Wednesday, July 20, 2005

Miðvikudagur til marmelaðis

Heitt í búð Tóna í dag. Klukkan ekki orðin og ég er strax að kabbbbna. Hvað um það, bætti við tveimur linkum hér til hliðar (saman hliðar). Það eru Ingólfur Júlíusson frændi minn og bassaleikari Sérsveitarinnar og Q4U og Halli í Daed Sea Apple - áður Bar8. Biðst afsökunar á að hafa gleymt þeim í gær. Þið greinilega eruð bara ekki merkilegri en þetta í mínum huga, enda báðir rauðhærðir.
Annars er ég hræddur um að hreinlega deyja úr hita hér í sjoppunni í dag. Það er þó huggun harmi gegn að þó ég færi til helvítis (sem eru engar líkur á því ég er svo frábært og stálheiðarlegt eintak af mannveru) þá er þó svalara þar en hér. Verri félagsskapur samt.

Er enginn að fatta leikaragetraunina? JÓSI!!! Hvar ertu?

Lag dagsins er tileinkað Brynjuísnum á Akureyri. Lagið er "I want you" með Bob Dylan.

Í hvaða bíómynd var það notað meðan bráðhugguleg stúlka var myrt með garðáhaldi?

8 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

ekki guðmund um hver þetta er.... en það vantar samt link á 3ja rauðhærða manninn.... MIG!!!

11:52 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég ætla samt að giska á Michael Clarke Duncan.. lék í green mile og fullt af teiknimyndamyndum

12:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

O, nei, það er ekki hann. Þessi er minni um sig.
Likur kemur þegar í stað.

12:37 PM  
Blogger Jimy Maack said...

uh.. það er y í Jimy svo slóðin er SlimJimy.tk en ekki SlimJimi.. og þér að segja eru allir þeir sem ég þekki sem heita Einar Valur rauðhærðir so thats not narrowing it down

1:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Leiðréttist hér með.

1:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vil einnig benda á að Einar Valur Scheving, trommari, er ekki brauðhærður.

1:17 PM  
Blogger Jimy Maack said...

já reyndar hann, gæti reyndar verið að þetta sé kannski það að ég þekki bara vinstrisinnaða menn með þessu frábæra nafni.. :)

1:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bassaleikari sérsveitarinnar??? Sérsveitin er alldeilis frábært dansiballaband á Akureyri og bassaleikarinn þar heitir Kristján Ólafur Jónsson og er snillingur hinn mezti! Júlíusson Ingólfur??

Trausti bróðirinn...

1:20 PM  

Post a Comment

<< Home