Thursday, July 14, 2005

Spillingarumræðan

Var að kommenta á þarsíðustu færslu, hvar - eins og æði oft - minn fer að rífast við vini og kunningja sem ekki hafa enn séð hægra ljósið í lífinu. Einar SlimJimi setti þar inn komment, sem ég setti inn hér að neðan, en mitt innlegg var of langt til að mér þætti hægt að geyma það í kommentakerfinu. Var þar meðal annars verið að ræða á gríðarlega málefnalegan hátt (eða ekki) stöðu launafólks og sdpillingu innan hérlends stjórnkerfis. Fyrir þá (ef einhverjir eru) sem vilja sjá alla umræðuna má lesa öll átta eða níu kommentin við þarsíðustu færslu. Vil ég taka fram að þessi umræða er í fullri vinsemd og Einar er ekki Kindin Einar, sem Hjálmar sungu um. Hann er hinsvegar rauðhærður og eru gáfur hans allnokkrar, metnar á sléttar 400,000 krónur.
Einar allavega sagði þetta m.a.:

vegna þess að verkalýðurinn hefur það ekki gott, við eigum ekki að þurfa að vinna 10 tíma á dag til þess að geta lifað, ég vinn sjálfur uþb 13. Verkalýðsfélögin eru þéttsetin hræsnurum frá a-ö og það er ömurlegt að reyna að berjast fyrir rétti sýnum til mannssæmandi kjara.Náttúran er lítilsvirt jafnhandan af Femínistum og Sjálfstæðismönnum og ég er ekki frá því að þetta sé í molum

og undirritðuðum datt í hug að segja:

Við skulum ekki gleyma því, fyrst þú minnist á hræsnara í verkalýðsfélögum, að formaður stærsta verkalýðsfélagsins er einnig yfirstrumpur í þeim flokki sem er lengst til vinstri hérlendis. Tel ég óhætt að fullyrða að sjaldan hefur nokkur verkalýðsforkólfur misnotað aðstöðu sína jafnmikið í pólítískum tilgangi, auk þess sem hann var mjög á móti lækkun fyrirtækjaskatts hér fyrir u.þ.b. 3 árum. Sú lækkun skilaði sér vel og kyrfilega til launafólks þar sem fjölmörg minni fyrirtæki höfðu þá efni á að hækka laun starfsmanna eða ráða fleiri - í sumum tilfellum hvort tveggja.Verkalýðsfélög eru vond og ljót og bruðla mjög með peningana sem við nauðug borgum þeim. Til dæmis gaf eitthvert verkalýðsfélag Mannréttindastofu hundruðir þúsunda nýverið, auk þess sem félögin eyða milljónatugum í sumarhús, hérlendis sem erledndis, fullkomlega tilgangslausar auglýsingar, styrki og nú er VR að koma sér upp einhverju skyldusparnaðarkerfi!!! Því ekki bara að STELA aðeins minna fé af okkur (stela segi ég, því þessir peningar eru teknir af mér án míns samþykkis) og leyfa okkur, sem eigum peningana að ráða í hvað við eyðum þeim? Ég vil til dæmis ekki gefa Mannréttindastofu mörghundruðþúsundkall. Ég vil ekki kaupa auglýsingu í Leifsstöð fyrir stórfé sem segir ekkert annað en "Góða ferð og skemmtu þér vel". Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern helv... sumarbústað, hvorki hérlendis né úti. Þá er ótalið bullið með sumarfrísávísunina, sem menn fá oft á vorin, 5000 króna ávísun sem gildir á nokkrum stöðum. Því ekki að draga 5000 kalli minna af laununum sem ÉG vann mér inn og leyfa mér bara að eyða þessu í það sem ég vil. Það er nefnilega fjarstæðukenndur möguleiki að ég kannski hafi engan áhuga á að gista á Edduhóteli í sumar. Þarna í verkalýðsfélögunum er spillingin mun meiri en nokkurntíma á Alþingi, þarna maka menn krókinn og þarna eiga höfuð og aðrir líkamspartar að fá að fjúka. Gott væri að byrja á Ögmundi.
Vil ég þó taka fram að ég er ekki á móti tilvist verkalýðsfélaga og þeir mega alveg hirða af mér nokkrar krónur úr hverju launaumslagi til að viðhalda góðu atvinnuleysisbótakerfi og aðstoð við launafók. Hinsvegar er þetta bruðl ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður á launum okkar og ef stokkað yrði þarna upp gæti fólk fengið mun meiri kjarabót en nokkur skattalækkun eða samningsbundin launahækkun gefur af sér.

