Friday, July 08, 2005

Miðvikudagskveld Sveins, röfl og getraun

Nú sé stuð. Fór í gærkveldi á Dubliner og þurfti ekki að spila, öfugt við þær upplýsingar sem ég hafði á takteinum. Óskar Einars (Der Alte) mætti nebblega líka og því var tilvalið að fara og hitta Halla Hólm, sem varð fyrir því óláni að vera laminn af SEX mönnum í Danmörku. Er það einn ójafnasti leikur sem ég veit um síðan Ísland tapaði 14-2 fyrir Dönum hér sælla minninga. Halli er sumsé handleggsbrotinn og fjólublár. Leiðinlegt. Löggan hinsvegar náði vondu köllunum á mettíma og fara þeir væntanlega í fangelsi. Hérlendis væru þeir yfirheyrðir og svo skutlað heim til fórnarlambsins.
Hvað um það, fór oggopons yfir á Gauk hvar eitthvað Nirvana tribbjút var í gangi. Það var svo mikill bévítans hávaði og læti að trommarinn í Foo Fighters hljóp út með hendur fyrir eyrum - SPAUGLAUST! Bandið var hinsvegar fínt. Leiðinleg lög, enda eftir Nirvana.
Svo hitti ég Síó frænda og Andra litlafrænda og var það gaman. Við helltum í okkur smá bjór og svo fór ég heim og dó næstum úr leiðindum yfir Hitch með Will Smith og feita kallinum úr King of Queens.
Vaknaði í morgun klár og hress. Sá hressleiki hvarf eins og hommi á Krosssamkomu þegar ég heyrði að einhverjir andsk... terroristar væru búnir að sprengja lestir og strætóa í London, minni uppáhaldsborg. Ég elska strætóa og lestir í London, svo ekki sé nú talað um að ég er frekar á móti drápum á saklausum borgurum. Einhverjir undirmálstussusnúðar, sem er illa við einhverja kalla drepa saklaust fólk, sem kemur málinu ekkert við, til að koma mér í óstuð. Ef ég einhverntíma eignast kjarnabombu verður henni kastað á arabaland af handahófi. Mikið hlakka ég til þegar við þurfum ekki olíu lengur og þetta pakk fer aftur að éta sand og á engan pening fyrir vopnum. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGH!
Bévítans Norðmenn!

Hvað um það - getraun. Jósi - Oceans Twelve á dvd í verðlaun. Keypti hana nebblega óvart og hún sýgur rassgat af ömurleika!

Spurt er um leikara (já, ég skal spyrja um leikkonu bráðum - ekki strax).

Hann hefur leikið í bíó í tæpa þrjá áratugi.

Hann var svo vinsæll hér um tíma að hann þurfti að hlaupa af sér unglingsstúlknaskara á götu í Japan.

Hann leikstýrði, skrifaði handrit að og lék aðalhlutverk í mynd ekki alls fyrir löngu. Sú fékk fína dóma.

Hann lék í tónlistarmyndbandi fyrir einn vinsælasta poppartista heims.

Eddie Vedder hjálpaði honum einu sinni við að leika rokksöngvara.

Hann á bróður sem er líka leikari, ekki jafn frægur, en býsna vel þekktur þó.

Okkar maður átti að leika stórt hlutverk í Pulp Fiction, en það gekk ekki eftir.

Hver er kallinn?

11 Comments:

Blogger sigurjon said...

Burt fokkings Reynolds!

Er sjálfur í Manchester. Tek undir þetta og atkvæði mitt er þitt.

7:55 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég verð að giska á fucking snillinginn Christopher Walken? Hann er bróðir Glenn Walken, og lék í Fatboy Slim myndbandi og byrjaði reyndar í stórum myndum fyrir tæpum 4 áratugum í the Anderson tapes, en hann var nottla með hlutverk í Pulp Fiction?

8:48 PM  
Anonymous J said...

Matt Dillon.

9:42 PM  
Anonymous j aka Jósi said...

...og svo vil ég líka taka fram að ég var á brautarpallinum á Edgware Road lestarstöðinni fyrir viku. Núna er búið að sprengja þá stöð í loft upp.
Helvítis aumingjar, afhverju gátu þeir ekki bara sprengt Gleneagles hótelið...

9:48 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Loftárásir á Palestínu eru núna málið - og á Osló, því ég hata Noreg. Annars er ég viss um að Frakkar hafi gert þetta, tóm öfundsýki því þeir fengu ekki ÓL 2012. Rétt eins og að ég veit hver drap JFK - það var Aristóteles Ónassis, svo hann gæti gifst Jackie!!!
ÉG ELSKA LONDON OG ÆTLA AÐ FARA ÞANGAP VIÐ FYRSTA TÆKIFÆRI!!!
Til lukku, Jósi, ég ætla að verða eins og þú þegar ég verð stór!

10:03 PM  
Blogger Denni said...

Mark Wahlberg?

9:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

enda eina leiðin til að bregðast við morðum á saklausum borgurum, að drepa saklausa borgara af því þjóðerni sem við teljum að hafi staðið að baki uphaflega morðinu. Sem er náttúrulega sem þetta var.


elvar


hættu þessum rasisma annars hætti ég að vera vinur þinn.

12:45 PM  
Blogger Gauti said...

Sean Penn ?

1:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bruce Norris

Steini

1:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hélt að AAAAAAAARRRRRGGGH!-ið í síðustu færslu minni hefði gert lýðnum það ljóst að mér var ekki fyllilega alvara með loftárásum á einhverja. Því, Elvar minn, skaltu ekki taka því sem svo að ég vilji bomba hvern sem er. Bara Geir Ólafs.

2:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

ok, ég er ný hættur að reykja. Aftur.....................
Elvar

5:10 PM  

Post a Comment

<< Home