Monday, July 25, 2005

Bílstjórar, blogg og barneignir

Jæja, börnin góð. Mig langar til að byrja pistil daxins á að óska Bjarna Randver, uppáhaldsguðfræðingnum mínum, til hamingju með að hafa ráðið getraunina. Það var sumsé Jon Voight sem spurt var um. Hann elti nasíska glæpóna í Odessa files, lék nasískan herforingja í hinni sannsögulegu Uprising, lék Roosevelt forseta í Pearl Harbour, lék dauðan kall sem náði sambandi við dóttur sína í Tomb Raider - hún var sko slæm - og fyrir að leika glæpamanninn Óskar í Runaway Train fékk hann tilnefningu til Óskarsins. Hann, í hlutverki illa trúboðans í Anaconda, var étinn af skrýmslinu (reyndar spýtt út aftur skömmu síðar) og svo lék hann Curly Bill Brocious í Hour of the Gun, þar sem James Garner fór með hlutverk Wyatt Earp.
Svo fann hann líka upp Angelinu Jolie, sem er geðveik.

Hvað um það, mig langar líka að óska fleirum til hamingju og það kannski með merkilegri hluti en að ráða bíógetraun. Svo skemmtilega vill til að hún Igga litla var að eignast stúlkukind fyrir skemmstu og er óhætt að fullyrða að krakkinn sé alveg pottþétt stærri en mamman, enda Igga litla jafn lítil og hún er sæt og fín. Einnig tók Dísa Döbblínerbarþjónn upp á því að gjóta stúlkukind skömmu síðar og tel ég næsta víst að það sé fengur fyrir land og þjóð.
Til hamingju, bæði mæður og börn.

Svo vil ég óska sjálfum mér til lukku með að vera búinn að röfla hér á blogginu í fullt ár núna og geri aðrir betur... sem eflaust einhver gerir. Bloggið hefur hjálpað mér að halda geðheilsunni þó ýmsir vilji meina að ég hafi þá greinilega byrjað fullseint.

Nú, mig langar að skella hér inn einu sem ég kópípeistaði af textavarpinu:

"Sturla Jónsson atvinnubílstjóri segir að fyrirhugaðar aðgerðir til að mótmæla olíugjaldinu hafi fengið miklar undirtektir meðal atvinnubílstjóra. Hann segir að til greina komi að loka Reykjanesbrautinni til að trufla millilandaflug. "

Sturla, ég veit ekkert hver þú ert eða hverslags bílstjórn þú stundar, en þetta er eitt það heimskulegasta sem hægt er að gera. Einhverjir bílstjórar eru ósáttir við olíugjaldið og hafa þessvegna í hyggju að níðast á hinum almenna borgara - sem ekkert hefur með málið að gera - með því að loka einni aðalumferðargötu suðurlands! Ég hlýt, sem löghlýðinn og heiðarlegur borgari, að krefjast þess að lögreglan sekti, handtaki eða helst meisi hvern þann sem tekur þátt í svona bulli. Atvinnubílstjórar, sem ættu að vita betur, eiga ekki að taka þátt í svona bévítans sandkassaleik og þætti mér það slaga hátt í ástæðu fyrir prófmissi að vísvitandi loka fyrir umferð um Reykjanesbrautina bara til að mótmæla einhverju olíugjaldi - sem þeir sem fyrir ónotunum verða settu einmitt ekki á. Mótmælið við þinghúsið og ekki vera að þvælast fyrir.
Sturla hefur greinilega ekki hugsað út í hvaða afleiðingar svona lagað gæti haft fyrir til dæmis sjúkrabíla, slökkvilið eða bara gott og löghlýðið fólk að flýta sér. Þó einhver hafi gert eitthvað sem kemur Sturlu illa bætir það ekki rassgat að skemma fyrir öðru fólki í staðinn. Það eru smábarnastælar af verstu sort og á lögreglan alls ekki að láta slíkt viðgangast. Leyfi ég mér að stórefast um að áætlanir um svona vandalisma hafi fengið góðar undirtektir meðal atvinnubílstjóra. Ef svo er hef ég stórlega ofmetið stéttina - nema pabba minn, sem er leigubílstjóri. Hann er sko frábær. Verður seint ofmetinn.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hey Ingvar hvernig væri að hafa annað slagið gétraunir sm við konurnar (sem erum margar margar) sem lesum þig og eigum líf fyrir utan skjáinn eigum sjéns í..

kastaðu t.d fram fyrri part og svo gæti verið keppni um besta seinnipartinn..;)

2:21 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég skal taka það til athugunar þegar þú hefur sagt mér hver þú ert.
Svo væri tilvalið að þú segðir mér hvað dóttir leikarans sem var svarið við síðustu spurningu heitir. Hún er mikið í fréttum þessa dagana.

3:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Úbbósí það var óviljandi..

ég heiti Sigrún Eva

já já COMMON Angelína Júlí

6:36 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Laglegt. Reyndar stenfur það í færslunni, en rétt samt!

10:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Fíbbliððitt

þú pirrar;)

sevar

11:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

bílstjóramótmæli...eða mótmæli yfirhöfuð þurfa að vera þannig að eftir þeim sé tekið til að þau virki,þegar verið var að reisa álverið á reyðarfirði var mótmælendum úthlutað ákveðnu afgirtu svæði þar sem þeir "máttu" mótmæla held að það hafi verið fjallað örstutt um það í einum fréttatíma og svo ekki söguna meir og þeir sem mótmælin beindust að horfðu einfaldlega í hina áttina og mótmælastaða þessa fólks var frekar hjákátleg fyrir vikið.til þess að mótmæli beri einhvern árangur þurfa þau að koma við sem flesta.ég skil að fólk sé eðlilega draugfúlt yfir að lokast inni í umferðarhnút í lengri tíma,ég starfa sem dreifingarstjóri og er með nokkra bíla af flestum stærðargráðum í vinnu yfir daginn,þessa 2 daga sem mótmælin hafa staðið hafa nokkrir viðskiptavinir ekki fengið vörur afgreiddar til sín fyrir helgi því bílarnir mínir stóðu fastir í umferðateppu...skapaði þetta ekki þrýsting einsog til var ætlast?
ég er afskaplega stoltur af uppruna mínum sem íslendingur og hef í hávegum ástæður þess að þetta land byggðist á sínum tíma,hvers vegna kom fólk hingað til að byrja með?
var ekki verið að að flýja ofstjórn,kúgun,ráðríki og óeðlilega skattheimtu?
fólk hefur gleymt þessu held ég og lætur teyma sig óeðlilega mikið...það er ekki hægt að segja að íslendingar hafi svona ofboðslegt langlundargeð og "bíði" hlutina af sér einsog veðrið,mér er nær að segja að þessi þjóð hafi gleymt uppruna sínum því það er leitun að þjóð með eins mikla þrælslund og hér er landlæg.
Þræll er þræll því hann ber ótta í brjósti gagnvart valdi yfirboðara
síns,ef þrællinn hættir að virða valdið...þá hættir valdið að virka og hann verður frjáls..frjáls til að rísa upp gegn þeirri kúgun sem hann er beittur.
ertu frjáls maður Ingvar?

Kv Sigurður H

2:49 PM  
Blogger Júlíus said...

Blessaður Sturla ég vil tala við þig og kanna hvort áhugi væri fyrir þ´vi að fá búnað í bílinn/trukkinn sem sparar 20% eldsneytiskostnað.
Ef þú hefur áhuga þá getur þú talað við mig Júlíus Júlíusson s 899 9046

11:01 AM  

Post a Comment

<< Home