Tuesday, July 19, 2005

Duglegi kallinn!

Ég er duglegi kallinn! Eyddi kaffitímanum mínum í að breyta þunglyndissvörtum bakgrunni bloggsins míns í svona gullfallegt sjálfstæðisblátt og himneskt augnakonfekt, auk þess sem ég setti inn línka á nokkra helstu vini, kunningja og samstarfsmenn. ALVEG SJÁLFUR!
Ég er gersamlega að vinna bug á tölvuheftingnum sem hefur hrjáð mig frá því ég skipti Commodore 64-tölvunni minni fyrir Westone rafgítar ´86, sælla minninga.

Mikið er ég snjall. Nú þarf ég bara að læra á Cubase og Pro Tools... eða fá mér kasettutækið frá Korg.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kunni nú afskaplega vel við þunglyndislega bakgrunninn, en þessi er ossafínn þó að ljósblár sé ekki alveg minn litur - meira svona bleiiiiik ;)

-eve-

9:41 AM  
Blogger Jimy Maack said...

hey.. vantar link á Jimy í Coburn.. :P

þá skal ég setja link á Ingvar Dónabúðing

9:48 AM  

Post a Comment

<< Home