Monday, July 25, 2005

Sunnudagur til sultugerðar

Hey! Ég hef ekki rassgat að segja. Nema hvað að ég var að spila með Smack í gær í brúðkaupi Lalla flugumferðarstjóra og var það gaman, sérstaklega þegar "ammælisbarnið" - brúðguminn - tók sér gítar í hönd og spilaði með. Hann er svo mikill Van Halen aðdáandi að þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið var leikinn brúðarmarsinn og svo farið yfir í Jump-stefið - SPAUGLAUST!

Hvað um það, yfirvaraskeggið hefur vakið stormandi lukku enda er ég fallegur maður með afbrigðum - ekki það að ég sé neitt afbrigðilega fallegur, bara svona venjulega. Mikið.

Fór í Kolaportið í gær og keypti ALLAR myndirnar á svæðinu. Tvö og fimm.

Haukur frændi var að skamma mig fyrir að blóta á blogginu og er sú aðfinnsla réttmæt og góð. Því mun ég reyna að vanda málfar mitt og reyna að stilla í hóf neikvæðri umfjöllun um fólk, nema það eigi það virkilega skilið. Eins og t.d. umhverfisverndardruslan sem síðasti pistill fjallaði um. Megi hún fara í fúlan pytt. Trúarlega ættuð blótsyrði mun ég reyna að forðast en þó reyna að vera þjóðlegur þegar að því kemur að níðast á umfjöllunarefnum mínum. Orð eins og "óhræsis", "ófétis" og önnur þjóðleg og falleg munu því verða tíð hér á síðunni.

Ég verð pottþétt búinn að gleyma þessu loforði innan mánaðar.

Mig langar að segja nokkur orð um virkjanir, sökum þess að Jósi virðist vera á móti Kárahnjúkavirkjun.
Ég flaug eitt sinn yfir þetta svæði og það var ljótt. Það stóð þarna engum til gagns, grýtt og ógeðfellt. Það nennti enginn að koma þangað. Svo þegar á að virkja svæðið sem enginn nennir að heimsækja fer allt fólkið sem hefur aldrei komið þangað að grenja og mótmæla niðri í bæ þegar það ætti að vera í vinnunni. Það verður miklu meira augnayndi að hafa gullfallegt og vel hannað uppistöðulón sem framleiðir rafmagn fyrir heilt álver.
Álver eru góð. Einnig eru stundum fjallmyndarlegar konur sem stjórna þeim og verður það að teljast stórt skref í jafnréttisbaráttu kynjanna.
Austfirðingar, sem sumir hverjir eru gott og heiðarlegt fólk, fá svo loksins vinnu við eitthvað annað en sjómennsku og fiskvinnslu og kemst í fíling. Fólk frá fjarlægum heimshornum kemur hingað til að vinna og þar með kynnast landsmenn góðu fólki frá fjarlægum löndum og kynnast menningu þeirra og siðum.
Þó er þetta ekki gallalaust batterý. Til dæmis var hreint stórslys að fá einhverja Ítali til að smíða virkjunina. Ítalir, sem eru undirmálsfólk og glæpamenn upp til hópa, ættu náttúrulega ekki að koma nálægt neinu hérlendis og hefði ég haldið að mun betra væri að fá frændur okkar Þjóðverja, sem eru eins og allir vita glæsilegt fólk,vel tennt, vel menntað, bruggar góðan og vandaðan bjór og talar eitt langfallegasta tungumál sem Jörðin getur státað af. Svo fundu þeir líka upp seinni heimsstyrjöldina og án hennar hefði Band of Brothers aldrei verið gerð. Ekki veit ég hvort Germanir hafa einhverja reynslu af virkjanasmíði en frekar vildi ég fá þýskan sjónvarpspredikara til að smíða virkjunina heldur en ítalskt undirmálspakk þó það hafi einhverja reynslu af slíku. Þó eru þeir ekki alslæmir með öllu, ítalarnir. Þeir gera gott pasta og fundu upp Monicu Belluci.

Best að skjóta fram getraun.

Leikaragetraunin að þessu sinni verður leyst af Jósa kommaskratta, nema annar verði fyrri til.

Leikarinn sem spurt er um... DA DA!

Hann hefur leikið mann á hælum nasískra glæpamanna.

Svo hefur hann, í sannsögulegri mynd, leikið nasistaforingja sem er mikið í mun að drepa sem flesta júða. Einnig lék hann gríðarlega illa innrættan trúboða í einni ræmu og í annari lék hann dauðan mann sem náði að hafa samskipti við dóttur sína. Sú mynd var arfaslæm. Hrein óhræsis hörmung.

Hann lék eitt sinn glæpamann sem hét Óskar. Fyrir það var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Hann hefur leikið nokkrar þekktar persónur úr mannkynnsögunni t.d. frægan glæpamann í Willta Westrinu og einn forseta BNA auk einnar lykilpersónu í Bibbblíunni.

Okkar maður hefur, fyrir utan að leika, leikstýrt, skrifað handrit og ég veit ekki hvað og hvað.

Í einni ræmu var hann étinn.

Hver er kallinn?

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ekki alveg mín deild svona ræmugáfur en ég ætla í gríni sem alvöru að giska á Sly Stallone því ég man að hann lék eitt sinn Oscar þó að ég stórefi að hann hafi fengið tilnefningu fyrir það.

Orgel

9:09 PM  
Anonymous Jósi said...

Þetta er ekki alveg að stemma. Einu leikararnir sem hafa fengið óskarsverðlaun fyrir að leika menn sem heita óskar eru Liam Neeson (lék Oskar Schindler í Schindler´s List) en hann hefur aldrei skrifað eða leikstýrt og svo Edmond O´Brien heitinn (lék Oscar Muldoon í The Barefoot Contessa) en þó hann hafi leikstýrt þá skrifaði hann aldrei. Þetta er frekar grunsamlegt.

Og flott hjá þér að byrja á nafnakalli. Algert rökþrot.

9:59 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hann var bara tilnefndur fyrir að leika Óskar, fékk ekki styttuna.
Vona að þú takir því ei illa þó þú hafir verið kallaður kommaskratti, biðst afsökunar hafi það gert þig leiðan. Ekki illa meint.
Nafnakall er hinsvegar ekki alveg orðið til að þýða "namecalling" beint."Skítkast" þætti mér betra. Þetta var þó ekki meint í leðindum, heldur af því þú virðist sammála VG varðandi Kárahnjúkavirkjun og kallaðir þá aðila sem að því koma "hálendisnauðgara" meðan ég myndi kalla þá atvinnuskapandi aðila sem stunda uppbyggilegan og smekklegan landslagsarkítektúr.
Hvað um það, svar við getraun... anyone?

1:31 AM  
Blogger Bjarni R said...

Væntanlega Jon Voight!

1:56 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

ÞÞað má treysta á hinn Guðfræðimenntaða eðalmann Bjarna Randver - Jon Voight er málið!

10:12 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ber einnig að taka fram að Sylvester Stallone fékk einmitt ekki Óskarstilnefningu fyrir myndina Oscar. Þeim mun s´ðiður man ég eftir honum í nasistabúningi og alls ekki hefur hann verið étinn svo ég muni til. En um að gera að giska, þar sem þú ert þó eina stelpan sem tekur þátt!

10:15 AM  

Post a Comment

<< Home