Wednesday, July 27, 2005

Róló

Það er morgunljóst að ég er ekki sá eini sem tek lífið ekki of alvarlega...


http://www.wirelessphonepics.com/image_view.cgi?top=330&bottom=1&file=./images/humor/small/humor00326s.jpg

og takk fyrir það.

Tuesday, July 26, 2005

Ammælis og skilti

Aðalheiður Ólafsdóttir, eða Heiða í Ædol á ammælídag. Til hamingju.
Mick Jagger á líka ammæli. Mér er gersamlega skítsama um það. Hann er samt örugglega fínn.

Hvað um það, hann Jón yfirstrumpur í Reykjavíkurútibúi búðar Tóna heldur úti bloggi sem linkur er á hér til hliðar. Hans nýjastu færzlu fylgir skemmtileg mynd...

http://jonkjartan.blogspot.com/2005/07/sum-skilti-eru-skemmtileg.html#comments

og ekki orð um það meir.

Meira af bílstjóravandalisma

Fréttir af áætlunum atvinnubílstjóra um að níðast á saklausum ferðalöngum vegna hækkunar á olíugjaldi eru ekki hressar. Yfirmenn lögreglunnar segja jú að það verði ekki liðið að aðalumferðaræðarnar út úr bænum verði stíflaðar í nokkrar klukkustundir en það má gera ráð fyrir að það taki nokkurn tíma að koma skemmdarverkamönnunum frá þegar þeir á annað borð hafa lagt bílum sínum úti á miðri götu, saklausum borgurum til ama og leiðinda.
Sturla Jónsson, sem ég minntist á í fyrri pistli, segir bílstjóra hina baráttuglöðustu og segir að allt af 50 atvinnubílstjórar muni stífla tvær aðalumferðaræðarnar út úr bænum fimmtudag eða föstudag.
Sjálfur er ég ekkert svo ýkja hrifinn af hækkun olígjalda eða mætti kannski frekar segja að ég er ekkert ýkja hrifinn af eldsneytisverðinu almennt. Því hef ég ákveðið að motmæla háu eldsneytisverði með því að grýta kyrrstæða leigu- og sendibíla á Vesturlandsvegi annaðhvort á fimmtudag eða föstudag og jafnvel skera á fáein dekk, svona fyrst það virðist vera móðins að láta mótmælin bitna á þeim sem ekkert hafa með málið að gera.
Einhver með?

Getraunir fyrir konur og karla

Tel næsta víst að Jósi sé í fýlu við mig fyrst einhver annar réð síðustu bíógátu. Því vil ég biðja hann afsökunar aftur á að hafa kallað hann kommaskratta, ég meinti það ekki.

Best að skjóta fram getraun til að freista hans.

Spurt er um leikara.

Hann giftist konu sem var áður gift rokkgítarleikara og ber enn eftirnafn hans.

Hann var fyrstur til að leika í tölvuleik. Ekki bara tala inn á tölvuleik, heldur voru hreyfingar hans skannaðar inn.

Hann lék í Twilight Zone.

Eitt af hans fyrstu hlutverkum í bíó var í stórmynd með Paul Newman. Eftir það fékk okkar maður aðalhlutverk í gríðarvinsælum sjónvarpsþáttum.

Hann og eiginkona hans skildu, en eftir skilnaðinn lék hann með henni í mynd. Þar skaut hún hann í hausinn til að stela af honum skartgrip.

Sagt er að hann hafi náð hundrað milljón dollara launum fyrir eina mynd, þar sem hann vann upp á hlut.


Hver er kallinn?

Verðlaun eru pylsa með áleggi að eigin vali á Biggabar ásamt drykkjarföngum einhverntíma þegar ég er í kaffi.

Einhver stúlkukind, sem láðist að kynna sig með nafni, bað um getraun fyrir konur í kommentasýstemi síðustu færzlu.

Getraun fyrir konur:

Nefnið fimm hluti sem konur fundu upp.

Takk fyrir.

Monday, July 25, 2005

Bílstjórar, blogg og barneignir

Jæja, börnin góð. Mig langar til að byrja pistil daxins á að óska Bjarna Randver, uppáhaldsguðfræðingnum mínum, til hamingju með að hafa ráðið getraunina. Það var sumsé Jon Voight sem spurt var um. Hann elti nasíska glæpóna í Odessa files, lék nasískan herforingja í hinni sannsögulegu Uprising, lék Roosevelt forseta í Pearl Harbour, lék dauðan kall sem náði sambandi við dóttur sína í Tomb Raider - hún var sko slæm - og fyrir að leika glæpamanninn Óskar í Runaway Train fékk hann tilnefningu til Óskarsins. Hann, í hlutverki illa trúboðans í Anaconda, var étinn af skrýmslinu (reyndar spýtt út aftur skömmu síðar) og svo lék hann Curly Bill Brocious í Hour of the Gun, þar sem James Garner fór með hlutverk Wyatt Earp.
Svo fann hann líka upp Angelinu Jolie, sem er geðveik.

Hvað um það, mig langar líka að óska fleirum til hamingju og það kannski með merkilegri hluti en að ráða bíógetraun. Svo skemmtilega vill til að hún Igga litla var að eignast stúlkukind fyrir skemmstu og er óhætt að fullyrða að krakkinn sé alveg pottþétt stærri en mamman, enda Igga litla jafn lítil og hún er sæt og fín. Einnig tók Dísa Döbblínerbarþjónn upp á því að gjóta stúlkukind skömmu síðar og tel ég næsta víst að það sé fengur fyrir land og þjóð.
Til hamingju, bæði mæður og börn.

Svo vil ég óska sjálfum mér til lukku með að vera búinn að röfla hér á blogginu í fullt ár núna og geri aðrir betur... sem eflaust einhver gerir. Bloggið hefur hjálpað mér að halda geðheilsunni þó ýmsir vilji meina að ég hafi þá greinilega byrjað fullseint.

Nú, mig langar að skella hér inn einu sem ég kópípeistaði af textavarpinu:

"Sturla Jónsson atvinnubílstjóri segir að fyrirhugaðar aðgerðir til að mótmæla olíugjaldinu hafi fengið miklar undirtektir meðal atvinnubílstjóra. Hann segir að til greina komi að loka Reykjanesbrautinni til að trufla millilandaflug. "

Sturla, ég veit ekkert hver þú ert eða hverslags bílstjórn þú stundar, en þetta er eitt það heimskulegasta sem hægt er að gera. Einhverjir bílstjórar eru ósáttir við olíugjaldið og hafa þessvegna í hyggju að níðast á hinum almenna borgara - sem ekkert hefur með málið að gera - með því að loka einni aðalumferðargötu suðurlands! Ég hlýt, sem löghlýðinn og heiðarlegur borgari, að krefjast þess að lögreglan sekti, handtaki eða helst meisi hvern þann sem tekur þátt í svona bulli. Atvinnubílstjórar, sem ættu að vita betur, eiga ekki að taka þátt í svona bévítans sandkassaleik og þætti mér það slaga hátt í ástæðu fyrir prófmissi að vísvitandi loka fyrir umferð um Reykjanesbrautina bara til að mótmæla einhverju olíugjaldi - sem þeir sem fyrir ónotunum verða settu einmitt ekki á. Mótmælið við þinghúsið og ekki vera að þvælast fyrir.
Sturla hefur greinilega ekki hugsað út í hvaða afleiðingar svona lagað gæti haft fyrir til dæmis sjúkrabíla, slökkvilið eða bara gott og löghlýðið fólk að flýta sér. Þó einhver hafi gert eitthvað sem kemur Sturlu illa bætir það ekki rassgat að skemma fyrir öðru fólki í staðinn. Það eru smábarnastælar af verstu sort og á lögreglan alls ekki að láta slíkt viðgangast. Leyfi ég mér að stórefast um að áætlanir um svona vandalisma hafi fengið góðar undirtektir meðal atvinnubílstjóra. Ef svo er hef ég stórlega ofmetið stéttina - nema pabba minn, sem er leigubílstjóri. Hann er sko frábær. Verður seint ofmetinn.

Sunnudagur til sultugerðar

Hey! Ég hef ekki rassgat að segja. Nema hvað að ég var að spila með Smack í gær í brúðkaupi Lalla flugumferðarstjóra og var það gaman, sérstaklega þegar "ammælisbarnið" - brúðguminn - tók sér gítar í hönd og spilaði með. Hann er svo mikill Van Halen aðdáandi að þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið var leikinn brúðarmarsinn og svo farið yfir í Jump-stefið - SPAUGLAUST!

Hvað um það, yfirvaraskeggið hefur vakið stormandi lukku enda er ég fallegur maður með afbrigðum - ekki það að ég sé neitt afbrigðilega fallegur, bara svona venjulega. Mikið.

Fór í Kolaportið í gær og keypti ALLAR myndirnar á svæðinu. Tvö og fimm.

