Saturday, July 02, 2005

Bubbi

Þó svo að Bubbi geti seint talist til uppáhaldstónlistarmanna minna, þá á hann sterka leiki. Þó mér finnist flest lögin hans ekkert skemmtileg, þá er gargandi snilld inn á milli. Þó svo sumir textarnir hans fari í mínar fínustu sökum íslenskuklúðurs (brotin loforð og brotin hjörtu - hér á landi er talað um svikin loforð og kramin hjörtu) þá leynast gullmolar inn á milli.
Sá á heimasíðu Orra Harðar einn Bubbatexta, en lagið hef ég aldrei heyrt, svo ég muni. Textinn á vel við í dag. Kópípeistaði hann af síðu Orra, vona að hann verði ekki fúll út í mig fyrir það.


Frjálsir við erum, fellum ekki dóma,
flíkum aðeins því sem tíðast ber á góma.
Oftast við reynum rjómanum að fleyta.
Reyndin er sú að við erum sífellt að leita.
Náðu þér í eyðni, þú endar á mynd.
Engin þarf að segja okkur það geti kallast synd.
Forsíðan í einn dag, framtíðin í tvo.
Síðan færðu okkar samvisku og hendur til að þvo.
Við nærum þig á hörmungum og hryllingi í dag
því heilbrigð frétt er lásí tónn og illa sungið lag.
Mannorð þitt er okkar matur, punktur, komma, strik
við myrðum þig og blásum burt sem þú værir ryk.
Geiríkur ég heiti, heillin mín góða.
Hentu í mig lyginni, kallaðu mig sóða.
Með gáfunum ég punta mig, með penna vil ég stýra.
Með prúðmennsku enginn getur selt slúðrið dýra.
Við nærum þig á hörmungum og hryllingi í dag
því heilbrigð frétt er lásí tónn og illa sungið lag.
Krossfarar við erum í klóaki með frétt
Við kennum ekki siðfræði, hvað sé rangt og rétt.

Þettavar víst gefið út fyrir allnokkrum árum og gæti útskýrt fýlu Eiríks út í Bubba.
Áfram Bubbi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home