Tuesday, July 12, 2005

Djétrauhn

Best að koma með leikaragetraun. Hver er kaddlinn?

Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd, sem hann einnig skrifaði sjálfur handrit að og lék aðalhlutverk í, fyrir rúmum áratug. Áður en það gerðist hafði hann aðeins leikið lítið aukahlutverk í bíómynd með Robert De Niro.

Eftir að okkar maður hafði gert tvær myndir var hann ráðinn í nokkuð stórt hlutverk í rosastóra bíómynd eftir rosastóran leikstjóra. Þaðan lá leiðin upp á við.

Hann hefur, fyrir utan að leikstýra, leika og skrifa handrit, tekið þátt í framleiðslu nokkurra mynda.

Hann talaði inn á teiknimynd. Þar talaði hann fyrir hvorki meira né minna en titilpersónu myndarinnar.

Hann hefur leikið í tölvuleikjum, byggðum á persónu úr bíómyndum hans. Einnig er í bígerð að gera bíómynd, hvar hann leikur aðalhlutverkið, byggða á frægum tölvuleik.

Hann er að gera bíómynd, byggða á frægri persónu úr mannkynssögunni. Hann mun leika persónuna sjálfur. Myndin mun bera nafn persónunnar.

Til eru allavega tvær aðrar myndir sem bera sama nafn, gömul mynd um sömu persónu og öllu nýlegri mynd allt annars eðlis.

Hver er kaddlinn?

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ben Stiller

Elvar

3:40 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

O, nei. Ekki einu sinni nálægt!

3:49 PM  
Anonymous monsi said...

Matt Damon

5:18 PM  
Anonymous Jósi said...

Vin Diesel.

6:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Brús Kampel

elvar

12:05 AM  
Anonymous Anonymous said...

..semsagt ívúl ded gaurinn. hann heitir Brús Kampel, er það ekki?

elvar

12:06 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var Vin Diesel. Jósi vann.

10:07 AM  

Post a Comment

<< Home