Saturday, July 09, 2005

Og það var Matt Dillon

Eins og Jósi kuni frá að greina var það Matt Dillon sem spurt var um. Hann lék rokksöngvara, með hjálp Eddie Vedder, í Singles, skrifaði, leikstýrði og lék aðalhlutverk í City of Ghosts, lék í Madonnuvídeói og átti að leika Butch í Pulp Fiction, sem Bruce Willis lék að lokum. Hann er bróðir Kevin Dillon, sem lék t.d. í seríu 2 af 24 og blablabla.

Því verð ég að koma með aðra. Leikarinn er...?


Hann var eitt sinn fréttalesari í útvarpi.

Eitt af hans fyrstu hlutverkum var að leika í mynd með svartri ruðningshetju. Myndin varð geysivinsæl og jafnvel að hljómsveit heiti í höfuðið á henni. Ruðningshetjan náði líka að skapa sér nafn.

Okkar maður á son, sem heitir Rufus og er leikari líka.

Okkar maður talaði fyrir tölvu í bíómynd, auk þess að leika einn af mönnunum sem stjórnaði henni. Sú mynd er ein af mörgum um breskan njósnara.

Hann hefur í myndum sínum oftar en einu sinni komið illa út úr samskiptum sínum við geimverur.

Hann hefur leikið aðstoðarmann vampýru, IRA-mann, sadískan njósnara, lögreglumann sem reynir að vernda vændiskonu, bandarískan herforingja, sovéskan herforingja, lögfræðing, prest og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann hefur leikið á móti Nicole Kidman, Steve Buscemi, William H. Macy, Clint Eastwood, Will Smith og Robert De Niro.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Donald Sutherland???

Elzti vinur þinn

3:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nú drep ég þig, það var rétt. Hvernig vissirðu?

3:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Á hvaða sviði er elzti vinur þinn ekki eins góður? En að koma með getraun um eitthvað sem ekki tengist kvikmyndum......þú ert gangandi alfræðiorðabók.

Orgelið

6:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Almost too easy

Elzti vinur þinn

8:49 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nenni varla að koma með djetraun um eitthvað annað, því bíó er það skemmtilegasta í öllum heiminum!
Má geta þess að elzti vinur minn, Jói, er vel að sér í bíói eins og bróðir hans. Ef ekki væri fyrir þá og þeirra bíóáhuga hefði æska mín eflaust klúðrast í einhverjujm bévítans íþróttum eða eitthvað.

10:39 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Áfengið Bjargaði mér, það og tónlist...

en þú mátt alveg koma með öðruvísi getraun

12:06 PM  

Post a Comment

<< Home