Tuesday, July 05, 2005

Jósi vann

Jú, þetta var hann Burt Reynolds sem spurt var um. Jósi hafði það.

Hvað um það, við gefumst ekki upp og spyrjum um annan leikara og alls ekki síðri.

Hver er kallinn?

Hann lést fyrir u.þ.b. þremur árum úr hjartaslagi þegar hann sat í mestu makindum heima og var að spila á flautu.

Hann stundaði bardagaíþróttir og þótti fyrirtaks kung-fu kall.

Fékk Óskarsverðlaun stuttu fyrir dauða sinn fyrir að leika verulega illa innrætta fyllibyttu.

Hann lék í myndum með Steve Buscemi, Christial Slater, Kiefer Sutherland, Cuba Gooding Jr., Nicholas Cage, Bruce Willis, Billy Cristal og mörgum fleirum.

Hann á son sem heitir sama nafni og hann.

Hann lék nasista í gríðargóðri stríðsmynd, sem var leikstýrt af leikstjóra sem hann lék nokkrum sinnum fyrir.

Einn fremsti bardagalistamaður heims var mikill vinur hans og kenndi honum víst heilan helling. Okkar maður sagði í viðtali skömmu fyrr dauða sinn að þeir hefðu æði oft reykt ólyfjan saman og haft gaman af.

Hann samdi músík og voru nokkur lög eftir hann gefin út.

Hver er kallinn?

3 Comments:

Anonymous Jósi said...

James Coburn.

7:33 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, já, þessi var líka skítauðveld...

10:18 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Damn.. ég missti af þessu, en þetta var ALLLTOF auðvelt..


hey.. hvað segiru um að spyrja fleiri spurninga um eitthvað sem tengist nöfnum á hljómsveitum sem ég hef verið - er í....

11:07 AM  

Post a Comment

<< Home