Hvað segiði?

12 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

5.000.000 krónu svar

sko.. ég er ekki vinstrisinnaður á íslenskan máta, og það verðuru að taka til greina, Þósvo að ég sé vinstra megin við miðju, þá er ég talsvert mikill frelsingi og hef engan áhuga á því að láta eitthvað helvítans ríkisvald segja mér hvert ég á að setja peningana sem ég vinn mér inn né hvað ég má heita né hvað ég á að nefna köttinn minn og þess þá heldur að ég vilji leifa þeim að ákveða hvað í fjandanum ég reyki mér til afþreyingar.
Þegar ég minntist á hræsnara, þá veit ég að þeir eru jafnt á vinstri síðunni sem og þeirri hægri.
Hinsvegar er eitt sem verður að taka til greina, þrátt fyrir það að fólk sé fífl sem notar peningana sem þú borgar í VR, (þá sem vinnuveitendur mínir borga ekki) í að ferðast og hanga í einhverjum andskotans bjálkakofum utan siðmenningarnar (lesist 101 rvk)og runka sér í heitum pottum þá eru verkalýðsfélög nauðsynleg til þess að halda uppi réttindum starfsmanna, td hvað varðar lágmarkslaun, launagreiðslur, ólögmætar uppsagnir, kynjamismunun (sbr þegar ég var ekki ráðinn sem barþjónn útaf því að ég er með typpi).

Hræsnarar leynast allstaðar, hvort sem þeir eru í verkalýðsfélögunum, í ríkisstjórnum og alþingi. Ömmi kommi er alveg jafn mikið fífl eins og aðrir Pólítíkusar, gerspillt kvikindi sem eiga vart rétt á tilvist sinni á þessari jarðkringlu, 'hví?' heyri ég þig tauta.. jú því þeir sem sækjast í vald, eru jafnóðum vanhæfir til þess að fara með það.

Það er góð ástæða fyrir því að ég hef aldrei séð neitt hægra ljós, þar sem það er ekki til. Darkside of the force are they.. rétt eins og gerræðissinnaðir vinstrimenn á la Stalin, Mao og Ömma.

Er vinstra ljós til? nei.
Hinsvegar er ljós í því að vilja lifa frjáls og óháður í sátt og samlyndi við allt og alla, frjálst til að tjá þig, hafa þínar skoðanir og lifa lífinu sem maður, ekki sem kúguð skrifstofublók í köldu horni með pungsvita, innilokaður í góðu veðri, á alltof lágum launum.Amen

1:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þetta var svo vel skrifað, vinur minn, að ég fór næstum að gráta.
Vinstri ljós og hægri ljós... ég er allavega viss um að það er ekki réttlátt að láta græna ljósið merkja "í lagi".
Hinsvegar, eins og ég tók fram, er ég ekki á móti verkalýðsfélögum per se. Hinsvegar er það ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður að láta Eflingu - að félagsmönnum forspurðum - kaupa flennistóra auglýsingu í Leifsstöð þar sem félagsmönnum er óskað góðrar ferðar í fríið sem þeir hafa ekki efni á því verkalýðsfélagið þeirra hirðir svo mikið af laununum þeirra í svona vitleysu. Einnig er ekkert annað en glæpur þegar verkalýðshreyfingin mokar fé - aftur að félagsmönnum forspurðum - í eitthvað sem heitir Mannréttindastofa. Eitt af hlutverkum Mannréttindastofu á náttúrulega að vera barátta gegn skylduaðild að verkalýðsfélögum, en það hlutverk tekur hún náttúrulega ekki að sér þegar sömu verkalýðsfélög eru aðilarnir sem halda Mannréttindastofu uppi, er það?
Varðandi hægri og vinstri menn, þá eru jú fífl í öllum stjórnmálaflokkum, trúarsamtökum (eða trúleysissamtökum), íþróttafélögum, átthagafélögum, hagsmunasamtökum o.s.frv.
Það sem verst er, er að það eru yfirleitt mestu fíflin sem trana sér mest fram og hafa hæst á opinberum vettvangi.
Hinsvegar finnst mér fyndið að þú, sem Garðbæingur, sért orðinn svona gríðarmikill 101-kall að allt annað sé sveit. Minnir mig á sjálfan mig.

3:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jú þetta var ég, Steini. Ég setti inn Frosti, þar sem þú hefur kallað mig það af og til eftir að einhver ruglaðist á Þorsteinn og Frosti...
Áfram hægri!
S

3:43 PM  
Blogger Jimy Maack said...

aldrei verið Graðbæingur - fæddur í Grinda -weak, ættaður að Austan, alinn upp í Kópavogi, sendur í útlegð á Bossastöðum.. og hef síðan dvalið í miðbænum :)

Mannréttindastofa er varla annað en fyndið og kjánalegt hugtak, smurt af hræsni, rétt eins og Feministafélagið, sem berst fyrir því að klæða sömu konur og talebanar og aðrir aðdáendur draugsins í arabíu (kristnir og gyðingar ogsvoframvegis) eru búnir að klæða í búrkur og geislavarnabúninga í gegnum tíðina... (í stað þess að fagna nöktum líkömum sem fögrum)

fyndið samt..

ég vinn fyrir marga staði í fyrirtækinu sem ég vinn fyrir (ruglingslegt, en ímyndaðu þér hvernig mér líður) þar á meðal eina ferðaskrifstofu, og margir virðast nota þessar ávísanir, og það alveg í unnvörpum....

partur af stjórnarskrá íslands, kveður á um frelsi til félagastarfsemi og frelsis til að sleppenni!! en náttúrulega verðuru að gera þér grein fyrir því að þegar ríkið er að verja réttindi okkar.. þá er það eins og að Reinhard Heidrich væri höfuðsmaður Szimon Wiesenthal stofnuninnar.. ekki alveg að meika sens, þar sem ríkið er helsti óvinur mannréttinda.

X-Z
fyrir bættum heimi!!


auk þess legg ég til að stjórnarráðið verði lagt í eyði.

3:45 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Svo er alltaf gaman að benda á að Mannréttindastofa varð alveg dýrvitlaus af því ríkissjóður vildi ekki gefa þeim múltímilljónir á hverju ári, kallaði það aðför að mannréttindum og herför stjórnvalda gegn mannréttindum og ég veit ekki hvað og hvað. Amnesty International er aðili að mannréttindastofu og tekið er fram skýlaust á heimasíðu þeirra að þeir taki ekki við ríkisstyrkjum vegna þess að það geri það að vrkum að þeir geti ekki verið hlutlausir í mannréttindabaráttunni. Hommar alltsaman.

4:21 PM  
Blogger Jimy Maack said...

nema lesbíurnar.

Amnesty er alltílagi. Ég er í Amnesty, en fucking hell..

ég legg til að við tölum um aðferð að tónlistinni þegar fucking Rlistamussukratabeyglurnar eru búnað skera niður til tónlistarnáms villt og galið undanfarin ár (as you do...), og enginn gerir neitt í því, á meðan það er nýtt og nýtt helvítans fótboltalið og hús á hverju anskotans götuhorni....

5:25 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þeir eru nú samt með í því að moka skattfé okkar í sérhæft múltímilljarða tónlistarhús úti í sjó, ekki gleyma því. Á meðan röfla þeir yfir því að þeir geti ekki borgað kennurum umsamdar launahækkanir og ætla að fækka enn frekar í löggunni!
Manni finnst að frekar ætti að tryggja grundavallarundirstöður siðmenntaðs samfélags eins og löggæslu, menntun og hjúkrun áður en farið er að sjúga typpið á minnihlutahópum eins og tónlistarfólki og íþróttapakki til þess eins að ná í atkvæðin þeirra.

6:00 PM  
Blogger Jimy Maack said...

góður punktur. en ég er að MENNTA mig í tónlist, en ég má það ekki lengur eftir eitt og hálft ár því þá segja helvítis fashanarnir þarna niðurfrá að þeir séu hættir að niðurgreiða fyrir þá sem eru orðnir 25. hversvegna? jú.
þeir þurfa að borga undir allskonar vitleysu sbr einhverja djöfulsins andskotans breytingu á hlemminum!!! (sem reyndar var kominn tími til.. en úr hvaða vasa..?) hver í andskotanum ber eiginlega ábyrgð á þessu?

frekar klifra ég uppí hallgrímskirkju með sniper riffil og losa okkur við þennan vibba en að sjá Steinunni Hvaldís aftur í borgarstjórnarstól.. svo mikið er víst. ég vil ekki þessi gerpi aftur yfir okkur!!

9:51 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þá verðurðu að setja X við D minn kæri, því það verða að teljast hverfandi líkur á að Anarkistaflokkurinn nái ráðandi meirihluta í borgarstjórn.

10:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

djöfull getið þið verið leiðinlegir maður.

Bryn.

10:42 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vertekkaðröfla kerling!
essar óléttu kerlingar, maður...
:)

10:55 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég tel að þarna sé um hina Freudísku reðuröfund að ræða.

8:26 PM  

Post a Comment

<< Home