Wednesday, July 20, 2005

Kennaraperri

Rak rétt í þessu augun í frétt á mbl.is. Þar segir frá 24 ára kennskukonu í BNA, sem er fyrir rétti, sökuð um að hafa átt mök við 14 ára dreng sem hún kenndi í skóla.
Lögfræðingur kerlu kveður hana of fallega fyrir fangelsi, segir að svo gullfalleg stúlka verði þar illkvendum að bráð. Kveður það líkt og að henda hráu kjöti fyrir úlfa að fleygja svo fögru fljóði í dýflissu.

Með öðrum orðum - þar yrði hún hjálparlaust kynlífsleikfang í höndum sér eldri kvenna...

RÉTT EINS OG 14 ÁRA STRÁKURINN SEM HÚN REIÐ!!!

Þetta hljómer svolítið eins og "Ég vil ekki fara í fangelsi, en ég bara reiknaði ekki með að nást þegar ég framdi glæpinn, svo ekki stinga mér inn!".

Tussa.

6 Comments:

Anonymous stebbibollustrakur said...

Bruce Willis??

2:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Neibb

2:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heppinn þessi 14 ára :)
Gunni

2:57 PM  
Blogger Jimy Maack said...

hvar voru bráðfallegu 24 ára gömlu kennslukonurnar sem vildu hoppa í bólið með manni þegar maður var 14 ára.... ... líkast til hvergi nærri því maður á erfitt með einbeitingu nú þegar eldri og reyndari, en hann er náttúrulega á hormónasprengjualdri og hún er beib sem lét undan.. gallinn er að þetta er ólöglegt og dobbul standard. Ekki myndi ég sofa hjá grunnskólastelpu, not for all the weed in holland.. en ég verð að játa að ég þekki ekki málið nóg til að dæma, ég sá mynd af henni og hún er ekki of falleg til þess að fara í fangelsi, ekki ljót, en ekkert svakabördí.. væri fín í porno...

2:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ameríkanar!!zzzííísshh..

er ekki hægt að flokka fólk bara niður í fangelsin eftir fegurð??

Sigrún Eva

3:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er nú ekkert viss um að hann sé neitt voðalega heppinn þessi 14 ára. Gæti alveg mögulega haft einhverjar miður skemmtilegar afleiðingar fyrir sálarlíf hans í framtíðinni.
Svo er ég nokkuð viss um að fáir myndu segja "heppin stelpa" ef 24 ára karlkyns kennari hefði skroppið nokkrum sinnum á 14 vetra skólastelpu, sama hvað hún hefði verið til í það.

3:35 PM  

Post a Comment

<< Home