Thursday, June 09, 2005

Síðasta getraun var kannski auðveld, en ég nennti ekki að vera að smíða einhverja voðagetraun því Jósi eða Pétur í Filmusi vinna alltaf... eða oftast.

Hvað um það, hér er ein lauflétt:

Hver er leikarinn?

Hann lést fyrir nokkrum árum úr krabbameini.

Hann var gríðarlega kúl.

Hann lék í allnokkrum myndum, bæði fyrir sjónvarp og bíó.

Bróðir hans komst í fréttir fyrir nokkrum árum vegna meintrar kynferðislegrar áreitni við nokkrar konur. Hann var sýknaður, en málið þótti hið versta vegna starfs hans.

Sonur okkar manns hefur einnig getið sér gott orð m.a. sem fjölmiðlamaður.

Í einni af myndum hans er frægt einvígi. Þar er okkar maður vondi kallinn. Hann háir þar bardaga við góða kallinn. Góði kallinn hefur harma að hefna, en okkar maður hafði m.a. myrt foreldra hans mörgum árum áður í félagi við aðra.

Hver er kaddlinn?

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bróðir hans Ólafs biskups(fyrrv.)??
S.Eva

1:48 PM  
Blogger Denni said...

einhver kennedy!

1:49 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þessar tilgátur eru jú hinar bestu, en ég vil nöfn, helst full nöfn, ekki bara ættarnöfn eða "systursonur kerlingarinnar þarna, hér, sú sem lék í..." eitthvað.

Viljiði vera nákvæmari?

2:21 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Helgi Skúlason heitinn....?

3:22 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Varstu ekki að kvarta, Orgel, yfir því að allir vinir mínir og lesendur væru bíóvitleysingar svo þú þyrðir vart að tjá þig?
Hárrétt, Olga hefur unnið sína fyrstu bíógetraun, svo ég muni til.

4:58 PM  

Post a Comment

<< Home