////////////////

If you have a Cat, Then kitty needs Cat Furniture to!

11:06 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Tremmapæling vegna þess að hann getur ekki lært annað nafn

11:21 AM  
Blogger Jimy Maack said...

ooooog bæ þe vei, svo ég bendi þér á eitt.. þá leiðir þessi stefna stærri fyrirtækja, að sækja í ódýrt vinnuafl erlendis frá, til kreppu, kynþáttahaturs og vandræða heimafyrir. Lægri menntunar og meiri fátæktar í þriðja heiminum, sem leiðir til vandræðaöfgahópa, fávita og stríðs, dauða, haturs og mynda með Judge Reinholt, og það getur enginn heilvita maður stutt.

12:19 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það leiðir ekki til kreppu í þeim löndum sem fá djobbin, Einsi minn.

Annars er enginn kominn með rétt svar, þetta er ekki Charlie Sheen eða Emilio Estevez (sem er ættarnaf móður hans, ekki aðkeypt latínóanafn) heldur...

Haldið áfram að giska.

11:55 PM  

Post a Comment

<< Home