Tuesday, July 26, 2005

Getraunir fyrir konur og karla

Tel næsta víst að Jósi sé í fýlu við mig fyrst einhver annar réð síðustu bíógátu. Því vil ég biðja hann afsökunar aftur á að hafa kallað hann kommaskratta, ég meinti það ekki.

Best að skjóta fram getraun til að freista hans.

Spurt er um leikara.

Hann giftist konu sem var áður gift rokkgítarleikara og ber enn eftirnafn hans.

Hann var fyrstur til að leika í tölvuleik. Ekki bara tala inn á tölvuleik, heldur voru hreyfingar hans skannaðar inn.

Hann lék í Twilight Zone.

Eitt af hans fyrstu hlutverkum í bíó var í stórmynd með Paul Newman. Eftir það fékk okkar maður aðalhlutverk í gríðarvinsælum sjónvarpsþáttum.

Hann og eiginkona hans skildu, en eftir skilnaðinn lék hann með henni í mynd. Þar skaut hún hann í hausinn til að stela af honum skartgrip.

Sagt er að hann hafi náð hundrað milljón dollara launum fyrir eina mynd, þar sem hann vann upp á hlut.


Hver er kallinn?

Verðlaun eru pylsa með áleggi að eigin vali á Biggabar ásamt drykkjarföngum einhverntíma þegar ég er í kaffi.

Einhver stúlkukind, sem láðist að kynna sig með nafni, bað um getraun fyrir konur í kommentasýstemi síðustu færzlu.

Getraun fyrir konur:

Nefnið fimm hluti sem konur fundu upp.

Takk fyrir.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Atómið-þjófalykilinn (til að dýrka upp lásinn á skýrlífsbeltinu)og í stuttu máli..
1000 aðferðir til að láta kalla gera allt þá meina ég allt.. sem við vijum..það er nú það minnsta sem hægt er að gera leyfa þeim að láta þá halda að allar bestu hugmyndirnar séu frá þeim komnar..as if..hehehe..

Sigrún Eva

6:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er þetta það besta sem þið getið komið með??? Þetta er fjári lélegt til þess að komast hjá svari!!! ;)
Gunnar

7:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tom Selleck Wium

8:01 PM  
Anonymous Jósi said...

Bruce Willis.

Og ég er ekki í fýlu. Meira svona að átta mig á að þú virðist ekki taka neitt alvarlega. Þú lifir fyrir að trölla hérna inn einhverju rasista/karlrembu/umhverfisfasista bulli, teknu beint frá sjálfstæðisframsóknarflokknum og flissar síðan yfir því þegar fólk eins og ég bítur á agnið og reynir að rökræða við þig.
T.d. það að kalla kárahnjúkalónið "uppbyggilegan og smekklegan landslagsarkítektúr" er ekkert nema djóktilraun til að fá fólk til að rífast við þig. En sum mál eru langt frá því að vera fyndin. Sérstaklega stórslysið sem er í gangi fyrir austan.

1:14 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég tek sumt reyndar mjög alvarlega. Hinsvegar finnst mér bara bygging álvers og þ.a.l. vatnsaflsvirkjunar vera ágætismál.
Vil einnig benda á að það voru ekki bara D og B sem voru hlynnt því, S skrifaði líka undir. Reyndar ekki fyrr en eftir skoðanakönnun, en skrifuðu samt undir.
Þó svo framkvæmdin - og þá partur Ítalanna að miklu leyti - hefði getað farið mun betur fram er það, að mér finnst hið albesta mál að hefja þarna stóriðju og það hefur hreint ekkert með flokkspólítískar skoðanir eða karlrembu að gera.
Málflutningur beggja aðila, þeirra sem hlynntir eru stóryðju og svo mótfallnir, hefur hinsvegar verið það ýktur og öfgakenndur á tíðum að skrif mín eftir nokkra bjóra hér um daginn voru mun málefnalegri en margt það sem komið hefur út úr hærra settum aðilum bláedrú í fjölmiðlum.
Vil hinsvegar taka skýrt fram og greinilega að ég er ekki endilega á því að reisa ál og kjarnorkuver við sérhvern tanga og fjörð, þó ég sé mjög ánægður með þetta tiltekna dæmi fyrir austan.

10:17 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

GLeymdi einnig alveg að taka fram að vissulega var svarið hjá þér rétt, þetta var að sjálfsögðu Bruce Willis.

10:20 AM  

Post a Comment

<< Home