Thursday, July 07, 2005

Þriðjudagskveld Sveins - og, jú, getraun fyrir strákana

Gærkvöldið var skemmtilegt, fór með Ingó mági á tónleika í höll Egils, varð viðskila við hann við innganginn og hef ekki séð hann síðan. Sá Mínus, þeir voru fínir það litla sem ég sá, Queens of the Stone Age, sem voru fokkings fabjúlöss, og Food Fighters, sem eru jú alltaf alveg hreint ágætir. Sögðu meina að segja "takk fyrir" á íslensku eftir sum lögin.
Meðan QOTSA voru að gera sig klára tróð ég mér fremst og náði nokkrum fyrstu lögunum þannig, það var gaman. Svo var þetta of mikið troð eitthvað svo ég fór bara á barinn og kom aftur mun hressari. Hitti fullt af fólki og lenti í því að stúlkukind, ekki deginum eldri en sextán, fór að reyna mikið við kallinn! Vissi varla hvað ég átti að gera, svo ég sagði bara þegar hún var orðin full-ágeng "ég er þrjátíuogfjögurra, fíbblið þitt" hátt og snjallt. Held hún hafi hitt Ingó mág, því ég hef ekki séð hana síðan.
Hitti þarna Matta, Viktor og Nesa Pjé í Reggíonnæs, Egil og vinkonur hans, Adda og Vidda bræður og Jökul frænda ásamt mömmu sinni, en þau eru einmitt búsett í sérlegum vinabæ Foo Fighters, Stokkseyri. Endaði svo við smávægilega öldrykkju niðrí bæ, alltof léleg fyllibytta.

Hvað um það getraun fyrir strákana (og Olgu).

Kvikmyndaleikari dagsins er..?

Hann er sonur saxófónleikara og varð að hætta í skóla sextán vetra til að hjálpa til að vinna fyrir familíunni. Um tíma bjuggu þau í Fólksvagen Rúbbrauði.

Hann fékk, í lok hvers skóladags, að vera með glens og fíflalæti fyrir bekkinn gegn því að grjóthalda kjafti og læra fram að því.

Hann flutti til Bandaríkjanna (jú, hann er ekki þaðan) ´79 til að reyna fyrir sér í Hollywood. Það borgaði sig.

Hann komst að sem fastur liður í vinsælum sjónvarpsþáttum.

Hann lék aðalhlutverk í bíómynd ´86. Það var vampýrumynd.

Hann lék geimveru stuttu seinna og atvinnutækifærum fjölgaði.

Hann sló allverulega í gegn níutíuogeitthvað.

Hann gerðist bandarískur ríkisborgari fyrir um það bil tveimur árum.

Hann er tvífráskilinn. Fyrri skilnaðurinn var fremur ógeðfelldur, jafnvel á Hollywoodstandard.

Jæja, krakkar, hver er þetta?Hann hefur leikið á móti Jeff Goldblum, Tommy Lee Jones, Nicholas Cage og Liam Neeson.

5 Comments:

Anonymous Jósi said...

Jim Carrey.

Eða "James Eugene Carrey".

Eða "Gaurinn sem ólíkt Billy Zane hefur fengið MTV Movie Award".

Ég? Bitur? Neiii...

8:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Svona, svona...

Billy Zane var samt tilnefndur, það er nógu nálægt :oS

Elzti vinur þinn

9:28 AM  
Blogger Jimy Maack said...

This comment has been removed by a blog administrator.

10:40 AM  
Blogger Jimy Maack said...

hann er Nota Bene hræðilegur í Once Bitten..

og frá Ku Nu Duh...

sem er mun skárra en það sem gerist sunnan landamæranna..

BTW. Til hamingju með Smástelpuviðreynsluna!

10:45 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka þér, Coburn, ég var hrærður, ef ekki hristur.
Biðst velmyrðingar á mistökum með MTV verðlaunin, Zane var jú aðeins tilnefndur, mér að kenna, mistök við upplýsingaöflun.
Getraun seinna.
Bæ.

1:43 PM  

Post a Comment

<< Home