Tuesday, July 12, 2005

Ammælídag

Fór í fertugsammæli til Adda bróður á laugardagskvöldið. Hann tók á móti okkur hjónum með barmmerki sem á stóð "ÉG ER MIÐALDRA".
Þar lék ég á gítar og söng og fékk aðstoð frá Siggu Guðna, sem er stórgóð, bévítans kerlingin.
Drakk alltoflítinn bjór og skemmti mér vel. Gaf Adda bróður m.a. Miami Vice - dvd með þremur fyrstu þáttunum í seríunni. Drakk svo bjórinn hans.
Verst að svona kerlingar í partýum einoka alltaf barinn og klósettið, auk þess sem þær spila leiðinlega músík alltof hátt. Greinilegt af hverju við karlar erum með hærri laun!

Til hamingju Arnar, það er stutt eftir hjá þér og reyndu að njóta þess.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er nú allt í góðu því ég tek seinni hálfleik með trompi. Það er sko nóg eftir. Svo máttu ekki gleyma því að ég söng með þér indælt pink floyd lag og það gerist ekki svo oft að maður sönglast eins og hálfviti. Sigga syngur kannski betur en það skiptir ekki máli. ég hef verið þunnur töluvert lengi eftir þetta og vaskað upp sautján sinnum og ekki sér högg á vatni. þú ert samt ágætispiltur.
kv, Arngrímur.

12:05 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þetta var í fyrsta - og vonandi síðasta - skipti sem ég heyri þig syngja, Arnljótur minn.
Dettum nú í það.

12:29 PM  

Post a Comment

<< Home