Thursday, July 21, 2005

Thomas Jane

Það var loksins að Jósi fattaði að leikarinn sem spurt var um er enginn annar en Thomas Jane, sem lék Punisher í samnefndri mynd, lék hafnarboltastjörnuna Mickey Mantle í *51, lék með John Travolta í Punisher, Face/Off og Thin Red Line og lék hina víðfrægu löggu/bankaræningja Andre Stander í Suður-afrísku bíómyndinni Stander. Hún er mega. Svo lék hann Tom í Dreamcatcher, byggðri á sögu Stephen King.

Jósi, djövuggl hefurðu gúgglað þetta til að fá rétt svar, því ekki manstu eftir honum í Thin Red Line eða Face/Off, er það?

Fáum því nýja getraun og HVER ER LEIKARINN?

Hann var drepinn af einum hressasta fjöldamorðingja kvikmyndasögunnar í frægri mynd.

Hann lék í Stephen King mynd.

Í hlutverkum sínum hefur hann þurft að kljást við dópsala, afturgöngur, víetnama, óvætti úr geimnum og óþæg börn.

Hann hefur leikið á móti Al Pacino.

Hann hefur leikið, leikstýrt, samið handrit og samið og spilað tónlist í bíó, auk þess að framleiða.

Hann spilaði inn á plötu með einni þekktustu rokkhljómsveit heims.

Hver er maðurinn?

4 Comments:

Blogger Gauti said...

jæja . . nú er ég viss . . Johnny Depp !!

4:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var laglegt!!!
Hvernig vissirðu?

4:30 PM  
Blogger Gauti said...

Drepinn af Freddy Krueger , með Al í Donnie Brasco, Secret window er King myndin og var að kljást við drauga í "sjóræningjum kyrrahafsins" . . en ég fattaði þetta á óþekku börnunum af því ég var nýlega að skoða "Charlie and the Chocolate Factory" á IMDB . . auk þess sem ég vissi að Depp er með tónlistarbakgrunn . . takk og bless.

4:40 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, hann samdi lag fyrir "Once upon a time in Mexico", spilaði á gítar í Chocolat - alveg sjálfur - og spilaði sólóið í Fade In/out með Oasis.
Átti jú líka í útistöðum við draug í "Sleepy Hollow".
Hressandi!

4:44 PM  

Post a Comment

<< Home