Tuesday, July 05, 2005

Innrásin frá Mars

Fór ásamt kerlu að sjá Tom Cruise berjast við geimverur í bíó. Myndin er yfir meðallagi, en engin snilld. Eitt atriði er stingandi, þegar öll heimsins rafmagnstæki eru óvirk, geimverurnar koma með offorsi og einhver vegfarandi er að taka allt upp á digital vídeókameru!!! SEM ER RAFMAGNS!!! AAAAARRRRGGGH!!!
Atriðið með Tim Robbins var líka einskær og leiðinlegur óþarfi, þó Tim, vinur minn, hafi verið flottur þannig. Bara óþarft og dró myndina niður. Samt var margt ógeðslega flott, tæknibrellur oftast á heimsmælikvarða miðað við höfðatölu og ræman passlega ógeðsleg. Handsprengjuatriðið var alveg í mínum garði. Æðislega yfir sig. Ég var kátur með það. Tvær og hálf stjarna af fjórum.

Sá annars rírönn á Jay Leno í gær þar sem Thomas Cruise Mapother gerði sig að algjöru fíbbli meðan hann talaði um nýju kærustuna sína, sem er einmitt helmingi yngri en fyrsta eiginkonan hans, Mimi Rogers. Og ekki jafn falleg. Svakalega er ég gamall.

Annars kom bassaleikarinn úr Queens of the Stone Age í búðina áðan og bauð Kalla og Jóni á konsert í kvöld fyrir góðan sörvis. Ég var í mat. Alltaf jafn heppinn...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home