Thursday, July 14, 2005

Þingmenn á kókaíni

Stefán Máni held ég hann heiti, rithöfundurinn sem segist hafa það eftir sölumanni dauðans að allavega einn þingmaður sé á kókaíni. Tel ég mestar líkur á að sá sölumaður dauðans sem segir þeta - sé hann til á annað borð - hafi notað eitthvað af síns eigins efni og orðið sér út um athyglissýki og þessvegna logið þessu blákalt. Með því er ég ekki að segja að ég telji fullsannað að ekki nokkur einasti meðlimur hins háa alþingis sé viðriðinn notkun á ólöglegri ólyfjan, en ég tel víst að ef einhver sölumaður blaðrar því í rithöfund sé hann pottþétt að ljúga úr sér lungun.
Ef einhver þingmaður er að moka í nefið á sér áðurnefndri ólyfjan tel ég hinsvegar fullvíst að það sé minn pólítíski andstæðingur númer eitt, Steingrímur Joð Sigfússon. Hann talar þarna manna mest og ætlar í þokkabót að labba yfir allt bévítans landið í sumarfríinu sínu! Þetta er augljóst sem augljóst getur helst orðið.
Annars eru nokkur einkenni kókaínnotkunar á alþingi - blaður, leiðindi, ekki til fjármagn fyrir nauðsynlegum hlutum því peningarnir fóru í vitleysu, mikilmennskubrjálæði, vantraust eða jafnvel paranoja og svo mætti lengi telja.

Hvað um það - leikaragetraun!

Spurt er um útlenskan leikara - gamlan og góðan.

Hann hefur farið með fast hlutverk í tveimur af vinsælustu sjónvarpsþáttum ever.

Hann lék einn frægasta einkaspæjara ever.

Hann hefur leikið í myndum með tveimur Bond-leikurum. Eða fleiri. Kannski.

Hann lék í Agatha Christie-mynd.

Hann hefur deilt hvíta tjaldinu með, auk Bond-leikaranna, Harvey Keitel, Donald Sutherland, Julia Roberts, Arnold Schwarzenegger, William Holden, Anthony Hopkins og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann lék í Stephen King-mynd.

Hver er kallinn? Jósi!?!?

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Brús Willis jeppi?

Kv.
Sigurjón.

7:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fritz Wepper? (grín)

Orgelið

9:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sigurður Kári er á kóki... Þó svo hann sé kærastinn þinn og flokksbróðir.

Egill

10:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kiefer Sutherland.

Kv.
Frosti Smakk

11:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Smá djók. Ég giska á Elliot Gould. Ef það er ekki hann þá er þetta örugglega
Bob Hoskins, James Caan, Peter Ustinov, Robert Mitchum eða James Cromwell.
Takk;)
Frosti

12:11 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Sir David Niven?

Veit ekki hvaða alþingismaður það er. en ég held reyndar að þeir séu allir á Krakki því annars væri klakinn ekki í þeim molum sem hann er í dag.

En í Alþingismannagetrauninni ætla ég að skjóta á Guðlaug Þór.. enda hefur hann öll einkenni, rétt eins og Sigurður Kári sem hefur eftirfarandi einkenni a)hann er sjálfstæðismaður b) hann er metró-pakk-sem-hangir-á-lélegum-börum c) hann er sjálfstæðismaður...

9:27 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Frosti hafði það, þetta er nebblega Elliot Gould.
Af hverju segja allir að klakinn sé í molum? Hér hafa aldrei verið fleiri tækifæri fyrir menn að koma sér áfram og afla sér menntunar, svo ekki sé talað um að nýta þá menntun til einhvers uppbyggilegs, fólk hefur aldrei haft það jafn gott, atvinnuleysi er lágt og almenningur hefur aldrei haft jafn mikið milli handanna. Þeir sem væla eru bara kommúnistapakk sem nennir ekki að vinna og ætlast til að sósíalinn sjái um að þeir hafi það jafn gott og við hin sem vinnum 10 tíma eða meira á dag.
Hommar alltsaman.
Til hamingju Frosti - er það nokkuð Þorsteinn annars, eða hvað... hver er Frosti?
Annars með þingheim - ætli þeir eigi eitthvað?

10:09 AM  
Blogger Jimy Maack said...

vegna þess að verkalýðurinn hefur það ekki gott, við eigum ekki að þurfa að vinna 10 tíma á dag til þess að geta lifað, ég vinn sjálfur uþb 13. Verkalýðsfélögin eru þéttsetin hræsnurum frá a-ö og það er ömurlegt að reyna að berjast fyrir rétti sýnum til mannssæmandi kjara.
Náttúran er lítilsvirt jafnhandan af Femínistum og Sjálfstæðismönnum og ég er ekki frá því að þetta sé í molum

10:34 AM  

Post a Comment

<< Home