Tuesday, July 19, 2005

Jude Law and Order

Nú, þeir segja að Jude Law hafi með athæfi því sem rætt var um hér fyrir tveimur greinum síðan misst frá sér unnustuna, hina yndisfögru Sienna Miller. Hún stökk víst burtu og skyldi engan undra. Hann sér þó eftir hegðan sinni og er óhuggandi, ef marka má mbl.is.
Hvað um það, lá vakandi langt fram á nótt og horfði á Dead Zone-þættina. Ekki jafn slæmir og sumir héldu fram - langt frá því jafn góðir og myndin. Það er nú bara þannig að Anthony Michael Hall er enginn Christopher Walken - jafn augljóst og að Biggi í Maus er enginn Bó Hall.

Nú, best að opna sjoppuna. Annars er ég að spila með minni gömlu hljómsveit, Smack, á laugardagskvöldið í brúðkaupi Lalla flugumferðarstjórnarkalls. Það verður eflaust gaman, gleði og skemmtilegheit. Verst að Jörgen Jörgensen er ekki með, en maður kemur í manns stað og Ingó frændi (þ.e.a.s. frændi eiginkonu móðurbróður míns) plokkar bassann. Ef hann verður með sjö strengja bassann sinn þá lem ég hann til dauðs með honum.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kæri frændi.
Ég var að lesa pistilinn þinn "jude law and order, part 1" og sá að þú segist EKKI vera rammöfugur attaníossi !!
Ég hélt að ef maður er ÖFUGUR attaníossi þá hljóti maður að vera streit..

má maður eiga von á tilkynningu fljótlega???

Hjörtur frændi

12:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Kæri Hjörtur frændi.
Attaníossar eru öfugir. Ég er ekki svoleiðis.
Því verðurðu að leita annað.
Ingvar.

1:54 PM  

Post a Comment

<< Home