Wednesday, July 06, 2005

James Coburn og meiri getraun

Langar að taka fram að Jósi vann síðustu getraun og það var enginn annar en James Coburn sem spurt var um. Hann fékk Óskar fyrir Affliction, þekkti, lærði hjá og reykti dóp með Bruce Lee og lék nasista í Cross of Iron sem var leikstýrt af Sam Peckinpah.

Hvað um það – meiri getraun.

Leikari dagsins er af grískum ættum og ber grískt ættarnafn. Leikaranafn hans er stytting af því raunverulega nafni.

Hann lék illmennið í einni af vinsælustu bíómyndum sögunnar.

Hann er fráskilinn.

Hann, eins og Burt Reynolds, er sköllóttur og ber kollu í flestöllum sínum myndum.

Hann hefur leikið geðveikan morðingja, umboðsmenn rokkstjörnu í sannsögulegri mynd, smábófa á flótta, útsendara djöfulsins og verulega afbrýðisaman kærasta, auk þess sem hann hefur talað inn á teiknimyndir.

Hann lék í Drakúla-mynd, þar sem sonur mjög frægs kvikmyndaleikara lék Drakúla.
Sá sem þar lék vampíruna er þó ekki nándar nærri eins frægur og pabbi sinn, sem var ein alstrærsta kvikmyndastjarna heims um tíma.

Okkar maður hefur aldrei fengið Óskar, bara MTV Movie Awards. Greyið.

Hver er kallinn?

Kók og Nizza í verðlaun.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er það nokkuð Billy Zane???

Elzti vinur þinn

8:40 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

This comment has been removed by a blog administrator.

10:12 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þetta er enginn annar en hárgreiðslubróðir þinn William George Zanetakos Jr., vondi kallinn í Titanic, sem lék geðveikan morðingja í Dead Calm og umboðsmann Hendrix í myndinni Hendrix, fór að veiða vampíru í Vlad (hvar Francesco Quinn lék Drakúla), lék smábófa á flótta í Blood and Concrete - sem er frábær - og útsendara djöfulsins í Demon Kight.
Ég fíla hann.

10:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað var um stóra kók að ræða og hvernig nizza?

Elzti vinur þinn

10:15 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Tvö grömm af kóki og borgin Nice í Frakklandi, oft kölluð Nizza.

2:57 PM  
Blogger Denni said...

mmm köld kók og nizza með hnetum og rúnínum...

3:44 PM  
Anonymous Jósi vandvirki said...

En hann hefur aldrei fengið MTV Movie Award!

7:57 PM  

Post a Comment

<< Home