Haukur frændi var að skamma mig fyrir að blóta á blogginu og er sú aðfinnsla réttmæt og góð. Því mun ég reyna að vanda málfar mitt og reyna að stilla í hóf neikvæðri umfjöllun um fólk, nema það eigi það virkilega skilið. Eins og t.d. umhverfisverndardruslan sem síðasti pistill fjallaði um. Megi hún fara í fúlan pytt. Trúarlega ættuð blótsyrði mun ég reyna að forðast en þó reyna að vera þjóðlegur þegar að því kemur að níðast á umfjöllunarefnum mínum. Orð eins og "óhræsis", "ófétis" og önnur þjóðleg og falleg munu því verða tíð hér á síðunni.

Ég verð pottþétt búinn að gleyma þessu loforði innan mánaðar.

Mig langar að segja nokkur orð um virkjanir, sökum þess að Jósi virðist vera á móti Kárahnjúkavirkjun.
Ég flaug eitt sinn yfir þetta svæði og það var ljótt. Það stóð þarna engum til gagns, grýtt og ógeðfellt. Það nennti enginn að koma þangað. Svo þegar á að virkja svæðið sem enginn nennir að heimsækja fer allt fólkið sem hefur aldrei komið þangað að grenja og mótmæla niðri í bæ þegar það ætti að vera í vinnunni. Það verður miklu meira augnayndi að hafa gullfallegt og vel hannað uppistöðulón sem framleiðir rafmagn fyrir heilt álver.
Álver eru góð. Einnig eru stundum fjallmyndarlegar konur sem stjórna þeim og verður það að teljast stórt skref í jafnréttisbaráttu kynjanna.
Austfirðingar, sem sumir hverjir eru gott og heiðarlegt fólk, fá svo loksins vinnu við eitthvað annað en sjómennsku og fiskvinnslu og kemst í fíling. Fólk frá fjarlægum heimshornum kemur hingað til að vinna og þar með kynnast landsmenn góðu fólki frá fjarlægum löndum og kynnast menningu þeirra og siðum.
Þó er þetta ekki gallalaust batterý. Til dæmis var hreint stórslys að fá einhverja Ítali til að smíða virkjunina. Ítalir, sem eru undirmálsfólk og glæpamenn upp til hópa, ættu náttúrulega ekki að koma nálægt neinu hérlendis og hefði ég haldið að mun betra væri að fá frændur okkar Þjóðverja, sem eru eins og allir vita glæsilegt fólk,vel tennt, vel menntað, bruggar góðan og vandaðan bjór og talar eitt langfallegasta tungumál sem Jörðin getur státað af. Svo fundu þeir líka upp seinni heimsstyrjöldina og án hennar hefði Band of Brothers aldrei verið gerð. Ekki veit ég hvort Germanir hafa einhverja reynslu af virkjanasmíði en frekar vildi ég fá þýskan sjónvarpspredikara til að smíða virkjunina heldur en ítalskt undirmálspakk þó það hafi einhverja reynslu af slíku. Þó eru þeir ekki alslæmir með öllu, ítalarnir. Þeir gera gott pasta og fundu upp Monicu Belluci.

Best að skjóta fram getraun.

Leikaragetraunin að þessu sinni verður leyst af Jósa kommaskratta, nema annar verði fyrri til.

Leikarinn sem spurt er um... DA DA!

Hann hefur leikið mann á hælum nasískra glæpamanna.

Svo hefur hann, í sannsögulegri mynd, leikið nasistaforingja sem er mikið í mun að drepa sem flesta júða. Einnig lék hann gríðarlega illa innrættan trúboða í einni ræmu og í annari lék hann dauðan mann sem náði að hafa samskipti við dóttur sína. Sú mynd var arfaslæm. Hrein óhræsis hörmung.

Hann lék eitt sinn glæpamann sem hét Óskar. Fyrir það var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Hann hefur leikið nokkrar þekktar persónur úr mannkynnsögunni t.d. frægan glæpamann í Willta Westrinu og einn forseta BNA auk einnar lykilpersónu í Bibbblíunni.

Okkar maður hefur, fyrir utan að leika, leikstýrt, skrifað handrit og ég veit ekki hvað og hvað.

Í einni ræmu var hann étinn.

Hver er kallinn?

Saturday, July 23, 2005

Grænt

Hvern niðursoðinn andskotann eru menn að opna á sér túlann og mótmæla framkomu ísraelskra yfirvalda gagnvart einhverri íslenskri undirmálstík sem asnaðist þangað að styðja Hamas og nærsveitarmenn nýverið. Helv... beljan vælir mikið yfir því að hafa verið í yfirheyrslum og varðhaldi tímunum saman og svo send heim aftur. Ég vil að bévítans fíflinu verði líka meinaður aðgangur að skerinu líka og send til Kúbu, þar sem umhverfiskommúnistapakk eins og hún á heima.
Þetta er sumsé Arna Ösp Magnúsardóttir, sú hin sama og í samráði við tvo aðra GLÆPAMENN (hika hér ekki stundarkorn við að nota það orð) sletti grænni skyrblöndu yfir gesti álráðstefnu á hóteli hér í höfuðborginni nýverið, með tilheyrandi truflun, leiðindum og skemmdum á fatnaði og fartölvum viðstaddra. Það er í sjálfu sér reginhneyksli að helvítis beljan gangi laus, en skuli ekki dúsa í hérlendri dýflissu fyrir brussugang og leiðindi. Eitt er að vera ósammála yfirvöldum um umhverfismál, annað að skemma eignir ókunnugra með því að sulla yfir þá litaðri umframmjólkurafurð og eyðileggja þar með daginn. Má telja víst að það afrek hennar og félaga hennar sé komið á skrá og því hafi Ísraelsmönnum þótt betra að hafa merina annarsstaðar, þar sem hún virðist ekki hika við það andartak að valda skemmdum á eignum annars fólks, eins og svo mjög er í tísku í mið-austurlöndum sem og annarsstaðar um þessar mundir.
Svo er samverkamaður hennar kominn austur í land að hlekkja sig við vinnuvélar til að tefja fyrir vinnandi og heiðarlegu fólki - þeim hefði verið nær að bakka yfir bévítans auðnuleysingjann og dysja hræið einhversstaðar utangarðs, þar sem svona hyski á heima.
Í nafni alls sem er heilagt, sendið þau bæði aftur til Ísrael og látið Guðs útvöldu þjóð sjá um þetta pakk, eða spennið um þau sprengjubelti og látið þau fórna sér í ísraelskri landamærastöð, sama er mér - bara burt með þetta lið, sem nennir ekki að vinna og truflar þess vegna annað fólk, sem nennir því.

Skítapakk.

Jæja - getraun.

Spurt er um leikara sem Jósi þekkir vonandi ekki.

Hann hefur leikið, skrifað handrit, leikstýrt og framleitt.

Hann hefur leikið á móti Sean Penn og Harrison Ford.

Hann lék í Miami Vice.

Hann hefur leikið í nokkrum myndum um hryðjuverk og allavega einni zombíamynd.

Hann hefur talað inn á nokkrar teiknimyndir.

Góða helgi.

Friday, July 22, 2005

Föstudagur

Gaman að vera til í dag, sérstaklega þegar maður er í mat. Er að spila í kvöld uppi í Grafarholti, sem er á mörkum hins byggilega heims. Vona að það verði jafn gaman og í gær á Döbblíner, hvar Andri unglingur (hinn reykvíski, ekki afleysingatitturinn á Akureyri) varð ofurölvi og gerði hosur sínar grænar fyrir innfluttri konu frá Asíu, Eysteinn, Ingimundur og Dan Cassidy ásamt frú kneyfuðu mjöðinn og létu öllum illum látum og almenn gleði var við völd. M.a.s. Kalli litli í búð Tóna kom og gaf mér stubbaknús.

Hvað um það - getraun!

Hver er leikarinn?

Hann reykti hamp allt sitt líf eins og hann ætti lífið að leysa - sem kom líka á daginn því hann dó úr lungnakrabbameini.

Hann sagði að það væri "niðurlægjandi og viðurstyggileg atvinna" að vera leikari.

Hann lék eitt sinn mann sem ætlaði að myrða systkin - lítil börn. Leikstjóri þeirrar myndar þoldi ekki börn og því leikstýrði okkar maður öllum atriðum þar sem börnin - fórnarlömb hans - komu við sögu.

Hann sat eitt sinn í fangelsi.

Hann spilaði á saxófón.

Hann lék í mynd með Sylvester Stallone.

Jæja, krakkar - hver var kallinn?

