Friday, June 03, 2005

Skrýtið - en gaman

Skemmtilegt hvað vera mín í Smack um árið hefur skilað af sér. Var að spila í gær á Gauk með Stebba Stuð og Pjésúsi og Gaukurinn keypti rándýrar útvarpsauglýsingar og auglýstu "Ingvar Valgeirs" eða "Ingvar Valgeirs og félaga"!
Stebbi var jú í Reggí onn æs og meira að segja í Skímó um tíma og Pétur var jú sjálfur Jesús mánuðum saman, auk þess sem þeir eru í Buff sem spilar í fokkings Hemma Gunn-þáttunum sem annað hvert mannsbarn horfir á, en hver er auglýstur - moi!
Ekkert frægur, ekki einu sinni vel kynntur - og ekki var ég í Súperstar eins og þeir! Leik bara fyrir ofurölvi útlendinga á Dubliner meðan þeir eru á sjónvarpsskjám landsmanna í einum vinsælasta þættinum í dag með hressasta þáttastjórnandanum, en hver er auglýstur - Trúbadorinn geðþekki!

Gaman að því...

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

er það ekki bara af því að gaukurinn vill þig?

3:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sko hér fyrir norðan þekkja allir Ingvar úr Kredit en hver er þessi Jesús þó ekki sé nú minnst á aðra minna þekkta spámenn úr búð tóna.

Hehe, snilld - Ingvar frægi

Kveðja
Jói og Hanna

9:59 PM  
Blogger Ingolfur said...

Þú ert bara svo myndarlegur Ingvar minn.
Það selur alltaf.

1:18 AM  
Blogger DonPedro said...

BÍÐI NÚ ALLIR POLLRÓLEGIR!

Hljómsveitin Kredit? Ég var nú meðal annars í alverst nefndu hljómsveit allra tíma, en Kredit er..er áhugavert nafn. Lesendur þínir heimta sögu þeirrar hljómsveitar fyrir okkur malbiksbörnin sem misstum af henni.

8:18 AM  
Blogger Ellen Alma said...

Leiðinlegt að hafa misst af Ingvari Valgeirs og félögum :(
Mæti næst!! ;)

11:38 AM  
Blogger Jimy Maack said...

þetta er örugglega útaf því að ég nefndi þig gítarhetju í Smack grein í Sánd í denn.
þetta er allt mér að þakka...

1:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert bara sonna gaur sem maður gleymir aldrei þó maður myndi bara hitta þig einu sinni á lífsleiðinni.
Þexx vegna hefur þú alltaf verið frægur í mínum huga ;o)

Brynka sem át víst barn.

1:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú misstir af hillaríus uppákomu á barnum í gær! Ég er enn í krampakasti af hlátri. Fyndið hvernig kúl strákar geta algjörlega misst sig þegar goðin mæta á svæðið!
-eve-

9:01 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka hlýleg orð í minn garð. Segi söguna af Kredit seinna.

10:17 AM  

Post a Comment

<< Home