Thursday, July 21, 2005

Óskagetraun

Andri heitir unglingspiltur einn norðan heiða. Hann gegnir þeirri veigamiklu stöðu - sem undirritaður gegndi hér í eina tíð - að vera sérlegur afleysingatittur og senditík í Tónabúðinni á Akureyri, eða HQ eins og við köllum það hér í suðurlandsútibúinu. Hann kom með óskaleikara í getraunina og því er getraun dagsins tileinkuð honum. Hann má heldur ekki taka þátt að þessu sinni, því það væri svindl og ég var í allt gærkvöld að skipuleggja getraunina og afla mér upplýsinga.

Hver er leikarinn, sem er uppáhaldsleikari Andra norðurlandsunglings?

Leikarinn sem um ræðir er tveir metrar á hæð og greindarvísitala hans er 160!

Hann var um tíma einn sá fremsti í tiltekinni íþróttagrein, var með meistaratitil í TVEIMUR heimsálfum! Ekki á sama tíma þó... Var einnig liðsstjóri hjá bandaríska liðinu á Ólympíuleikum í tiltekinni grein.

Hann lék í James Bond-mynd.

Hann er með mastersgráðu í efnafræði frá háskólanum í Sydney í Ástralíu. Fór þaðan til Bandaríkjanna á bullandi námsstyrk og endaði sem bíómyndaleikari.

Hann talar fimm tungumál.

Hann hefur leikið teiknimyndasöguhetjur. Nota bene - fleirtala.

Hver er þessi vinur okkar?

6 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Ég myndi giska á Dolph Lundgren, því þó hann líti ekki út fyrir það þá er hann soldið klár og er fucking athlete, lék í View to a Kill og fulltaf teiknimyndum (HeMan, Universal Soldier) og er alltof hár fyrir eðlileika.. þannig að .... Ég vinn!

3:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var laglegt, þú brauðhærði stjórnleysingi!
Dolph var það, heillin.
Hinsvegar var Universal soldier ekki teiknimynd, FÍBBLIÐITT!
Hann lék teiknimyndasöguhetjur, þ.e. Punisher og He-Man, var Evrópumeistai í Karate ´80 og ´81, Ástralíumeistari ´82, liðsstjóri BNA í fimmþraut ´96, rétt glitti í hann sem lífvörð Gogol hershöfðingja í View to a Kill og er í alla staði fyrirmyndarsvíi.

3:21 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Universal Soldier var víst Teiknimynd... hvað eru tölvuleikir annað en teiknimyndir.. æji fökkitt.. hvað veit ég um svoleiðis.. glápi aðallega á porno og heimildarmyndir um Kolbrúnu Halldórs.

já.. Bunny-Cher.. minnir mig á eitthvað alltannað

3:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég vill bend á að þetta er ekki rétt með Dolp Lundgren. Svarið sem þrna á að vera er Mike Norris. Ég veit ekki hvar bloggarinn fékk þessa gátu en ég er viss sko. Hann var til dæmis í Final cut. Ég hef ekki séð mann leika í teiknimynd!
Gummi

8:42 PM  
Blogger Villi said...

ég veit að bloggið mitt er hreinn og tær viðbjóður og ég skil vel að þú viljir vernda heiminn gegn því að lesa það með því að auglýsa það ekki á síðunni þinni.

p.s. takk fyrir síðast.

12:43 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Fyrirgefðu, Villi minn. Þessu er hér með reddað.
Vil banda á í leiðinni að það er ekki linkur á mitt blogg hjá þér heldur, þannig að ég ætti að segja þér að fokka þér. Kýs samt að sleppa því.

9:58 AM  

Post a Comment

<< Home