Yfir

Skellti mér í luktina í gær á leið minni í fyrra giggið af tveimur það kvöldið. Ákvað að raka af mér kleinuhringinn, sem var orðinn eins og steragrasbali kringum matargatið á mér og vart hægt að taka sopa af White russian (caucasian) án þess að verða eins og The Dude í byrjun The Big Lebowski (þ.e.a.s. með mjólkurskegg í skegginu). Því brá ég sköfunni (reyndar þremur stykkjum) á loft að aflokinni luktinni og tók til við að reyta andlitsarfann. Þó var kleinuhringurinn ögn efnismeiri en einnota Bic-sköfur réðu við og er ég hafði hreinsað velflest fyrir neðan munn voru sköfurnar komnar á það stig að þær hefðu ekki getað rakað neitt. Hefðu ekki getað rakað saman peningum þó þær væru Jóakim frændi! Því var eftir þetta fjallmyndarlega Selleck milli nefs og hátalara. Þegar ég fór að skoða nánar sá ég að ég var jafnvel fallegri en fyrr með Selleckinn og ákvað því að láta hann standa óáreyttan, enda nýbúinn að horfa á Runaway. Ég þurrkaði mig því og fór í gallann og labbaði svo af stað. Spurði stúlkukindina í afgreiðslunni hvort þetta væri ekki bara fínt og svarið kom mér skemmtilega á óvart: "Þetta er jú ferlega flott, en gerir þig eldri. Þú lítur alveg út fyrir að vera þrítugur eða eitthvað!"
Mér, þrjátíu og fjögurra ára manninum (tæplega þó), líður ennþá ÆÐISLEGA eftir þetta svar.
Takk. Ég er fallegri en fyrr - mátti þó varla við því.

Thursday, July 21, 2005

Óskagetraun

Andri heitir unglingspiltur einn norðan heiða. Hann gegnir þeirri veigamiklu stöðu - sem undirritaður gegndi hér í eina tíð - að vera sérlegur afleysingatittur og senditík í Tónabúðinni á Akureyri, eða HQ eins og við köllum það hér í suðurlandsútibúinu. Hann kom með óskaleikara í getraunina og því er getraun dagsins tileinkuð honum. Hann má heldur ekki taka þátt að þessu sinni, því það væri svindl og ég var í allt gærkvöld að skipuleggja getraunina og afla mér upplýsinga.

Hver er leikarinn, sem er uppáhaldsleikari Andra norðurlandsunglings?

Leikarinn sem um ræðir er tveir metrar á hæð og greindarvísitala hans er 160!

Hann var um tíma einn sá fremsti í tiltekinni íþróttagrein, var með meistaratitil í TVEIMUR heimsálfum! Ekki á sama tíma þó... Var einnig liðsstjóri hjá bandaríska liðinu á Ólympíuleikum í tiltekinni grein.

Hann lék í James Bond-mynd.

Hann er með mastersgráðu í efnafræði frá háskólanum í Sydney í Ástralíu. Fór þaðan til Bandaríkjanna á bullandi námsstyrk og endaði sem bíómyndaleikari.

Hann talar fimm tungumál.

Hann hefur leikið teiknimyndasöguhetjur. Nota bene - fleirtala.

Hver er þessi vinur okkar?

Í tilefni veðurfars síðustu daga...

væri tilvalið fyri þig, lesandi góður, að trítla niður á Döbblíner í kvöld og skella í þig nokkrum svellköldum. Ég er nebblega að spila þar, byrja hálfellefu. Mættu.

Tek við óskalögum hér í kommentakerfinu.

Annars fór ég á lappir klukkan átta af því yngri-Sveppur var alltof hress. Því setti ég Stubbana á skjáinn og reyndi bara að leggja mig með hann í fanginu. Það var ekki hægt sökum tíðra hrópa og kraftmikils sprikls af gleði yfir því sem hann sá á skjánum.

Réttur dagsins er Stubbapottréttur með íslenskri rabbabarasultu og krakkmellustöppu.

GAUTI VANN!

Sá sem spurt var um fyrir alltof stuttu síðan er enginn annar en Johnny Depp. Það vissi Gauti. Nánari útskýring á hvernig hann vissi það er í kommentakerfinu við síðustu færzlu.

Annars er ég bara að kabbna úr hita í búð Tóna. Best að fá sér einn hrímaðan þegar ég kem heim.

Thomas Jane

Það var loksins að Jósi fattaði að leikarinn sem spurt var um er enginn annar en Thomas Jane, sem lék Punisher í samnefndri mynd, lék hafnarboltastjörnuna Mickey Mantle í *51, lék með John Travolta í Punisher, Face/Off og Thin Red Line og lék hina víðfrægu löggu/bankaræningja Andre Stander í Suður-afrísku bíómyndinni Stander. Hún er mega. Svo lék hann Tom í Dreamcatcher, byggðri á sögu Stephen King.

Jósi, djövuggl hefurðu gúgglað þetta til að fá rétt svar, því ekki manstu eftir honum í Thin Red Line eða Face/Off, er það?

Fáum því nýja getraun og HVER ER LEIKARINN?

Hann var drepinn af einum hressasta fjöldamorðingja kvikmyndasögunnar í frægri mynd.

Hann lék í Stephen King mynd.

Í hlutverkum sínum hefur hann þurft að kljást við dópsala, afturgöngur, víetnama, óvætti úr geimnum og óþæg börn.

Hann hefur leikið á móti Al Pacino.

Hann hefur leikið, leikstýrt, samið handrit og samið og spilað tónlist í bíó, auk þess að framleiða.

Hann spilaði inn á plötu með einni þekktustu rokkhljómsveit heims.

Hver er maðurinn?

Wednesday, July 20, 2005

Kennaraperri

Rak rétt í þessu augun í frétt á mbl.is. Þar segir frá 24 ára kennskukonu í BNA, sem er fyrir rétti, sökuð um að hafa átt mök við 14 ára dreng sem hún kenndi í skóla.
Lögfræðingur kerlu kveður hana of fallega fyrir fangelsi, segir að svo gullfalleg stúlka verði þar illkvendum að bráð. Kveður það líkt og að henda hráu kjöti fyrir úlfa að fleygja svo fögru fljóði í dýflissu.

Með öðrum orðum - þar yrði hún hjálparlaust kynlífsleikfang í höndum sér eldri kvenna...

RÉTT EINS OG 14 ÁRA STRÁKURINN SEM HÚN REIÐ!!!

Þetta hljómer svolítið eins og "Ég vil ekki fara í fangelsi, en ég bara reiknaði ekki með að nást þegar ég framdi glæpinn, svo ekki stinga mér inn!".

Tussa.

Hvað er að?

Er enginn að ná bíógetrauninni minni?

Aukavísbending sem ætti að vera alveg deddgivavei - leikarinn sem spurt er um hefur leikið á móti John Travolta - OFT!

Þetta ætti að duga.

Svo virðist enginn vita heldur í hvaða mynd ung stúlka - og býsna sæt sem slík - var myrt með garðáhaldi meðan lagið "I want you" með Bob Dylan hljómaði.

JÓSI!!!

Miðvikudagur til marmelaðis

Heitt í búð Tóna í dag. Klukkan ekki orðin og ég er strax að kabbbbna. Hvað um það, bætti við tveimur linkum hér til hliðar (saman hliðar). Það eru Ingólfur Júlíusson frændi minn og bassaleikari Sérsveitarinnar og Q4U og Halli í Daed Sea Apple - áður Bar8. Biðst afsökunar á að hafa gleymt þeim í gær. Þið greinilega eruð bara ekki merkilegri en þetta í mínum huga, enda báðir rauðhærðir.
Annars er ég hræddur um að hreinlega deyja úr hita hér í sjoppunni í dag. Það er þó huggun harmi gegn að þó ég færi til helvítis (sem eru engar líkur á því ég er svo frábært og stálheiðarlegt eintak af mannveru) þá er þó svalara þar en hér. Verri félagsskapur samt.

Er enginn að fatta leikaragetraunina? JÓSI!!! Hvar ertu?

Lag dagsins er tileinkað Brynjuísnum á Akureyri. Lagið er "I want you" með Bob Dylan.

Í hvaða bíómynd var það notað meðan bráðhugguleg stúlka var myrt með garðáhaldi?

GETRAUN!

Nú, kominn tími á enn eina leikaragetraun.

Hver er kallinn?

Hann hefur leikið á móti Samuel L. Jackson.

Hann lék löggu í sannsögulegri mynd.

Hann hefur leikið í John Woo-mynd.

Hann lék fræga hafnarboltahetju.

Hann lék í mynd byggðri á teiknimyndasögum.

Hann lék í mynd sem byggð var á sögu eftir Stephen King.

Hver er þetta?

Tuesday, July 19, 2005

Duglegi kallinn!

Ég er duglegi kallinn! Eyddi kaffitímanum mínum í að breyta þunglyndissvörtum bakgrunni bloggsins míns í svona gullfallegt sjálfstæðisblátt og himneskt augnakonfekt, auk þess sem ég setti inn línka á nokkra helstu vini, kunningja og samstarfsmenn. ALVEG SJÁLFUR!
Ég er gersamlega að vinna bug á tölvuheftingnum sem hefur hrjáð mig frá því ég skipti Commodore 64-tölvunni minni fyrir Westone rafgítar ´86, sælla minninga.

Mikið er ég snjall. Nú þarf ég bara að læra á Cubase og Pro Tools... eða fá mér kasettutækið frá Korg.

