Friday, July 22, 2005

Föstudagur

Gaman að vera til í dag, sérstaklega þegar maður er í mat. Er að spila í kvöld uppi í Grafarholti, sem er á mörkum hins byggilega heims. Vona að það verði jafn gaman og í gær á Döbblíner, hvar Andri unglingur (hinn reykvíski, ekki afleysingatitturinn á Akureyri) varð ofurölvi og gerði hosur sínar grænar fyrir innfluttri konu frá Asíu, Eysteinn, Ingimundur og Dan Cassidy ásamt frú kneyfuðu mjöðinn og létu öllum illum látum og almenn gleði var við völd. M.a.s. Kalli litli í búð Tóna kom og gaf mér stubbaknús.

Hvað um það - getraun!

Hver er leikarinn?

Hann reykti hamp allt sitt líf eins og hann ætti lífið að leysa - sem kom líka á daginn því hann dó úr lungnakrabbameini.

Hann sagði að það væri "niðurlægjandi og viðurstyggileg atvinna" að vera leikari.

Hann lék eitt sinn mann sem ætlaði að myrða systkin - lítil börn. Leikstjóri þeirrar myndar þoldi ekki börn og því leikstýrði okkar maður öllum atriðum þar sem börnin - fórnarlömb hans - komu við sögu.

Hann sat eitt sinn í fangelsi.

Hann spilaði á saxófón.

Hann lék í mynd með Sylvester Stallone.

Jæja, krakkar - hver var kallinn?

3 Comments:

Anonymous Jósi said...

Robert Mitchum.

1:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

O, jú. Svo er víst. Verð að koma með einn erfiðan við tækifæri.

1:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú ert nú meiri dallurinn....

5:45 PM  

Post a Comment

<< Home