Monday, July 18, 2005

Jude Law

Í fyrra fór ég á Dúrantónleika í London, eins og ég hef margoft komið að hér á blogginu. Ekki lítið grobbinn af því. Í þeirri ferð sá ég sjálfan Jude Law í hljóðfæraverslun við Denmark Street og varð hæstánægður með að hann er minni en ég. Fannst hann stórglæsilegur á velli og öðrum mönnum fegurri - ekki það að ég sé neitt rammöfugur attaníossi, en sumir menn eru einfaldlega fallegri en aðrir, eins og Jude Law og ég.
Nú sé ég það að ég hefði betur átt að ganga í skrokk á mannhelvítinu og buffa hann svolítið til, kýla hann kaldan og girða niður um hann og rassskella. Haldiði að mannfýlan, þessi hálfguð, hafi ekki verið að halda framhjá heitkonu sinni, Sienna Miller - og það með barnapíunni sinni!

Hvað um það - leikaragetraun!!!

Spurt er um leikara.

Hann hefur leikið prest með allsérstæðar skoðanir, stjórnarformann tóbaksfyrirtækis, lögfræðing, lögreglustjóra, rannsóknarlöggu og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann hefur leikið í allnokkrum kábojmyndum.

Hann var í landgönguliði bandaríska hersins.

Hann hefur fengið tvo Óskara.

Hann hefur leikið á móti Viggo Mortensen, Leonardo Di Caprio, Leslie Nielsen og James Woods.

Þetta er feykinóg af upplýsingum, hver er kaddlinn?

8 Comments:

Blogger Stebbi Bollustrákur said...

örugglega annað hvort:
Benjamin Bratt eða Michael J. Fox.. nei heyrðu Lou Daimond Philips...
NEI.. ég veit Anthony Michael Hall, sem lék í Weird Science og Breakfast Club. Nei hvernig læt ég auðvitað er þetta Casper Van Dien!!!

1:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ber nú einnig að nefna það að Anthony Michael Hall lék líka í Dead Zone sjónvarpsþáttunum sem gáfu myndinni ekkert (í meiningunni rosalega) mikið eftir.
Fjárfesti í þáttunum um daginn á DVD. Myndina á ég bæði á DVD og VHS... ætla að kaupa hana á laserdisc, BETA og V2000 ef ég bara finn hana.
Annars er þetta svo rangt hjá þér að mig verkjar í augun!
Ef einhverntíma Casper Van Dien fær Óskarsverðlaun mun ég kæfa alla meðlimi kvikmyndaakademíunnar bandarísku með kodda. Alla með sama koddanum. Hann verður skítugur og illa lyktandi!

1:56 PM  
Anonymous Jósi said...

Gene Hackman.

2:51 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Frank Oz

3:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jósi vann. Það var Djín Hakkmann.

4:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er hann MINNI en þú...púff þar duttu stjörnurnar úr augunum..

ertu vissum að þjónustan við Jude hafi ekki verið inní starfslýsingunni eða kannski bónus við kaupið..

En já það er ljótt að halda framhjá..skammastuðín Jude

4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sigrún Eva..

4:31 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Minn veit um fullt af kellingum sem væru til í að þrífa hjá honum daglega gegn aðeins því að fá drátt hjá litla kallinum annað veifið. Þannig að þetta gæti hafa verið kaupið, ekki partur af því, sko.

5:45 PM  

Post a Comment

<< Home