Friday, July 15, 2005

Meira röfl um verkalýðsfélög og opið bréf til femínista

Ég gæti hreinlega lamið mig fyrir að gleyma, í röfli mínu um verkalýðsfélög, að minnast á lífeyrissjóðina. Er það ekki ennþá þannig að ef ég dett niður dauður á 67. afmælisdaginn minn - daginn sem ég á að fara að fá greitt úr lífeyrissjóðnum - fá erfingjar mínir ekki krónu, heldur hirðir lífeyrissjóður verkalýðsfélagsins allt heila klabbið? Er það ekki? HA?
ER ÞAÐ RÉTTLÁTT? ER ÞAÐ EKKI ÞAÐ SEM HEILBRIGT FÓLK KALLAR ÞJÓFNAÐ?

Hvað um það, hér er opið bréf til femínistanna, eða öllu heldur femínasistanna, sem eru að grenja (því það er það eina sem þær geta) yfir Snoop Dogg og meðferð hans á kvenfólki í textum sínum og myndböndum. Þær - og stundum þeir (hversu mikil kerling getur karl orðið) eru mætandi í útvarp, sjónvarp og blöð að hvetja fólk að sniðganga blökkumanninn því þeim finnst hann vera karlrembusvín.

Kæru femínasistar:

Hafið þið séð myndbönd með kvennahljómsveitum? Ég veit að þau myndbönd eru færri, sem hefur með það að gera að konur kunna ekki á hljóðfæri, en þessi myndbönd eru jú samt til og eru sýnd á sjónvarpsstöðvunum. Það er ekki eins og karlmenn séu þar ætíð í hæstu virðingarstöðum, o, nei. Til að taka til eitt dæmi af fjölmörgum, þá vil ég nefna myndbandið við lagið "Lost in you" (held ég fari rétt með titilinn) með sönghópnum snoppufríða Sugababes. Þar eru kalmenn njörvaðir niður í leðri, sullað yfir þá vatni úr skúringafötum og ég veit ekki hvað og hvað, nothæfir í augum söngkvennanna til þess eins að vera kynlífsleikföng. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum, en ég varð ekki var við að karlrembufélagið Testósterón hafi mætt í viðtöl vælandi til að fá fólk ofan af því að mæta á tónleika tríósins hérlendis þegar þær mættu á klakann. O, nei. Ég tók þetta ekkert nærri mér persónulega.
Myndbönd við lög kvennahljómsveita (sem oftast eru þó samin af karlmönnum, ætti að segja manni eitthvað) eru síst skárri í garð karla en myndbönd Snoop Dogg eru í garð kvenna.
Viðurkennið það bara, þið eruð bara fúlar út í rappheiminn því eini kvenkyns rapparinn sem notið hefur einhverra vinsælda er komin í fangelsi.
Vil taka það fram að ég er svosem enginn antífemínisti þannig, mér finnst alveg fullkomlega réttlátt að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu og allt svoleiðis, sama hvort það er karl eða kona og sama hvernig það er á litinn, hvaða kynhneygð og trúarskoðanir það hefur (nema Vottar, mín reynsla af þeim er að þeir séu yfirleitt svo leiðinlegir), en þetta bull að mæta í fjölmiðla og hvetja fólk til að sniðganga einhvern listamann (þarna nota ég orðið "listamaður" í albreiðustu merkingu þess orðs) af því hann er karlrembusvín finnst mér hreint asnalegt.
Kærar kveðjur:
Ingvar V.

En svona er málfrelsið, femínistar mega þetta víst... og ég má líka röfla hér...

2 Comments:

Anonymous Andri (Lundgren) Ólafsson said...

Ekkert í heiminum gleður mig meira enn þegar menn viðra neikvæðar skoðanir sínar í garð femínista... það er víst nóg að endalaust sé verið að röfla um kynbundin launamun svo ekki sé farið að blanda tónlist og tónlistar(mönnum) í umræðuna.

Lifi ljósið....

11:26 AM  
Blogger Jimy Maack said...

rétt til getið. Þær kunna ekki á hljóðfæri, til þess er ég, að kenna :)

7:19 PM  

Post a Comment

<< Home