Wednesday, August 31, 2005

Svokallað jafnrétti

Sagt er frá því í Blaðinu í dag að Árni Þór, vinstrigrænjaxl, ætli sér ekki að reyna við fyrsta sæti VG í borgarstjórnarkosningunum á ári komanda. Ástæðan - hann vill hafa pláss þar fyrir konu. Ekki neina sérstaka konu, bara konu. Listi þeirra vinsrigrænjaxla verður eitthvað sem þeir kalla "fléttulista", þ.e. karlmenn verða í öðru hverju sæti og konur þá væntanlega í hinum. Semsagt, fullkomlega hæfum konum gæti mögulega verið bolað á brott fyrir gersamlega vanhæfa karlmenn - og öfugt (ef það finnst hæft fólk innan VG).

Eins og sagt var í frægu leikriti - þetta er mesta bull sem ég hef nokkurntíma heyrt!

Hverslags hálfvitar eru þetta eiginlega? Ég vissi að þetta bévítans kommapakk væri gerilsneytt í toppstykkingu en mig óraði ekki fyrir því að svona dómadagsheimska fengi að ríða húsum þar á bæ. Þetta er skólabókardæmi um viðurstyggilget lýðskrum og sleikjuhátt.
Það á sumsé ekki að raða inn fólki eftir gæðum þess eða eftir því hvursu líklegt það er til að gera góða hluti í borgarstjórn (sem þeir vonandi verða aldrei hluti af aftur), heldur er notast við kynjakvóta, sem er hrein og klár móðgun bæði við karlmenn og konur. Eru svo ekki bláeygir, brúnegir og græneygir með kvóta? Kynvilltir og kynvísir? Ljóshærðir og dökkhærðir?

Eitt er víst, að illa gefnir eru ekki í minnihluta hjá borgarstjórnarflokki VG.

Tuesday, August 30, 2005

Doors og Steingrímur

Á bloggi Dr. Gunna, this.is/drgunni, er vísað á grein eftir John Densmore, áður trymbil hinnar stórlega ofmetnu hljómsveitar The Doors. Hann er þar að ybba gogg yfir gróðahyggju tónlistarmanna og er óhress með að fyrrum hljómsveitarfélagar hans vilja endilega leyfa auglýsendum að nota lögin þeirra gegn svimandi hárri greiðslu, jafnvel vel á aðra milljón dala í einhverjum tilfellum. Skoðið hér:

http://www.thenation.com/doc/20020708/densmore

Ég spyr bara eins og fávís kona á vestfjörðum: Hvað í ógreiddum ósköpunum er að því að græða stórfé svona ef maður getur það? Ef ég væri frægur poppari og einhver vildi fá lag eftir mig í Snickersauglýsingu fyrir múltímilljónir myndi ég ekki hika eitt andartak.
Menn eins og Densmore, sem greinilega er að gangast upp í því að vera antígróðahyggjumaður, myndu bara taka einhverjum af þessum tilboðum og henda svo fénu í einhvers konar góðgerðarstarfsemi væri örugglega betur komið fyrir einhverjum ógæfumanninum. Jafnvel að eitthvert svarta barnið í Afríku væri ekki jafn svangt. En nei, það má ekki selja Break on through to the other side í skóauglýsingu, jafnvel þótt lagið sé orðið jafn ógeðslega útjaskað og Stál og hnífur og velflestir löngu komnir með nóg af því.

Hvað um það, Steingrímur Njálsson er fluttur í vesturbæinn. Hann býr þar víst hjá vini sínum.

VINI SÍNUM!!!

Hvað er að? Af hverju á hann vini? Hversu desperat þarf maður að vera í óvinsældum og vinaleysi til að leyfa Steingrími Njáls að flytja inn á sófann til sín?

Er annars enginn að ráða bíógetraunina?

Bíógetraun

Nú skal koma með eitt stykki leikaragetraun og er hún í erfiðari kantinum, eftir því sem ég best fæ séð.

Spurt er um leikara.

Hann hefur leikið á móti Samuel L. Jackson og Donald Sutherland.

Í nýlegri mynd lék hann úr sér gengna rokkstjörnu sem túraði Bretlandseyjar á úr sér genginni rútu. Aðalhlutverkið í þeirri mynd lék stúlkukind sem þykir afspyrnu góð söngkona.

Okkar maður er Englendingur, en hefur æði oft leikið Rússa.

Okkar maður hefur leikið Júlíus Sesar.

Hver er kallinn?

