Tuesday, July 26, 2005

Meira af bílstjóravandalisma

Fréttir af áætlunum atvinnubílstjóra um að níðast á saklausum ferðalöngum vegna hækkunar á olíugjaldi eru ekki hressar. Yfirmenn lögreglunnar segja jú að það verði ekki liðið að aðalumferðaræðarnar út úr bænum verði stíflaðar í nokkrar klukkustundir en það má gera ráð fyrir að það taki nokkurn tíma að koma skemmdarverkamönnunum frá þegar þeir á annað borð hafa lagt bílum sínum úti á miðri götu, saklausum borgurum til ama og leiðinda.
Sturla Jónsson, sem ég minntist á í fyrri pistli, segir bílstjóra hina baráttuglöðustu og segir að allt af 50 atvinnubílstjórar muni stífla tvær aðalumferðaræðarnar út úr bænum fimmtudag eða föstudag.
Sjálfur er ég ekkert svo ýkja hrifinn af hækkun olígjalda eða mætti kannski frekar segja að ég er ekkert ýkja hrifinn af eldsneytisverðinu almennt. Því hef ég ákveðið að motmæla háu eldsneytisverði með því að grýta kyrrstæða leigu- og sendibíla á Vesturlandsvegi annaðhvort á fimmtudag eða föstudag og jafnvel skera á fáein dekk, svona fyrst það virðist vera móðins að láta mótmælin bitna á þeim sem ekkert hafa með málið að gera.
Einhver með?

6 Comments:

Anonymous Andri Lundgren Ólafsson said...

einlægar baráttu og
skerádekk(kveðjur) frá höfuð-stað norðurlands....

1:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakkaðér. Ætli ég láti mér bara ekki nægja að hringja í lögguna, ég ber enn þó nokkuð traust til þeirrar stofnunar. Þeir geta sektað eða fjarlægt ólátabelgina.

1:33 PM  
Anonymous Andri Lundgren Ólafsson said...

eða við gerum okkur bara ferð að Stekkjargerði 122f í Hafnarfirði þar sem Sturla Jónsson vandalisti hefur búskap sinn og hlekkjum okkur við bílinn hans... ásamt umræddum dekkjaskurði...

1:38 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eða leggjum það bílum okkar í góðra vina hópi fyrir framan bílastæðið hans svo hann komist hvorki fram né aftur - og ætti þar með að átta sig á hvað þetta gæti verið pirrandi.

1:43 PM  
Anonymous Andri Lundgren Ólafsson said...

Við nátttlega megum það ekki hann er jú atvinnubíl-stjóri og þeir hafa víst nóg að hugsa um hagsmuni sína sökum olíugjalds á diesl... fuck the system!

2:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég kem með!
Frosti

5:57 PM  

Post a Comment

<< Home