Thursday, July 21, 2005

Í tilefni veðurfars síðustu daga...

væri tilvalið fyri þig, lesandi góður, að trítla niður á Döbblíner í kvöld og skella í þig nokkrum svellköldum. Ég er nebblega að spila þar, byrja hálfellefu. Mættu.

Tek við óskalögum hér í kommentakerfinu.

Annars fór ég á lappir klukkan átta af því yngri-Sveppur var alltof hress. Því setti ég Stubbana á skjáinn og reyndi bara að leggja mig með hann í fanginu. Það var ekki hægt sökum tíðra hrópa og kraftmikils sprikls af gleði yfir því sem hann sá á skjánum.

Réttur dagsins er Stubbapottréttur með íslenskri rabbabarasultu og krakkmellustöppu.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hei, kemst maður ekki inn á linkalistann nema vera hljómsveitt eða fara oft í bíó?

Orgelið

7:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Annars.....flott nýja lúkkið. Blár er uppáhaldsliturinn minn. :)

.org

7:52 AM  

Post a Comment

<< Home