Annars var ég að sjá að Donald Sutherland mun leika í næstu 24-seríu. Verður það hreint indælt, því kallinn er schnilld.

Horfði á Contender í gær, en þátturinn verður æ meira spennandi. Ég hélt nú soltið með Bosante, sem datt út í gær eftir æsispennandi viðureign við Jesse Brinkley. Stuð.

New Orleans er á kafi í vatni. Ekki verður Hard Target 2 gerð þar í bráð. Mig hefur alltaf langað að koma þangað, en nú er ég ekki svo spenntur.

Monday, August 29, 2005

Í stuði með Allah

Hey! Ég er orðinn frægur! Haldiði að Blaðið í dag hafi ekki hreinlega birt alla Sirkús-færsluna mína aftarlega og neðst, þar sem enginn sér til. Juminn.

Var að spila í skemmtilegur partýi í Hafnarfirði á laugardaxkvöld. Bara stóð inni í stofu og spilaði og söng meðan allir dönsuðu konga og drukku bollu. Ég gerði sömu mistök og alltaf, smakkaði bolluna, fannst hún dauf og reiknaði þessvegna með að áfengismagnið væri af skornum skammti. Þessvegna fékk ég mér meira... og enn meira... og endaði í blakkáti. Það var ógleymanlegt.
Júlli í Pass tók nokkur lög með mér, það var gaman.

Skreið úr téðu samkvæmi niður á Amsterdam og hitti milljón manns og komst í svakastuð. Kom of seint heim og var þunnur í gær þegar ég var að spila á Dubliner. Það var samt hreint býsna gaman.

Búinn með 24. Arnold Vosloo er vondi kallinn í þessari seríu og hann er töff. Fyrir þá sem ekki vita hver það er þá lék hann annan vonda kallinn í Hard Target með Van Damme hér um árið og titilhlutverkið í Mummy. Svo lék hann aðalhlutverkið í Darkman-framhaldsmyndunum. Í 24 að þessu sinni er hann í hlutverki einhvers Tyrknesks terrorista sem ætlar að gera Jú ess of Ei að mun verri stað með mun meira af dauðu fólki. Jack Bauer er jú að reyna að koma í veg fyrir það.

Serían er ágæt þó hún fari alveg langt yfir sig á köflum, með óvæntum endi og skemmtilegum fléttum. Mér finnst samt fyrsta best.

Annars hef ég lítið að segja. Kommentiði eitthvað sniðugt á mig, svo ég komist í stuð.

Friday, August 26, 2005

Meiri kúabjöllu!

Ég var búinn að heyra af því undanfarið að forsetaframboð Christopher Walken væri bara grín, eitthvað í sambandi við hlutverk hans í Boðflennum á biðilsbuxum (Wedding Crashers). Þetta var jú eiginlega of gott til að vera satt. Eins og ég hef margoft rekið mig á í lífinu, er það svo að þegar eitthvað er of gott til að vera satt er það vegna þess að það er haugalygi.

Svo er því miður um forsetaframboð Herra Walken.

Okkar maður ætlar víst ekki, allavega að svo stöddu, að verða forseti BN of A, þrátt fyrir að hann væri örugglega mun betri en Hillary og pottþétt margfalt betri en málhalta og vitblinda gimpið sem gistir Hvíta húsið þessi misserin.

Herra Walken, ef þú ert að lesa (og hefur á undraverðan hátt lært íslensku nýverið) þá áttu að bjóða þig fram og vinna. Þú átt að verða forseti Bandaríkja Norður-Ameríku. Mér skilst að það veiti ekki af ögn meiri kúabjöllu þarna.

Annars var ég að heyra að Brad Pitt og Jennifer Aniston væru skilin og Brad tekinn saman við Angelinu Jolie. Það er agalegt. Af hverju er ekkert um þetta í blöðunum?

Eldri-Sveppur er að fara að læra á píanó. Jibbí.

Annars datt ég í það í gær meðan ég var að spila. Það var gaman. Jósi og Villi Goði drukku með mér áfengi og var það hreint indælt. Annars var ég að heyra að bjór væri fitandi. Ég þarf sumsé að éta minna svo ég hætti að líta út eins og lifrarpylsa.

Las í blaðinu að Barði hefði gengið út úr Kvöldþættinum á Sikusi. Mér finnst það fyndið.

Ókeibæ.

Thursday, August 25, 2005

AC-30

Ég var að lána Kim Larsen Voxinn minn, þ.e.a.s. þennan nýja (ég á náttlega fullt af þessu).