Jude Law and Order

Nú, þeir segja að Jude Law hafi með athæfi því sem rætt var um hér fyrir tveimur greinum síðan misst frá sér unnustuna, hina yndisfögru Sienna Miller. Hún stökk víst burtu og skyldi engan undra. Hann sér þó eftir hegðan sinni og er óhuggandi, ef marka má mbl.is.
Hvað um það, lá vakandi langt fram á nótt og horfði á Dead Zone-þættina. Ekki jafn slæmir og sumir héldu fram - langt frá því jafn góðir og myndin. Það er nú bara þannig að Anthony Michael Hall er enginn Christopher Walken - jafn augljóst og að Biggi í Maus er enginn Bó Hall.

Nú, best að opna sjoppuna. Annars er ég að spila með minni gömlu hljómsveit, Smack, á laugardagskvöldið í brúðkaupi Lalla flugumferðarstjórnarkalls. Það verður eflaust gaman, gleði og skemmtilegheit. Verst að Jörgen Jörgensen er ekki með, en maður kemur í manns stað og Ingó frændi (þ.e.a.s. frændi eiginkonu móðurbróður míns) plokkar bassann. Ef hann verður með sjö strengja bassann sinn þá lem ég hann til dauðs með honum.

Monday, July 18, 2005

Frændi minn...

hann Haukur á ammælídag. Til hamingju með að vera orðinn nærri því fertugur.

Vil kannski benda á ágæta grein um réttmæti hugbúnaðarþjófnaðar á bloggsíðu Stuðboltans.

http://stebbibollustrakur.blogspot.com/2005/07/g-njan-bl.html

og ekki orð um það meir.

Jude Law

Í fyrra fór ég á Dúrantónleika í London, eins og ég hef margoft komið að hér á blogginu. Ekki lítið grobbinn af því. Í þeirri ferð sá ég sjálfan Jude Law í hljóðfæraverslun við Denmark Street og varð hæstánægður með að hann er minni en ég. Fannst hann stórglæsilegur á velli og öðrum mönnum fegurri - ekki það að ég sé neitt rammöfugur attaníossi, en sumir menn eru einfaldlega fallegri en aðrir, eins og Jude Law og ég.
Nú sé ég það að ég hefði betur átt að ganga í skrokk á mannhelvítinu og buffa hann svolítið til, kýla hann kaldan og girða niður um hann og rassskella. Haldiði að mannfýlan, þessi hálfguð, hafi ekki verið að halda framhjá heitkonu sinni, Sienna Miller - og það með barnapíunni sinni!

Hvað um það - leikaragetraun!!!

Spurt er um leikara.

Hann hefur leikið prest með allsérstæðar skoðanir, stjórnarformann tóbaksfyrirtækis, lögfræðing, lögreglustjóra, rannsóknarlöggu og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann hefur leikið í allnokkrum kábojmyndum.

Hann var í landgönguliði bandaríska hersins.

Hann hefur fengið tvo Óskara.

Hann hefur leikið á móti Viggo Mortensen, Leonardo Di Caprio, Leslie Nielsen og James Woods.

Þetta er feykinóg af upplýsingum, hver er kaddlinn?

Sunday, July 17, 2005

Laugardagskvöld

Fréttakonan og femínasistinn sem ég kommenteraði hjá vill víst ekki að ég kommenti hjá henni meir. Því kvaddi ég hana og vinkonur hennar (sjá á netslóð í síðust færzlu) og skrifa því aðeins hér á míns eigins bloggi um skuggahliðar femínismans og annarra misréttispólítíkur.
Skemmtilegt frá því að segja að Stebbi Stuð og fleiri eru einmitt að lána Snoopy fullt af græjum og dóti. Gaman fyrir Snoopy, fá fullt lánað fríkeypis og svo gríðarlega fríkeypis auglýsingu í formi væls frá femínistum. Gaman að sjá hvort þær opna munninn eitthvað ef Pink kemur hingað aftur,en hún einmitt LAMDI tylft manna í Trouble-myndbandinu. Það er verra að berja fólk en að kalla einhverja bitches and ho´s.
Hvað um það, er að spila á Döbb með Binna bassakaddli á eftir, fjölmennið. Ég ætla að fá mér Guinness og íslenskt brennivín því ég er karlmaður.

Fyrst þarf ég samt að vaska upp og fara út með ruslið.

Jú, ég er skeggjaður og kafloðinn á bringunni!!!

Friday, July 15, 2005

Logi Svefngengill

Ég er orðinn Logi Svefngengill. Vaknaði í nótt, að ég held um hálffjögurleytið, við það að ég var með sígarettu og kveikjara í höndunum að opna ísskápinn og ná mér í dós af Tuborg. Ber að geta þess að ég reyki eiginlega aldrei nema þegar ég fæ mér í glas og tel þetta því vera merki um það að nikótínfíknin sé að ná tökum á mér. Mér var svo gríðarlega brugðið að ég hreinlega varð að ná mér niður - og hvað er betra til þess en einmitt bjór og sígó? Horfði á Runaway með Tom Selleck og Gene Simmons og fór svo aftur að sofa. Átti að skila henni á sunnudaginn.

Var annars áðan að setja inn komment á bloggsíðu Þóru Tómasdóttur femínista. Vona að þessi ágæta kona - sem ég þekki bæ ðö vei ekki neitt - verði mér ekki reið fyrir að vera ósammála henni. Hún má hinsvegar vera mér reið fyrir að ég sé leiðinlegur. Ég get tekið því.

http://thoratomas.blogspot.com/2005/07/hryssan-hneggjar-tvinu.html

Lesið endilega, en passið ykkur.

Meira röfl um verkalýðsfélög og opið bréf til femínista

Ég gæti hreinlega lamið mig fyrir að gleyma, í röfli mínu um verkalýðsfélög, að minnast á lífeyrissjóðina. Er það ekki ennþá þannig að ef ég dett niður dauður á 67. afmælisdaginn minn - daginn sem ég á að fara að fá greitt úr lífeyrissjóðnum - fá erfingjar mínir ekki krónu, heldur hirðir lífeyrissjóður verkalýðsfélagsins allt heila klabbið? Er það ekki? HA?
ER ÞAÐ RÉTTLÁTT? ER ÞAÐ EKKI ÞAÐ SEM HEILBRIGT FÓLK KALLAR ÞJÓFNAÐ?

Hvað um það, hér er opið bréf til femínistanna, eða öllu heldur femínasistanna, sem eru að grenja (því það er það eina sem þær geta) yfir Snoop Dogg og meðferð hans á kvenfólki í textum sínum og myndböndum. Þær - og stundum þeir (hversu mikil kerling getur karl orðið) eru mætandi í útvarp, sjónvarp og blöð að hvetja fólk að sniðganga blökkumanninn því þeim finnst hann vera karlrembusvín.

Kæru femínasistar:

Hafið þið séð myndbönd með kvennahljómsveitum? Ég veit að þau myndbönd eru færri, sem hefur með það að gera að konur kunna ekki á hljóðfæri, en þessi myndbönd eru jú samt til og eru sýnd á sjónvarpsstöðvunum. Það er ekki eins og karlmenn séu þar ætíð í hæstu virðingarstöðum, o, nei. Til að taka til eitt dæmi af fjölmörgum, þá vil ég nefna myndbandið við lagið "Lost in you" (held ég fari rétt með titilinn) með sönghópnum snoppufríða Sugababes. Þar eru kalmenn njörvaðir niður í leðri, sullað yfir þá vatni úr skúringafötum og ég veit ekki hvað og hvað, nothæfir í augum söngkvennanna til þess eins að vera kynlífsleikföng. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum, en ég varð ekki var við að karlrembufélagið Testósterón hafi mætt í viðtöl vælandi til að fá fólk ofan af því að mæta á tónleika tríósins hérlendis þegar þær mættu á klakann. O, nei. Ég tók þetta ekkert nærri mér persónulega.
Myndbönd við lög kvennahljómsveita (sem oftast eru þó samin af karlmönnum, ætti að segja manni eitthvað) eru síst skárri í garð karla en myndbönd Snoop Dogg eru í garð kvenna.
Viðurkennið það bara, þið eruð bara fúlar út í rappheiminn því eini kvenkyns rapparinn sem notið hefur einhverra vinsælda er komin í fangelsi.
Vil taka það fram að ég er svosem enginn antífemínisti þannig, mér finnst alveg fullkomlega réttlátt að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu og allt svoleiðis, sama hvort það er karl eða kona og sama hvernig það er á litinn, hvaða kynhneygð og trúarskoðanir það hefur (nema Vottar, mín reynsla af þeim er að þeir séu yfirleitt svo leiðinlegir), en þetta bull að mæta í fjölmiðla og hvetja fólk til að sniðganga einhvern listamann (þarna nota ég orðið "listamaður" í albreiðustu merkingu þess orðs) af því hann er karlrembusvín finnst mér hreint asnalegt.
Kærar kveðjur:
Ingvar V.

En svona er málfrelsið, femínistar mega þetta víst... og ég má líka röfla hér...

