Sunday, July 03, 2005

Föstudagsklúður

Sælt veri fólkið.
Gærkveldið var spltið spes; eins og Vala Matt myndi orða það. Uppgötvaði klukkan hálfellefu, meðan við hjónin vorum að horfa á Tremors-þáttinn, að ég átti að vera að spila á Dubliner tveimur tímum seinna. Kallaði á Binna bassa og við lékum þar til rúmlega fjögur.
Hitti Albert, gamlan vinnufélaga minn og uppgjafagítarleikara. Gott hjá honum að verða bráðgáfaður og fá sér almennilega vinnu þar sem maður þarf ekki að vera vakandi fram á morgun í reykjarkófi innan um sauðdrukkna Bubbaaðdáendur.
Svo hitti ég hann Valda, sem var í KFUM á Akureyri á sama tíma og ég. Blöðruðum frá okkur allt vit. Indælt kvöld.
Nú, ég er að leika ásamt fríðu föruneyti hringsins í kvöld á Amsterdam. Eiginlega ekki í kvöld, meira í fyrramálið, þetta er svo seint allt þar á bæ. Byrjum upp úr klukkan eitt, spilum til svona sirka sólarupprásar.
Nenni ekki getraun, Jósi vinnur alltaf.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

????

Jósi vinnur nú ekki alltaf...
Ég skal þó viðurkenna að getraunin er nú reyndar farin að snúast meira um það hvort maður nær að vera á undan Jósa :oS

Elzti vinur þinn

12:56 PM  

Post a Comment

<< Home