Sífulli danaskratti...

Wednesday, August 24, 2005

Stuð

Mikkudagur og ég er í stuði. Svaf í átta tíma í nótt, sem hefur ekki gerst í nokkur ár. Vakna kannski almennilega upp úr hádegi.

Walken-getraun dagsins er hress.

Í mynd nokkurri lék Walken mann sem var ekki allur þar sem hann var séður. Karakter hans þótti hinsvegar að sumu leiti minna talsvert á mann sem er til í alvörunni. Því brugðu framleiðendur á það ráð að taka skýrt og skilmerkilega fram í byrjun myndarinnar að þessi persóna, sem Walken leikur, og vörumerkið, sem hann stóð fyrir, væru skáldskapur frá upphafi til enda og ættu sér enga stoð í raunveruleikanum.

Hver er myndin?

Svo vil ég óska Leslie Van Houten, eða Lulu, til hamingju með afmælið. Hún er stödd, eins og fjölmörg síðustu ár og öll önnur sem hún á ólifuð, í California Institute for Women í Fontera, Kaliforníu. Þar situr hún inni fyrir sinn þátt í morðinu á heilu kvöldverðarboði. Hún var nebblega ein af fylgisfólki Charles Manson. Það hefur víst eitthvað rofað til í hausnum á henni síðan.
Hún er fimmtíu og sex ára í dag.

Tuesday, August 23, 2005

Réttindi samkynhneigðra

Hér á landi röfla þeir sem hneygjast til síns eigins kyns mikið um að réttindi þeirra séu af skornari skammti en annars þjóðfélagsþegna. Getur verið að eitthvað sé til í því, en við erum eflasut mun framar á merinni en ítalir. Hér er rökstuðningur:

http://www.stuff.co.nz/stuff/0,2106,3305633a4560,00.html

og ekki orð um það meir.

Mamma á ammæli

Hún mamma mín á ammæli í dag. Til hamingju, elsku mamma mín. Þú ert fallegasta og besta konan í öllum heiminum.

Annars er það helst að frétta að Hildur Vala er víst byrjuð með Jóni Ólafssyni. Ég held það sé píanistinn, gæti samt alveg verið Jón í Skífunni eða Jonni bassaleikari í Start. Er ekki viss.

Heiða í Ædol er víst byrjuð með Ragga Bjarna, Helgi Þór með Diddú og Davíð Smári með Röggu Gísla.

Einar Valur átti svarið við Walken-getrauninni í síðustu færslu, rétt svar var Who am I this time, eða Hvur er ég í þetta skiptið. Sjónvarpsmynd frá því á síðustu öld.

Er dottinn inn í 24, síson 4. Byrjaði óvart pínuá sunnudag og hélt áfram í gær, þegar sonur minn var veikur og ég mætti því ekki í vinnuna fyrr en kl. 4. Sat heima þangað til og horfði á Jack Bauer berja á vondu köllunum. Hélt svo áfram eftir vinnu og fram á kvöld, vaknaði svo últrasnemma í morgun og hélt áfram. Búinn með þátt 13, klukkan er orðin 8 að kvöldi og allt er bókstaflega í hers höndum. Þetta er meira ávanabindandi en heróín. Ætti að vera notað á Vogi, kannski. Láta dóphausana horfa á allar fjórar seríurnar í röð og gera aðeins smápásu á tveggja þátta fresti til að fara á klóið og éta, hvort tveggja í einu. Kóld törkí yfir sjónvarpinu. Eftir að Bauer er búinn að bjarga heiminum og Bandaríkjaforseta í fjórða skiptið eru menn klín og geta fengið sér vinnu. Eins gott að þeir hafi gaman af CSI ef þeir falla aftur.

Sjáumst.

Monday, August 22, 2005

Menning schmenning

Skrapp niður í bæ í gær í þeim tilgangi, virtist vera, að týna familíunni hvað eftir annað í mannþröng og leiðindum. Veðrið var fínt, en það sama er ekki hægt að segja um línudansinn sem ég varð vitni að eða íbízatechnódídjei-inn sem lék lög af plötum þar á eftir. Fékk mér hinsvegar alveg eðal vöðuskel og steinbít af grillinu hjá einhverju köfunarfélagi og tók svo næsta klukkutíma og hálfan í að koma mér heim.
Svo heyri ég í úbartinu í dag að borgarstýruómyndin er að væla um að eitthvað hafi farið úr böndunum (hún hljómar alltaf eins og hún sé að grenja) og það þurfi að finna ráð til að hafa betri stjórn á öllu þessu mannhafi - hvað með að hafa þetta fleiri daga? Er það ekki morgunbloodyobvíuss að það er svo mikið um að vera að það þarf að deila þessu niður á heila helgi? Menningarhelgi frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds! Þar með er kominn enn meiri grundvöllur fyrir því að fá erlenda ferðamenn og jafnvel heimsfræga skemmtikrafta (sem reyndar eru orðnir dæm a dösen upp á síðkastið) og hafa dagskrá yfir 4 kvöld og 3 daga.

