Sunday, July 17, 2005

Laugardagskvöld

Fréttakonan og femínasistinn sem ég kommenteraði hjá vill víst ekki að ég kommenti hjá henni meir. Því kvaddi ég hana og vinkonur hennar (sjá á netslóð í síðust færzlu) og skrifa því aðeins hér á míns eigins bloggi um skuggahliðar femínismans og annarra misréttispólítíkur.
Skemmtilegt frá því að segja að Stebbi Stuð og fleiri eru einmitt að lána Snoopy fullt af græjum og dóti. Gaman fyrir Snoopy, fá fullt lánað fríkeypis og svo gríðarlega fríkeypis auglýsingu í formi væls frá femínistum. Gaman að sjá hvort þær opna munninn eitthvað ef Pink kemur hingað aftur,en hún einmitt LAMDI tylft manna í Trouble-myndbandinu. Það er verra að berja fólk en að kalla einhverja bitches and ho´s.
Hvað um það, er að spila á Döbb með Binna bassakaddli á eftir, fjölmennið. Ég ætla að fá mér Guinness og íslenskt brennivín því ég er karlmaður.

Fyrst þarf ég samt að vaska upp og fara út með ruslið.

Jú, ég er skeggjaður og kafloðinn á bringunni!!!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hey Ingvar!

Ég var buin að segja: 'allt of mikið af brunkum og straujuðum kommentum'. 'eg fæ mér bjór með þér, er byrjaður...verð fookkiings væntanlega skammaður fyrir að byrja of snemma(eða bara byrja með þér).Kem heim á morgun og var búin að versla Jimmy Hendrix og Emmelíu skvísu. Janis líka, ef einhver fílar hana.

11:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleymdi ad lata nafnid fylgja.

Kv.
Sigurjon.

4:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

já það verður nú að segjast að oft hefur manni klæjað í fingurnar að svara þér fullum hálsi á blogginu þínu..ertu viss um að þú viljir það??

K.kv

Sigrún Eva kona frænda þíns

1:12 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gersovel, Sigrún Eva. Skjóttu.

2:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir skotleyfið;)

mun nýta mér það næst þegar ég sé ástæðu til..bara svona nett

K.kv

SevaR

9:07 PM  

Post a Comment

<< Home