Thursday, July 14, 2005

Spillingarumræðan

Var að kommenta á þarsíðustu færslu, hvar - eins og æði oft - minn fer að rífast við vini og kunningja sem ekki hafa enn séð hægra ljósið í lífinu. Einar SlimJimi setti þar inn komment, sem ég setti inn hér að neðan, en mitt innlegg var of langt til að mér þætti hægt að geyma það í kommentakerfinu. Var þar meðal annars verið að ræða á gríðarlega málefnalegan hátt (eða ekki) stöðu launafólks og sdpillingu innan hérlends stjórnkerfis. Fyrir þá (ef einhverjir eru) sem vilja sjá alla umræðuna má lesa öll átta eða níu kommentin við þarsíðustu færslu. Vil ég taka fram að þessi umræða er í fullri vinsemd og Einar er ekki Kindin Einar, sem Hjálmar sungu um. Hann er hinsvegar rauðhærður og eru gáfur hans allnokkrar, metnar á sléttar 400,000 krónur.
Einar allavega sagði þetta m.a.:

vegna þess að verkalýðurinn hefur það ekki gott, við eigum ekki að þurfa að vinna 10 tíma á dag til þess að geta lifað, ég vinn sjálfur uþb 13. Verkalýðsfélögin eru þéttsetin hræsnurum frá a-ö og það er ömurlegt að reyna að berjast fyrir rétti sýnum til mannssæmandi kjara.Náttúran er lítilsvirt jafnhandan af Femínistum og Sjálfstæðismönnum og ég er ekki frá því að þetta sé í molum

og undirritðuðum datt í hug að segja:

Við skulum ekki gleyma því, fyrst þú minnist á hræsnara í verkalýðsfélögum, að formaður stærsta verkalýðsfélagsins er einnig yfirstrumpur í þeim flokki sem er lengst til vinstri hérlendis. Tel ég óhætt að fullyrða að sjaldan hefur nokkur verkalýðsforkólfur misnotað aðstöðu sína jafnmikið í pólítískum tilgangi, auk þess sem hann var mjög á móti lækkun fyrirtækjaskatts hér fyrir u.þ.b. 3 árum. Sú lækkun skilaði sér vel og kyrfilega til launafólks þar sem fjölmörg minni fyrirtæki höfðu þá efni á að hækka laun starfsmanna eða ráða fleiri - í sumum tilfellum hvort tveggja.Verkalýðsfélög eru vond og ljót og bruðla mjög með peningana sem við nauðug borgum þeim. Til dæmis gaf eitthvert verkalýðsfélag Mannréttindastofu hundruðir þúsunda nýverið, auk þess sem félögin eyða milljónatugum í sumarhús, hérlendis sem erledndis, fullkomlega tilgangslausar auglýsingar, styrki og nú er VR að koma sér upp einhverju skyldusparnaðarkerfi!!! Því ekki bara að STELA aðeins minna fé af okkur (stela segi ég, því þessir peningar eru teknir af mér án míns samþykkis) og leyfa okkur, sem eigum peningana að ráða í hvað við eyðum þeim? Ég vil til dæmis ekki gefa Mannréttindastofu mörghundruðþúsundkall. Ég vil ekki kaupa auglýsingu í Leifsstöð fyrir stórfé sem segir ekkert annað en "Góða ferð og skemmtu þér vel". Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern helv... sumarbústað, hvorki hérlendis né úti. Þá er ótalið bullið með sumarfrísávísunina, sem menn fá oft á vorin, 5000 króna ávísun sem gildir á nokkrum stöðum. Því ekki að draga 5000 kalli minna af laununum sem ÉG vann mér inn og leyfa mér bara að eyða þessu í það sem ég vil. Það er nefnilega fjarstæðukenndur möguleiki að ég kannski hafi engan áhuga á að gista á Edduhóteli í sumar. Þarna í verkalýðsfélögunum er spillingin mun meiri en nokkurntíma á Alþingi, þarna maka menn krókinn og þarna eiga höfuð og aðrir líkamspartar að fá að fjúka. Gott væri að byrja á Ögmundi.
Vil ég þó taka fram að ég er ekki á móti tilvist verkalýðsfélaga og þeir mega alveg hirða af mér nokkrar krónur úr hverju launaumslagi til að viðhalda góðu atvinnuleysisbótakerfi og aðstoð við launafók. Hinsvegar er þetta bruðl ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður á launum okkar og ef stokkað yrði þarna upp gæti fólk fengið mun meiri kjarabót en nokkur skattalækkun eða samningsbundin launahækkun gefur af sér.

Hvað segiði?

Frosti vann - jibbí!

Frosti vann getraunina, og það var enginn annar en júðaskattinn Elliot Gould (eða Gouldman) sem spurt var um. Hann lék einmitt Marlowe einkaspæjara í Long Goodbye, hvar Arnold var í einum af sínum fyrstu Hollywoodhlutverkum sem lífvörður vonda kallsins. Gaman að því.
Elliot var einni g með fast hlutverk í M*A*S*H og Friends, tveimur af vinsælustu sjónvarpsþáttum ever.
Elliot lék á móti Sean Connery í A Bridge too far og Roger Moore í Naked Face... og einhverjum fleiri myndum líka.
Svo lék hann í sjónvarpsútgáfu Shining og einhverri nýrri sjónvarpsmynd um Poirot, hinn óþolandi einkaspæjara sem veit alltaf allt og maður fær aldrei að vita hvernig og af hverju hann vissi það. AAAARRRRRGH! Agatha Christie - ofmetnasti rithöfundur í heimi - ever.
Hvað um það, ég myndi vilja að Frosti segði mér nánari deili á sér, annars verð ég að álykta að þetta sé minn gamli hljómsveitarfélagi og vinur, Steini í Smack, sem fyrir misskilning hefur stundum verið kallaður Frosti.

Þingmenn á kókaíni

Stefán Máni held ég hann heiti, rithöfundurinn sem segist hafa það eftir sölumanni dauðans að allavega einn þingmaður sé á kókaíni. Tel ég mestar líkur á að sá sölumaður dauðans sem segir þeta - sé hann til á annað borð - hafi notað eitthvað af síns eigins efni og orðið sér út um athyglissýki og þessvegna logið þessu blákalt. Með því er ég ekki að segja að ég telji fullsannað að ekki nokkur einasti meðlimur hins háa alþingis sé viðriðinn notkun á ólöglegri ólyfjan, en ég tel víst að ef einhver sölumaður blaðrar því í rithöfund sé hann pottþétt að ljúga úr sér lungun.
Ef einhver þingmaður er að moka í nefið á sér áðurnefndri ólyfjan tel ég hinsvegar fullvíst að það sé minn pólítíski andstæðingur númer eitt, Steingrímur Joð Sigfússon. Hann talar þarna manna mest og ætlar í þokkabót að labba yfir allt bévítans landið í sumarfríinu sínu! Þetta er augljóst sem augljóst getur helst orðið.
Annars eru nokkur einkenni kókaínnotkunar á alþingi - blaður, leiðindi, ekki til fjármagn fyrir nauðsynlegum hlutum því peningarnir fóru í vitleysu, mikilmennskubrjálæði, vantraust eða jafnvel paranoja og svo mætti lengi telja.

Hvað um það - leikaragetraun!

Spurt er um útlenskan leikara - gamlan og góðan.

Hann hefur farið með fast hlutverk í tveimur af vinsælustu sjónvarpsþáttum ever.

Hann lék einn frægasta einkaspæjara ever.

Hann hefur leikið í myndum með tveimur Bond-leikurum. Eða fleiri. Kannski.

Hann lék í Agatha Christie-mynd.

Hann hefur deilt hvíta tjaldinu með, auk Bond-leikaranna, Harvey Keitel, Donald Sutherland, Julia Roberts, Arnold Schwarzenegger, William Holden, Anthony Hopkins og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann lék í Stephen King-mynd.

Hver er kallinn? Jósi!?!?

Wednesday, July 13, 2005

Og það var Vin Diesel

Jósi vann, því hann vissi að Vin Diesel hafði leikstýrt og eiginlega gert frá A til Ö tvær myndir áður en hann lék í Saving Private Ryan. Þar áður hafði hann bara leikið oggolítið aukahlutverk í Awakenings.
Eftir það talaði hann fyrir Járnrisann í Iron Giant, lék í Riddick-myndunum og talaði inn á tölvuleiki byggða á þeim myndum. Hann er nú að undirbúa að leika 47 í HitMan, byggðri á samnefndum leik.
Hann er líka að setja í gang myndina Hannibal, um Hannibal og fílana.

Þeta vissi Jósi og kem ég til með að kirkja hann í bræðiskasti fyrir.

Annars er ég bara hress, sko.

Ég ætla að hugsa upp getraun sem Jósi getur ekki.

Tuesday, July 12, 2005

Djétrauhn

Best að koma með leikaragetraun. Hver er kaddlinn?

Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd, sem hann einnig skrifaði sjálfur handrit að og lék aðalhlutverk í, fyrir rúmum áratug. Áður en það gerðist hafði hann aðeins leikið lítið aukahlutverk í bíómynd með Robert De Niro.