Hvað um það, horfði á Jurassic Park enn eitt skiptið í gær (og morgun, því ég hafði sofnað). Alltaf jafn skemmtileg. Byrjaði svo áðan á nýjustu 24, sá að vinur minn William Devane er þar með rullu. Hann er kúl.

Guðni Ágústsson vill ekki flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir skort á því hér heima. Hann sagði í fréttatíma um daginn að Argentína væri fjarlægt land sem við vissum lítið um. Hann sagði líka í fréttum áðan að þó kjötið sem ætti að flytja inn væri frá allt öðrum landshluta en gin og klaufaveikin kom upp í fyrir nokkrum árum ættum við ekki að skipta löndum í parta. Mig langar að fræða þá, sem ekki vita, um það að Argentína er gríðarlega stórt land, það áttunda stærsta á kúlunni, og þar búa 30 milljónir manna á 2,8 milljónum ferkílómetra. Strjálbýlla verður það varla. Þess utan hafa dýralæknar sagt að ekkert sé því til fyrirstöðu að flytja inn kjöt þaðan - nema náttúrulega að það kæmi bændum, aðalstuðningsmönnum Framsóknar, illa. Því er enn eina ferðina vaðið yfir okkur meðan bændur fá ekki bara beina styrki heldur líka svona mafíufyrirgreiðslu.

Rjúpnaveiðar verða hlægilegar nú í ár ef hver og einn má bara skjóta 10 - 15 kvikindi. Það er eins manns skammtur á aðfangadagskvöld, jólanótt og jóladagsmorgun. Eins og Hanni Bakk sagði, þá er þetta ekki upp í kött á nesi.

Enn eitt gatnamálahryðjuverk R-listans er á Miklubrautinni, sem þeir hafa reyndar að miklu leiti lagt í rúst fyrir. Nú er sumsé ein akrein fyrir stætó og bara strætó. Önnur umferð kemur að sjálfsögðu til með að ganga hægar fyrir vikið, en við verðum að láta okkur hafa það svo tómir strætisvagnarnir komist leiðar sinnar. Ég er ekki feginn að R-listinn er að liðast í sundur, ég er fúll yfir að hann og hans aðalstrumpar voru ekki teknir af lífi! Fyrst moka þeir peningunum okkar í að halda uppi strætóleiðum sem enginn notar, svo breyta þeir leiðakerfinu til verri vegar með ærnum tilkostnaði - til þess að spara - og svo fá þeir akreinar af götunum sem við hin vorum kannski að nota. Bara asnalegt.

Christopher Walken-getraunin í dag er erfið. Í einni ágætri mynd lék þessi vonandi verðandi Bandaríkjaforseti ákaflega feiminn mann sem var í áhugamannaleikfélagi. Þar gat hann brugðið sér svo gersamlega í karakter að öll hans feimni var fyrir bí. Hinsvegar vandaðist málið þegar kona ein varð ástfangin af honum - í karakter.

Hver veit hvaða mynd þetta er?

Friday, August 19, 2005

Emmogemm og eitthvað

Sá það á mbl.is að Eminem er á sjúkrahúsi, en ekki spítala, vegna ofneyslu svefnlyfja. Eins og kerling.
Hvað varð um þá gömlu, góðu daga þegar rapparar mokuðu kókaíni í nebbann sinn og reyktu gras eins og þeir fengju borgað fyrir það? Eru launin orðin svona lág í rappbransanum að menn hafa ekki efni á almennilegri ólyfjan, verða að koma sér á sjúkrahús vegna ofneyslu læknadóps?
Eða er Eminem bara kerling?
Ekki það að ég sé neitt sérstaklega hlynntur neyslu á ólöglegum efnum, en ef menn gera eitthvað á að gera það almennilega, ekki þetta bévítans hálfkák.

