Friday, July 15, 2005

Logi Svefngengill

Ég er orðinn Logi Svefngengill. Vaknaði í nótt, að ég held um hálffjögurleytið, við það að ég var með sígarettu og kveikjara í höndunum að opna ísskápinn og ná mér í dós af Tuborg. Ber að geta þess að ég reyki eiginlega aldrei nema þegar ég fæ mér í glas og tel þetta því vera merki um það að nikótínfíknin sé að ná tökum á mér. Mér var svo gríðarlega brugðið að ég hreinlega varð að ná mér niður - og hvað er betra til þess en einmitt bjór og sígó? Horfði á Runaway með Tom Selleck og Gene Simmons og fór svo aftur að sofa. Átti að skila henni á sunnudaginn.

Var annars áðan að setja inn komment á bloggsíðu Þóru Tómasdóttur femínista. Vona að þessi ágæta kona - sem ég þekki bæ ðö vei ekki neitt - verði mér ekki reið fyrir að vera ósammála henni. Hún má hinsvegar vera mér reið fyrir að ég sé leiðinlegur. Ég get tekið því.

http://thoratomas.blogspot.com/2005/07/hryssan-hneggjar-tvinu.html

Lesið endilega, en passið ykkur.

4 Comments:

Anonymous Silja said...

Ég verð nú bara að segja að ég er ánægð með þig! Þannig að ég tók mig til og studdi málstaðinn þarna í comment-unum hehehe ;)

6:19 PM  
Blogger Jimy Maack said...

ég líka.

en til hamingju með nikótínið

9:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vááááá...Þarna er mikið um brunkur og straujaða kommenta.

Sigurjón.

12:41 AM  
Anonymous Halli Holm said...

Það er komin timi til að þú gerir einhvað að viti sóðastrákur...
Reyndu svo að taka á þessu og byrjaðu bara að DREKKA

7:41 PM  

Post a Comment

<< Home