Eftir að okkar maður hafði gert tvær myndir var hann ráðinn í nokkuð stórt hlutverk í rosastóra bíómynd eftir rosastóran leikstjóra. Þaðan lá leiðin upp á við.

Hann hefur, fyrir utan að leikstýra, leika og skrifa handrit, tekið þátt í framleiðslu nokkurra mynda.

Hann talaði inn á teiknimynd. Þar talaði hann fyrir hvorki meira né minna en titilpersónu myndarinnar.

Hann hefur leikið í tölvuleikjum, byggðum á persónu úr bíómyndum hans. Einnig er í bígerð að gera bíómynd, hvar hann leikur aðalhlutverkið, byggða á frægum tölvuleik.

Hann er að gera bíómynd, byggða á frægri persónu úr mannkynssögunni. Hann mun leika persónuna sjálfur. Myndin mun bera nafn persónunnar.

Til eru allavega tvær aðrar myndir sem bera sama nafn, gömul mynd um sömu persónu og öllu nýlegri mynd allt annars eðlis.

Hver er kaddlinn?

Heyrnardaufur hlébarði

Svarið er Def Leppard.Til lukku með það, Gauti minn.

Ef þið misstuð af Live 8 - kíkið hér:

http://www.sonician.com/live8/list.html

og náið í Pink Floyd leika og syngja nokkur létt lög af gömlum plötum. Körtesí of Villi Goði.

Einn akureyrskur sem ég heyrði...

Kúnni í sjoppu: "Ég ætla að fá eina pulsu".
Afgreiðslukall: "Gersovel. Hvað viltu að drekka með? PULSNER?"

og ekki orð um það meir.

Seisei

Jú, það var minn elzti vinur, Jóhann Þór Siggason, sem vann getraun Sveins að þessu sinni. Sá sem spurt var um er enginn annar en Donald Sutherland, goð mitt og uppáhald. Hann lék einmitt í myndinni Dirty Dozen ásamt svörtu ruðningshetjunni Jim Brown (báðir drepnir í myndinni), á soninn Kiefer RUFUS Sutherland, talaði fyrir tölvuna í Billion Dollar Brain (sem er ein af fimm myndum um Harry Palmer njósnara - Michael Caine lék hann), átti í útistöðum við geimverur í Puppetmasters og Invasion of the Body Snatchers, var aðstoðarmaður vampýru í Salem´s Lot (nýrri gerðin - Rutger lék vampýruna), IRA-maður í Eagle has landet, sadískur njósnari í Eye of the Needle, passaði mellu í Klute, var bandarískur hershöfðingi í Outbreak, sovéskur hershöfðingi í Citizen X (sem er sannsöguleg mynd um barnamorðingjann í Rostov - hrein snilld og viðbjóður) og hefur náttúrulega leikið allan andsk...

Heyrði einn góðan. Maður einn barði konuna sína í klessu með steikarpönnu inni í eldhúsi, svo illa að kalla varð út sjúkrabíl. Náttúrulega hneykslaðist ég mjög - hvern andsk... var hann að gera inni í eldhúsi!?!?!?

Hvað um það - getraun dagsins er ekki um bíómynd.

Spurt er um fyrirbæri.

Fyrirbærið hefur tíu lappir, níu hendur og getur drepið mann úr leiðindum.

Hvað er það?

Ammælídag

Fór í fertugsammæli til Adda bróður á laugardagskvöldið. Hann tók á móti okkur hjónum með barmmerki sem á stóð "ÉG ER MIÐALDRA".
Þar lék ég á gítar og söng og fékk aðstoð frá Siggu Guðna, sem er stórgóð, bévítans kerlingin.
Drakk alltoflítinn bjór og skemmti mér vel. Gaf Adda bróður m.a. Miami Vice - dvd með þremur fyrstu þáttunum í seríunni. Drakk svo bjórinn hans.
Verst að svona kerlingar í partýum einoka alltaf barinn og klósettið, auk þess sem þær spila leiðinlega músík alltof hátt. Greinilegt af hverju við karlar erum með hærri laun!

Til hamingju Arnar, það er stutt eftir hjá þér og reyndu að njóta þess.

Saturday, July 09, 2005

Og það var Matt Dillon

Eins og Jósi kuni frá að greina var það Matt Dillon sem spurt var um. Hann lék rokksöngvara, með hjálp Eddie Vedder, í Singles, skrifaði, leikstýrði og lék aðalhlutverk í City of Ghosts, lék í Madonnuvídeói og átti að leika Butch í Pulp Fiction, sem Bruce Willis lék að lokum. Hann er bróðir Kevin Dillon, sem lék t.d. í seríu 2 af 24 og blablabla.

Því verð ég að koma með aðra. Leikarinn er...?


Hann var eitt sinn fréttalesari í útvarpi.

Eitt af hans fyrstu hlutverkum var að leika í mynd með svartri ruðningshetju. Myndin varð geysivinsæl og jafnvel að hljómsveit heiti í höfuðið á henni. Ruðningshetjan náði líka að skapa sér nafn.

Okkar maður á son, sem heitir Rufus og er leikari líka.

Okkar maður talaði fyrir tölvu í bíómynd, auk þess að leika einn af mönnunum sem stjórnaði henni. Sú mynd er ein af mörgum um breskan njósnara.

Hann hefur í myndum sínum oftar en einu sinni komið illa út úr samskiptum sínum við geimverur.

Hann hefur leikið aðstoðarmann vampýru, IRA-mann, sadískan njósnara, lögreglumann sem reynir að vernda vændiskonu, bandarískan herforingja, sovéskan herforingja, lögfræðing, prest og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann hefur leikið á móti Nicole Kidman, Steve Buscemi, William H. Macy, Clint Eastwood, Will Smith og Robert De Niro.

Friday, July 08, 2005

Miðvikudagskveld Sveins, röfl og getraun

Nú sé stuð. Fór í gærkveldi á Dubliner og þurfti ekki að spila, öfugt við þær upplýsingar sem ég hafði á takteinum. Óskar Einars (Der Alte) mætti nebblega líka og því var tilvalið að fara og hitta Halla Hólm, sem varð fyrir því óláni að vera laminn af SEX mönnum í Danmörku. Er það einn ójafnasti leikur sem ég veit um síðan Ísland tapaði 14-2 fyrir Dönum hér sælla minninga. Halli er sumsé handleggsbrotinn og fjólublár. Leiðinlegt. Löggan hinsvegar náði vondu köllunum á mettíma og fara þeir væntanlega í fangelsi. Hérlendis væru þeir yfirheyrðir og svo skutlað heim til fórnarlambsins.
Hvað um það, fór oggopons yfir á Gauk hvar eitthvað Nirvana tribbjút var í gangi. Það var svo mikill bévítans hávaði og læti að trommarinn í Foo Fighters hljóp út með hendur fyrir eyrum - SPAUGLAUST! Bandið var hinsvegar fínt. Leiðinleg lög, enda eftir Nirvana.
Svo hitti ég Síó frænda og Andra litlafrænda og var það gaman. Við helltum í okkur smá bjór og svo fór ég heim og dó næstum úr leiðindum yfir Hitch með Will Smith og feita kallinum úr King of Queens.
Vaknaði í morgun klár og hress. Sá hressleiki hvarf eins og hommi á Krosssamkomu þegar ég heyrði að einhverjir andsk... terroristar væru búnir að sprengja lestir og strætóa í London, minni uppáhaldsborg. Ég elska strætóa og lestir í London, svo ekki sé nú talað um að ég er frekar á móti drápum á saklausum borgurum. Einhverjir undirmálstussusnúðar, sem er illa við einhverja kalla drepa saklaust fólk, sem kemur málinu ekkert við, til að koma mér í óstuð. Ef ég einhverntíma eignast kjarnabombu verður henni kastað á arabaland af handahófi. Mikið hlakka ég til þegar við þurfum ekki olíu lengur og þetta pakk fer aftur að éta sand og á engan pening fyrir vopnum. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGH!
Bévítans Norðmenn!

Hvað um það - getraun. Jósi - Oceans Twelve á dvd í verðlaun. Keypti hana nebblega óvart og hún sýgur rassgat af ömurleika!

Spurt er um leikara (já, ég skal spyrja um leikkonu bráðum - ekki strax).

Hann hefur leikið í bíó í tæpa þrjá áratugi.

Hann var svo vinsæll hér um tíma að hann þurfti að hlaupa af sér unglingsstúlknaskara á götu í Japan.

Hann leikstýrði, skrifaði handrit að og lék aðalhlutverk í mynd ekki alls fyrir löngu. Sú fékk fína dóma.

Hann lék í tónlistarmyndbandi fyrir einn vinsælasta poppartista heims.

Eddie Vedder hjálpaði honum einu sinni við að leika rokksöngvara.

Hann á bróður sem er líka leikari, ekki jafn frægur, en býsna vel þekktur þó.

Okkar maður átti að leika stórt hlutverk í Pulp Fiction, en það gekk ekki eftir.

Hver er kallinn?