Halli Hólm er ammælisbarn dagsins, en hann drekkur sig til ólífis í kvöld í tilefni 29 ára afmælisins síns. Til hamingju með skorpulifur morgundagsins.

Christopher Walken - getraunin í dag er svona:

Í hvaða bíómynd lék Herra Walken glæpamann sem bara sama nafn og þjóðsagnakenndur bíómyndaleikari? Svar óskast.

Sport

Konan mín er skautakona og þess vegna er hún í gipsi. Íþróttir eru hættulegar og eiginlega heimskulegar líka að mínu mati. Fjöldi fólks deyr við íþróttaiðkun, örugglega ekki mikið færri en af völdum ólöglegra eiturlyfja. Eftir að hafa séð þetta

http://www.yourdailymedia.com/media/1124272025

er óskiljanlegt að þetta helv... sé ekki bannað með lögum.

Kristófer kokkar

Kokkað með Kristóferi, verðandi forseta Bandaríkja Norður-Ameríku;

http://www.ojai.net/swanson/cooking_with_chris.htm

og verði ykkur að góðu. Ef hann notar wok-pönnu, heitir hann þá Christopher Wok-en?

Eruð þið ekki hress, annars? Ég fór á fyllerí í gær með Agli og Eysteini. Sá Doors Tribbjútband. Gott band, leiðinleg lög.

Wednesday, August 17, 2005

Sirkús

Sofnaði yfir sjónvarpinu í gær. Það var engin furða, ég var að horfa á Sirkus. Þeir mega nú eiga það að þeir sýna gamla Seinfeld og Friends ótt og títt, en íslenska sjónvarpsfólkið er ekki alveg að gera sig.

Guðmundur Steingrímsson er með Kvöldþáttinn. Til að taka ekki of djúpt í árinni skulum við segja að hann sé enginn Hemmi Gunn.

Í Kvöldþættinum er fréttatími, hvar maður að nafni Bjarni Grétarsson kemur fram undir nafninu Sigurjón Bjarnason. Engin furða að hann vilji leyna sínu rétta nafni miðað við frammistöðuna. Hann hefur víst, er mér sagt, verið með útvarpsþátt á FM. Það hentar útliti hans mun betur að vera í útvarpi, helst með þöglan þátt.

Unnur Birna... æææ. Hún sér um kvikmyndaþáttinn Sjáðu. Það er álíka gáfulegt að setja hana í þá stöðu eins og að láta undirritaðan sjá um vikulegan sjónvarpsþátt um heila og taugaskurðlækningar í suð-austur Asíu. Mér fannst Unnur Birna voða sæt þangað til ég sá þáttinn.

En til að jafna þetta ögn þá sýna þeir American Dad, sem er bara fyndinn.

Bauxmálið... það er skemmtilegt. Fyrst er okkur sagt í bresku blaði að þetta snúist um að Big Mac og pylsa með öllu hafi verið greidd af röngum reikningi. Svo bendir Mogginn á millifærslur upp á hundruðir milljóna sem ekki séu samkvæmt lögum og reglum. Svo er Fréttablaðið, sem er í eigu Baugsfeðga, með ítarlega umfjöllun um málið. Ákærurnar eru birtar í heild sinni, með ítarlegum útskýringum frá ákærðu - sem eru, eins og áður segir, eigendur blaðsins. Eins er viðtal við þá allítarlegt. Allt sem þeir láta út úr sér við blaðið er lesið yfir af lögfræðingum þeirra.
Ekki ætla ég að eyða miklu af rýrum frítíma mínum í að kynna mér þetta mál nánar, því ég tel mig engan veginn geta treyst fréttaflutningi af því. Verð að treysta dómstólum. Vil hinsvegar segja að mér finnst þetta allt saman voða fyndið. Nefni dæmi af sláttutraktornum, sem þeir Baugsmenn segja að hafi verið "mistök". Það er hægt að segja þetta um öll skattsvik, er það ekki? Ef villur koma upp í bókhaldi segir maður bara "mistök". Á maður þá að sleppa við dóm? Er ekki ábyrgðin hjá fyrirtækinu að halda vel utan um bókhald sitt?
Einnig hafa fjölmiðlamenn sagt að ef Baugsmenn fái dóm eigi meirihluti íslenskra bissnissmanna að hljóta dóm - er það réttlátt? Ég efast um að þeir sem láta svona út úr sér þekki helming íslenskra bissnissmanna. Þess utan á ekki að sleppa einum með að fremja glæp þó að margir aðrir hafi framið sama glæp og komist upp með það. Hreint absúrd að "viti bornir menn" segi svona lagað. Kannski segja þeir það af því að fjölmiðillinn sem þeir vinna hjá er í eigu ákærðu.

