Wednesday, July 13, 2005

Og það var Vin Diesel

Jósi vann, því hann vissi að Vin Diesel hafði leikstýrt og eiginlega gert frá A til Ö tvær myndir áður en hann lék í Saving Private Ryan. Þar áður hafði hann bara leikið oggolítið aukahlutverk í Awakenings.
Eftir það talaði hann fyrir Járnrisann í Iron Giant, lék í Riddick-myndunum og talaði inn á tölvuleiki byggða á þeim myndum. Hann er nú að undirbúa að leika 47 í HitMan, byggðri á samnefndum leik.
Hann er líka að setja í gang myndina Hannibal, um Hannibal og fílana.

Þeta vissi Jósi og kem ég til með að kirkja hann í bræðiskasti fyrir.

Annars er ég bara hress, sko.

Ég ætla að hugsa upp getraun sem Jósi getur ekki.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

kyrkja, takk.
Nema þú ætlir að Guðshúsa hann.
Miðaldra, gáfaði og þroskaði bróðir þinn.

12:24 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég var að meina að ég ætli að draga hann á samkundu hjá Krossinum bráðlega (bráð - bræði) og afhomma hann svo hann hætti að taka allar kvikmyndagetraunirnar mínar í rassgatið!
Þetta var smsé ekki stafsetningarvilla. Þú bara skilur ekkert hvað ég er að meina, enda orðinn elliær eftir helgina (Björns).
Kveðjur:
Sætibró.

2:55 PM  

Post a Comment

<< Home