Thursday, July 07, 2005

Þriðjudagskveld Sveins - og, jú, getraun fyrir strákana

Gærkvöldið var skemmtilegt, fór með Ingó mági á tónleika í höll Egils, varð viðskila við hann við innganginn og hef ekki séð hann síðan. Sá Mínus, þeir voru fínir það litla sem ég sá, Queens of the Stone Age, sem voru fokkings fabjúlöss, og Food Fighters, sem eru jú alltaf alveg hreint ágætir. Sögðu meina að segja "takk fyrir" á íslensku eftir sum lögin.
Meðan QOTSA voru að gera sig klára tróð ég mér fremst og náði nokkrum fyrstu lögunum þannig, það var gaman. Svo var þetta of mikið troð eitthvað svo ég fór bara á barinn og kom aftur mun hressari. Hitti fullt af fólki og lenti í því að stúlkukind, ekki deginum eldri en sextán, fór að reyna mikið við kallinn! Vissi varla hvað ég átti að gera, svo ég sagði bara þegar hún var orðin full-ágeng "ég er þrjátíuogfjögurra, fíbblið þitt" hátt og snjallt. Held hún hafi hitt Ingó mág, því ég hef ekki séð hana síðan.
Hitti þarna Matta, Viktor og Nesa Pjé í Reggíonnæs, Egil og vinkonur hans, Adda og Vidda bræður og Jökul frænda ásamt mömmu sinni, en þau eru einmitt búsett í sérlegum vinabæ Foo Fighters, Stokkseyri. Endaði svo við smávægilega öldrykkju niðrí bæ, alltof léleg fyllibytta.

Hvað um það getraun fyrir strákana (og Olgu).

Kvikmyndaleikari dagsins er..?

Hann er sonur saxófónleikara og varð að hætta í skóla sextán vetra til að hjálpa til að vinna fyrir familíunni. Um tíma bjuggu þau í Fólksvagen Rúbbrauði.

Hann fékk, í lok hvers skóladags, að vera með glens og fíflalæti fyrir bekkinn gegn því að grjóthalda kjafti og læra fram að því.

Hann flutti til Bandaríkjanna (jú, hann er ekki þaðan) ´79 til að reyna fyrir sér í Hollywood. Það borgaði sig.

Hann komst að sem fastur liður í vinsælum sjónvarpsþáttum.

Hann lék aðalhlutverk í bíómynd ´86. Það var vampýrumynd.

Hann lék geimveru stuttu seinna og atvinnutækifærum fjölgaði.

Hann sló allverulega í gegn níutíuogeitthvað.

Hann gerðist bandarískur ríkisborgari fyrir um það bil tveimur árum.

Hann er tvífráskilinn. Fyrri skilnaðurinn var fremur ógeðfelldur, jafnvel á Hollywoodstandard.

Jæja, krakkar, hver er þetta?Hann hefur leikið á móti Jeff Goldblum, Tommy Lee Jones, Nicholas Cage og Liam Neeson.

Wednesday, July 06, 2005

James Coburn og meiri getraun

Langar að taka fram að Jósi vann síðustu getraun og það var enginn annar en James Coburn sem spurt var um. Hann fékk Óskar fyrir Affliction, þekkti, lærði hjá og reykti dóp með Bruce Lee og lék nasista í Cross of Iron sem var leikstýrt af Sam Peckinpah.

Hvað um það – meiri getraun.

Leikari dagsins er af grískum ættum og ber grískt ættarnafn. Leikaranafn hans er stytting af því raunverulega nafni.

Hann lék illmennið í einni af vinsælustu bíómyndum sögunnar.

Hann er fráskilinn.

Hann, eins og Burt Reynolds, er sköllóttur og ber kollu í flestöllum sínum myndum.

Hann hefur leikið geðveikan morðingja, umboðsmenn rokkstjörnu í sannsögulegri mynd, smábófa á flótta, útsendara djöfulsins og verulega afbrýðisaman kærasta, auk þess sem hann hefur talað inn á teiknimyndir.

Hann lék í Drakúla-mynd, þar sem sonur mjög frægs kvikmyndaleikara lék Drakúla.
Sá sem þar lék vampíruna er þó ekki nándar nærri eins frægur og pabbi sinn, sem var ein alstrærsta kvikmyndastjarna heims um tíma.

Okkar maður hefur aldrei fengið Óskar, bara MTV Movie Awards. Greyið.

Hver er kallinn?

Kók og Nizza í verðlaun.

Tuesday, July 05, 2005

Innrásin frá Mars

Fór ásamt kerlu að sjá Tom Cruise berjast við geimverur í bíó. Myndin er yfir meðallagi, en engin snilld. Eitt atriði er stingandi, þegar öll heimsins rafmagnstæki eru óvirk, geimverurnar koma með offorsi og einhver vegfarandi er að taka allt upp á digital vídeókameru!!! SEM ER RAFMAGNS!!! AAAAARRRRGGGH!!!
Atriðið með Tim Robbins var líka einskær og leiðinlegur óþarfi, þó Tim, vinur minn, hafi verið flottur þannig. Bara óþarft og dró myndina niður. Samt var margt ógeðslega flott, tæknibrellur oftast á heimsmælikvarða miðað við höfðatölu og ræman passlega ógeðsleg. Handsprengjuatriðið var alveg í mínum garði. Æðislega yfir sig. Ég var kátur með það. Tvær og hálf stjarna af fjórum.

Sá annars rírönn á Jay Leno í gær þar sem Thomas Cruise Mapother gerði sig að algjöru fíbbli meðan hann talaði um nýju kærustuna sína, sem er einmitt helmingi yngri en fyrsta eiginkonan hans, Mimi Rogers. Og ekki jafn falleg. Svakalega er ég gamall.

Annars kom bassaleikarinn úr Queens of the Stone Age í búðina áðan og bauð Kalla og Jóni á konsert í kvöld fyrir góðan sörvis. Ég var í mat. Alltaf jafn heppinn...

Jósi vann

Jú, þetta var hann Burt Reynolds sem spurt var um. Jósi hafði það.

Hvað um það, við gefumst ekki upp og spyrjum um annan leikara og alls ekki síðri.

Hver er kallinn?

Hann lést fyrir u.þ.b. þremur árum úr hjartaslagi þegar hann sat í mestu makindum heima og var að spila á flautu.

Hann stundaði bardagaíþróttir og þótti fyrirtaks kung-fu kall.

Fékk Óskarsverðlaun stuttu fyrir dauða sinn fyrir að leika verulega illa innrætta fyllibyttu.

Hann lék í myndum með Steve Buscemi, Christial Slater, Kiefer Sutherland, Cuba Gooding Jr., Nicholas Cage, Bruce Willis, Billy Cristal og mörgum fleirum.

Hann á son sem heitir sama nafni og hann.

Hann lék nasista í gríðargóðri stríðsmynd, sem var leikstýrt af leikstjóra sem hann lék nokkrum sinnum fyrir.

Einn fremsti bardagalistamaður heims var mikill vinur hans og kenndi honum víst heilan helling. Okkar maður sagði í viðtali skömmu fyrr dauða sinn að þeir hefðu æði oft reykt ólyfjan saman og haft gaman af.

Hann samdi músík og voru nokkur lög eftir hann gefin út.

Hver er kallinn?

Monday, July 04, 2005

Bíógetraun, part 6847456395

Hver er leikarinn?

Hann kom til greina sem James Bond einu sinni, var þó aldrei boðið hlutverkið formlega vegna þjóðernis síns.

Hann var giftur leikkonu, skilinn núna.

Hann er sköllóttur, notar alltaf hárkollu.

Hann hefur leikið bæði ökuþór og framkvæmdastjóra kappakstursliðs, löggur og bófa, innbrotsþjóf og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann hefur leikið í Woody Allen-mynd.

Hann ætlaði að verða fóbboltakall, en lenti í bílslysi sem batt enda á þann draum. Þá datt hann út úr háskóla og fór að leika í bíó.

Sunday, July 03, 2005

Föstudagsklúður

Sælt veri fólkið.
Gærkveldið var spltið spes; eins og Vala Matt myndi orða það. Uppgötvaði klukkan hálfellefu, meðan við hjónin vorum að horfa á Tremors-þáttinn, að ég átti að vera að spila á Dubliner tveimur tímum seinna. Kallaði á Binna bassa og við lékum þar til rúmlega fjögur.
Hitti Albert, gamlan vinnufélaga minn og uppgjafagítarleikara. Gott hjá honum að verða bráðgáfaður og fá sér almennilega vinnu þar sem maður þarf ekki að vera vakandi fram á morgun í reykjarkófi innan um sauðdrukkna Bubbaaðdáendur.
Svo hitti ég hann Valda, sem var í KFUM á Akureyri á sama tíma og ég. Blöðruðum frá okkur allt vit. Indælt kvöld.
Nú, ég er að leika ásamt fríðu föruneyti hringsins í kvöld á Amsterdam. Eiginlega ekki í kvöld, meira í fyrramálið, þetta er svo seint allt þar á bæ. Byrjum upp úr klukkan eitt, spilum til svona sirka sólarupprásar.
Nenni ekki getraun, Jósi vinnur alltaf.