Annars er Cameron Diaz á landinu. Las það í blaði sem er í eigu Baugsfeðga. Ætli hún vilji koma í sleik?

Bíórýni

Sagði frá því hér nýverið að ég hefði fjárfest í Murder on the Orient Express og Untergang á dvd. Ég horfði á þær í gær meðan ég lá bleikur heima.
M.o.t.o.e. var æðisleg þegar ég sá hana í sjónvarpinu ´82. Hún var hinsvegar jafnvel betri núna, því ég hafði ekki alveg fattað hana í gamla daga. Þrjár stjörnur og Ingrid Bergman (systir Sverris) fékk Óskarinn fyrir besta aukahlutverkið.

Untergang er hinsvegar allt annað... tær snilld fjórar stjörnur af fjórum, ferfalt húrra og lengi lifi leikstjórinn. Ein besta mynd sem ég hef séð á þessu ári og eflaust á topp tuttugu yfir bestu sem ég hef séð yfirhöfuð.
Farging snilld.

Vil einnig benda á Stone Cold með Tom Selleck sem ég verzlaði og horfði á nýverið. Sjónvarpsmynd í skárri kantinum. Má ekki rugla saman við samnefnda mynd með Brian Bosworth. Hún er ein sú versta.

Tuesday, August 16, 2005

Pólítík Schmólítík

Skemmtilegar fréttir af hægum og kvalafullum dauða R - listans í þeirri mynd sem við þekkjum eru sem fögur tónlist í eyrum mínum. Samt stórfurðulegt að svona samtíningur ólíkra flokka skyldi endast þetta lengi þegar stefnuskráin var eitthvað á þessa leið : "Koma D - listanum frá og sjá svo bara til".

Pólítíkin úti í hinum stóra heimi er þó jafnvel áhugaverðari. Enginn annar en æskuvinur minn og félagi, maður sem stytt hefur mér stundir og verið sálufélagi minn ótal kvöldstundir hefur ákveðið að bjóða sig fram til forsetaembættis Bandaríkjanna eftir þrjú ár og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Koma Bandaríkjum Norður - Ameríku aftur til vegs og virðingar í alþjóðlegu samfélagi og gera menn svo stolta af því að vera frá Jú ess of ei að þeir hætti að ganga með "Canada" - húfur í utanlandsferðum. Enginn annar en Christopher "Ronnie" Walken er búinn að tilkynna framboð sitt, sjálfstætt, og ögra þar með hinu andstyggilega tveggja flokka kerfi sem hefur viðgengist of lengi þar á bæ. Síðast þegar leikari var við völd í Hvíta húsinu lagði það grunninn að hruni Sovétsins. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist ef leikari, sem er þetta góður, kemst til valda. Nú er bara að flytja til BNA, fá ríkisborgararétt, skella sér á kjörskrá og kjósa minn mann 2008.

www.walken2008.com

Getraun dagsins - í hvaða mynd lék Herra Walken bófa lagði á flótta frá vörðum laganna á sendibíl, sem falinn hafði verið inni í vörubíl?

Friday, August 12, 2005

Aðgerðir næstu vikurnar...

Er staddur niðri í búð Tóna og nýbúinn að rífa niður auglýsingu frá Kárahnjúkatjaldbúðapakkinu. Auglýsingin var illa gerð, ljósrituð, full af stafsetningarvillum ("undurbúningur" er skemmtilegt orð) og límd upp á steypu með glæru límbandi. Sumsé, frágangur lélegur og minnir um margt á aðgerðir hópsins, sumsé þeim ekki til sóma.
Á blaðinu (sem mér vitanlega var aldrei fengin heimild til að líma utan á búðina hvar ég vinn) er talað um aðgerðir næstu vikna gegn álrisunum, álfustunum og hvaðeina. Eitt stakk mig þó sérstaklega - þeir tala um að þeir muni halda áfram að vinna gegn skemmdarverkum á alþjóðlegum vistkerfum og gróða stórfyrirtækja. Ég skil mætavel að menn vilji vinna gegn skemmdarverkum á vistkerfum - en að vinna gegn gróða stórfyrirtækja? Er það ekki hið besta mál ef einhver græðir, jafnvel þó það séu stórfyrirtæki? Gróði er fínn - ef hann er heiðarlega fenginn. Það er ekki glæpamennska að smíða mannvirki, það er heiðarleg vinna, mun heiðarlegri en að skemma fyrir vinnandi fólki og hlekkja sig við vélar. Gróði er góður, stórfyrirtæki sem ekki sýna gróða þurfa yfirleitt að segja upp fólki eða leggja sig endanlega niður, sem er ekki gott.
Gaman að vita að skyrslettupakkið er á móti því að einhver græði.

