Friday, July 22, 2005

Yfir

Skellti mér í luktina í gær á leið minni í fyrra giggið af tveimur það kvöldið. Ákvað að raka af mér kleinuhringinn, sem var orðinn eins og steragrasbali kringum matargatið á mér og vart hægt að taka sopa af White russian (caucasian) án þess að verða eins og The Dude í byrjun The Big Lebowski (þ.e.a.s. með mjólkurskegg í skegginu). Því brá ég sköfunni (reyndar þremur stykkjum) á loft að aflokinni luktinni og tók til við að reyta andlitsarfann. Þó var kleinuhringurinn ögn efnismeiri en einnota Bic-sköfur réðu við og er ég hafði hreinsað velflest fyrir neðan munn voru sköfurnar komnar á það stig að þær hefðu ekki getað rakað neitt. Hefðu ekki getað rakað saman peningum þó þær væru Jóakim frændi! Því var eftir þetta fjallmyndarlega Selleck milli nefs og hátalara. Þegar ég fór að skoða nánar sá ég að ég var jafnvel fallegri en fyrr með Selleckinn og ákvað því að láta hann standa óáreyttan, enda nýbúinn að horfa á Runaway. Ég þurrkaði mig því og fór í gallann og labbaði svo af stað. Spurði stúlkukindina í afgreiðslunni hvort þetta væri ekki bara fínt og svarið kom mér skemmtilega á óvart: "Þetta er jú ferlega flott, en gerir þig eldri. Þú lítur alveg út fyrir að vera þrítugur eða eitthvað!"
Mér, þrjátíu og fjögurra ára manninum (tæplega þó), líður ennþá ÆÐISLEGA eftir þetta svar.
Takk. Ég er fallegri en fyrr - mátti þó varla við því.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home