Saturday, July 02, 2005

Bubbi

Þó svo að Bubbi geti seint talist til uppáhaldstónlistarmanna minna, þá á hann sterka leiki. Þó mér finnist flest lögin hans ekkert skemmtileg, þá er gargandi snilld inn á milli. Þó svo sumir textarnir hans fari í mínar fínustu sökum íslenskuklúðurs (brotin loforð og brotin hjörtu - hér á landi er talað um svikin loforð og kramin hjörtu) þá leynast gullmolar inn á milli.
Sá á heimasíðu Orra Harðar einn Bubbatexta, en lagið hef ég aldrei heyrt, svo ég muni. Textinn á vel við í dag. Kópípeistaði hann af síðu Orra, vona að hann verði ekki fúll út í mig fyrir það.


Frjálsir við erum, fellum ekki dóma,
flíkum aðeins því sem tíðast ber á góma.
Oftast við reynum rjómanum að fleyta.
Reyndin er sú að við erum sífellt að leita.
Náðu þér í eyðni, þú endar á mynd.
Engin þarf að segja okkur það geti kallast synd.
Forsíðan í einn dag, framtíðin í tvo.
Síðan færðu okkar samvisku og hendur til að þvo.
Við nærum þig á hörmungum og hryllingi í dag
því heilbrigð frétt er lásí tónn og illa sungið lag.
Mannorð þitt er okkar matur, punktur, komma, strik
við myrðum þig og blásum burt sem þú værir ryk.
Geiríkur ég heiti, heillin mín góða.
Hentu í mig lyginni, kallaðu mig sóða.
Með gáfunum ég punta mig, með penna vil ég stýra.
Með prúðmennsku enginn getur selt slúðrið dýra.
Við nærum þig á hörmungum og hryllingi í dag
því heilbrigð frétt er lásí tónn og illa sungið lag.
Krossfarar við erum í klóaki með frétt
Við kennum ekki siðfræði, hvað sé rangt og rétt.

Þettavar víst gefið út fyrir allnokkrum árum og gæti útskýrt fýlu Eiríks út í Bubba.
Áfram Bubbi.

Arabahyski

Á mbl.is í dag má lesa ansi hreint fróðlega grein um íranska sendinefnd í Belgíu. Þar varð allt vitlaust sökum heimtufrekju og ókurteisi þessa íranahyskis, sem vildu að ekkert áfengi væri borið fram með mat - ekki það að þeir þyrftu að drekka það, bara fyrst þeir vildu ekki drekka þá má það enginn - og svo neituðu þeir að heilsa með handabandi einum belgískum embættismanni af þeirri ástæðu einni að sá embættismaður er kvenkyns.
Nú hef ég ekki komið til neins arabalands, nema hvað London gæti farið að teljast til arababorga bráðum, en mér skilst á þeim sem farið hafa til miðausturlanda að gestrisni sé talsvert ábótavant. Þar mega vestrænir menn ekki haga sér beint eins og heima hjá sér, verða að fara að lögum og konur sumsstaðar að bera skýlu fyrir fésinu. Mætti því fara fram á að þetta íranska hyski myndi þá drullast til að fara að siðvenjum þess fólks sem það heimsækir, en það er líklegast til of mikils ætlast.
Kerlingin mín sagði mér eitt sinn skemmtilega sögu. Hér á landi var statt ísraelskt hokkílið á einhvers konar alþjóðlegu móti. Þeir urðu hreint kolbrjálaðir af því svínakjöt var á boðstólnum á einhverju hlaðborði fyrir þáttakendur hokkímótsins. Ekki það að þeir þyrftu að éta það, þeir urðu bara alveg kexbrjálaðir af því það var á staðnum.
Sumsé, heimtufrekja og barnaskapur af verstu sort. Verst að Saddam Hussein fékk aldrei kjarnabombu, hann hefð skotið henni á Ísrael, eytt Palestínu í leiðinni, US of A hefði njúkað Írak í staðinn og tekið eitthvað af Íran með og þá væri hægt að breyta þessu svæði í ruslahauga fyrir restina af heiminum! Takk fyrir það.

Hvað um það, best að getraunast fyrst Jósi er kominn heim.

Spurt er um leikara - nú?

Hann er ætlaði upphaflega að verða íþróttamaður að atvinnu, en var rekinn úr skólaliðinu vegna lélegra einkunna.

Hann varð upphaflega frægur fyrir annað en bíóleik.

Hann hefur leikið í bíó, sjónvarpi og talað inn á teiknimyndir.

Hann hefur framleitt myndir og sjónvarpsþætti og skrifað handrit milli þess sem hann leikur.

Hann er frændi Conan O´Brian.

Hann söng Kinks-lag í bíómynd.

Hann hefur leikið í myndum sem skarta ekki verri meðleikurum en Sylvester Stallone, Woody Allen, Samuel L. Jackson, Bruce Willis, Sigourney Weaver, Woody Harrelson, Clint Eastwood, Pierce Brosnan, Robert De Niro, Christopher Walken, Cuba Gooding Jr. og alveg fullt í viðbót.

Hann lék í mynd eftir M. Night Shyamalan... rama lama ding dong eitthvað, hvernig á maður að muna hvernig þetta er skrifað!?!?!

Takk fyrir. Hver er kallinn?

Friday, July 01, 2005

Djúran

Fór á Djúran í gær. Ógeðslega gaman. Þeir voru jafnvel skemmtilegri en í London í fyrra. Lengra prógram, bandið betra, skemmtilegra krád (Íslendingar eru skemmtilegri en Bretar) og svo tóku þeir Chauffeur sem þeir tóku ekki í fyrra, ef ég man rétt.
Áfram Djúran - klappklapp klapp klapp klapp!
Lag dagsins er Tel Aviv af fyrstu plötu þeirra Duran-bræðra, instrúmental snilld sem ég hlusta á í i-poddnum mínum oft og iðulega.
Var ég búinn að minnast á að ég fór til London að sjá Djúran og ég á i-pod?

Klám

Nú fyrr í mánuðinum var Árna Magnússyni, ráðherra jafnréttismála, afhent áskorun hvar nokkrir aðilar krefjast þess að stjórnvöld framfylgi lögum þeim er hér ríkja um klám.
Undir áskorunina skrifa fulltrúar Femínistafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands, Kvennakirkjunnar, Kvennaráðgjafarinnar, Kvenréttindafélags Íslands, Samtaka um kvennaathvarf og Stígamóta.

Í fyrstalagi- KVENNAKIRKJAN!?!?! Hver andsk... Eitthvað yrði nú sagt ef ég stæði upp og ætlaði að stofna karlakirkjuna!

Kvenfélagasamtök - eru til karlfélagasamtök?

Kvennaráðgjöf - er til karlaráðgjöf?

Ekki er til andstaða við femínistafélagið, því við karlar höfum ekkert orð yfir karlaréttindi, eina sem við getum gert er að stofna karlrembusvínafélag Íslands og þá fyrst myndu þessar helv... lesbíur verða vitlausar!

Karlréttindafélag? Karlaathvarf? Ekki er þetta til. Jafnréttisráðherra mætti skoða þá staðreynd að við karlar erum á hröðu undanhaldi, missandi hvert vígið á fætur öðru og ef fram fer sem horfir missum við líka skeggrótina, punginn og bringuhárin!

Hvað um það, af hverju eru konur svona á móti tilvist kláms? Ekki er ég mikill klámhundur, en finnst samt að þeir sem vilja eigi að geta notið þess löglega að horfa á Jennu hleypa upp á sig á DVD. Rétt eins og að ég er ekki mjög gefinn fyrir fótbolta, en dettur ekki í hug að fara fram á að hann sé bannaður bara af því mér finnst hann leiðinlegur. Ég vil að hann sé bannaður af því hann er stórhættulegur!

Konur gjamma mikið um það að klám sé niðurlæging á konum og gefi óraunhæfa mynd af kvenþjóðinni. Hvað með niðurlægingu á körlum? Eru þeir ekki þarna líka? Ofan á kerlingunum?
Hvað með að klám gefi óraunhæfa mynd af körlum? Eru þeir ekki með tíu tommu beinstífa besefana út í loftið, fullnægjandi kerlingum á færibandi án þess að blása úr nös?

Ef einhver ætti að kvarta yfir að klám gefi óraunhæfa mynd af sér eru það við karlmennirnir. Ekki er ég með jafnstórt typpi og John Holmes (ég er heldur ekki dauður eins og hann) og geri mér ekki vonir um að ég geti raðfullnægt hjörð af sílíkonfylltum lauslætisdrósum eins og myndirnar gefa sterklega til kynna (er mér sagt, hemm) að við karlmenn séum fullfærir um, sama hvaða tími solarhrings sé.

Hvað segiði, hver fer verr út úr kláminu? Karlar, án þess að við þurfum að hugsa okkur um.
Hver vælir meira? Femínasistarnir. Þær geta tekið þessa áskorun hans Árna Magnússonar og troðið henni upp í rassgötin á sér!

Er annars enginn að fatta bíógetraunina?