Skoðun mín á þessari blessuðu virkjun og álveri hefur komið fram hér á blogginu, sem og skoðun mín á mótmælendunum. Mér finnst alltíkei að fólk hafi skoðanir og mótmæli einhverju sem það er ósammála. En þegar fólk slettir grænu skyri á annað fólk - sem bæ ðö vei kemur ákvörðun stjórnvalda um álver lítið eða ekkert við - og brunar svo austur í land að hlekkja sig við vinnuvélar í þeim tilgangi að trufla vinnandi menn við löglega iðju sína, þá er þetta komið út í hreina og klára glæpamennsku og þá á pakkið að fara í steininn, eða ef um útlendinga er að ræða, aftur heim til sín og aldrei að koma aftur. Bæbæ.
Rétt eins og að það er í lagi að mótmæla Íraksstríðinu, en alls ekki í lagi að henda Molotovkokkteil í sendiráð BNA. Þar hefði nú ótalandi rappkjáninn átt að fara í grjótið.

Hvað um það, fæðingarorlofið hjá KEA - bráðskemmtilegt mál. Ekki orð um það meir.

Horfði á Freaky Friday um daginn. Fjallar um unglingsstúlku og miðaldra móður hennar sem vakna hvor í annarar líkama einn daginn. Það er samt ekki það ótrúlegasta við myndina. Lindsay Lohan að þykjast spila á gítar. Það er ótrúlegt. Þeir sem kunna a-dúr geta hlegið sig máttlausa yfir þessari mynd.
Af hverju var ég að horfa á Freaky Friday... ég á börn, ég hef afsökun. Mér finnst samt meira gaman að horfa á Kábojmyndir með þeim.

Er að spila á Dubbliner um helgina, mætið öll. Nefndin.

Thursday, August 11, 2005

Fimmtudagur með rigningu og veseni

Nú, jæja. Sá fréttir í gær. Það var gaman. Einhverjir mótmælendaskrattar, nýkomnir frá Kárahnjúkasvæðinu, voru í fréttum í gær á Rúv, vælandi eitthvað yfir því að ómerktur lögreglubíll hefði veitt þeim eftirför dágóða stund. Þau kváðu bílinn hafa elt þau frá Austurlandi að útvarpshúsinu, hvar hann lét sig hverfa þegar myndatökumenn sjónvarpsins komu í málið undir stjórn hins eflaust fullkomlega hlutlausa Ómars Ragnarssonar.
Mótmælendurnir tveir, sem eru að hálfu Ólafur sá er sletti skyri á alsaklausan almúga nýverið, þeim til armæðu og eignatjóns, kváðu þettta vera líkt og í Austur-Þýskalandi fyrir fall múrsins. Sjálfum leið mér bara vel að vita að lögreglan hefur eftirlit með glæpamönnum. Það eina sem ég sá athugavert við fréttina var að Rúv á aldrei að sýna ómerkta lögreglubíla í sjónvarpinu, því það er engum til gagns nema þeim sem starfa utan ramma laganna. Mætti alveg segja mér að einhver sölumaður dauðans væri nú þakklátur fyrir að hafa fengið gerð, lit og bílnúmer ómerkts lögreglubíls alveg ókeypis.

Hvað um það, keypti mér Untergang og Murder on the Orient Express í gær. Hlakka til að horfa á þær. Austurlandahraðlestarmorðið er einmitt ein af fáum Agatha Christie-myndum sem eitthvað var varið í. Mér fannst Poirot alltaf leiðinlegur, hafði alltaf á takteinum einhverjar utanaðkomandi upplýsingar sem smelltu gátunni í bláendann. Morðgáta er lítils virði ef áhorfandinn - eða lesandinn - hefur ekki sömu ráð og spæjarinn til að leysa vandann.
Verð þó ætíð Bjarna Randver (ammælisbarni fyrradagsins, ásamt Whitney Houston og Nakasagi-sprengingunni) þakklátur fyrir að sýna mér bestu Christie-mynd ever, Endless Night. Gerði mér það ljóst að þetta var ekki allt sorp.

Hér er svo fersk kerskni sem ég fékk símleiðis:

Maður nokkur var staddur í Hagkaupum að kaupa sér kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði í hann og brosti til hans. Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. "Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns" svaraði hún.
Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér "ha... ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér... ó mæ god, ég þekkti þig ekki!"
Konan svaraði svipbrigðalaust:

"Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!"

Ekki orð um það meir.

Wednesday, August 10, 2005

Á við meiðsli að stríða...

Mylla okkar antísportista fékk nú heldur betur vatn á sig í massavís í gær og vel það þegar kerlingin mín, gríðarlegur íþróttasinni, flaug á hausinn við skautaiðkun og mölvaði á sér úlnliðinn. Er víst óhætt að fullyrða, þó ég hafi ekki prófað sjálfur, að óþægindin sem fylgja því séu síst vanmetin og verður víst að skjóta sig í hnéskelina til að upplifa viðlíka magn sársauka. Hún ber sig samt assgoddi vel, kellingin, enda á fríkeypis ólyfjan.
Ekki er þetta í fyrsta né annað (né þriðja) skiptið sem íþróttabölið sendir þessa annars yndislegu konu á sjúkrahús og sést þar greinilega hverslags böl er hér á ferðinni, þ.e. íþróttirnar í heild.
Sjálfur held ég mér í formi (mitt form er reyndar að nálgast kringlótt) með að labba stundum ögn, hlaupa ef ég er að flýta mér, synda smá með konu og börnum (ólíklegt að menn drukkni í hóp) og róta græjunum mínum milli vínveitingahúsa bæjarins.
Ekki er það versti parturinn við íþróttirnar hvað þær geta verið líkamlega hættulegar, valdið beinbrotum, örkuml og dauða - heldur hvað íþróttamenn upp til hópa virðast vera að drepast úr frekju. Ef þeir byrja að stunda íþróttir, sem eru ekkert meira en venjulegt áhugamál, ætlast þeir alltí einu til að skattpeningar okkar séu notaðir í að borga hobbíið þeirra! Íþróttamannvirki, niðurgreiðslur og styrkir til íþróttafélaga, bla bla bla... enginn annar hópur áhugamanna fær jafn mikið úr ríkissjóði en þessir sjálfumglöðu vælukjóar. Samt eiga þeir lottóið að sem tekjulind - skattfrjálsa.
Reyndar, eins og áður hefur margoft komið fram, finnst mér ekki að áhugamál fólks eigi að ganga á ríkisstykjum, hvort sem um ræðir tónlist eða íþróttir, eða bara eitthvað annað. Ef einhver íþróttamannvirki eiga að fá ríkisstyrki eru það líkamsræktarstöðvar, hvar fólk byggir sig upp og kemur sér í gott form með töluvert minni slysahættu en t.d. fóbbolt eða viðlíka frummannssprikl.
Oft eru rökin fyrir ríkisstyrkjum til íþrótta þau að svo margir eigi þetta að áhugamáli - þeim mun auðveldara ætti að vera að gera einhvern bissniss úr þessu og láta þetta standa undir sér!
En, nei, ríkið skal blæða og á meðan verða sjúkrahús, skólar, löggæsla og slökkvilið bara að herða sultarólarnar svo einhverjir spriklarar getir sparkað í bolta á aðeins betra gervigrasi.

Hvað um það, Clint er kominn til landsins og það með fríðu föruneyti, gott ef Barry Pepper (trúaða leyniskyttan úr Saving Private Ryan fyrir þá sem vita ekkefrt í sinn haus) er ekki með í för. Vona að þeir komi á Dubliner um helgina (er að spila þar fim, fös lau, sun) og þá skal ég bjóða þeim á fyllerí.

Fékk mér Vox AC 30 heim til mín og setti inn í barnaherbergi. Sætur.

Svo er litli Sveppur byrjaður á leikskóla. Er þar í aðlögun núna. Ég stakk bara af og fór í tölvuna. Kerlingin sofandi í gipsi og fatla, stóri Sveppur sofandi... ég er orðinn syfjaðuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

Saturday, August 06, 2005

Skemmtilegt

Hún á ammælídag, hún á ammælídag, hún á ammæli hún kerlingin mín, hún á ammælídag!
Til hamingju, ef þú ert að lesa þetta. Annars lestu aldrei bloggið mitt, svo það þýðir ekkert að koma með einhverjar ástarjátningar og svoleiðis.

Í framhaldi af kommenti mínu um Hreim (sem nú heitir Barði) og Árna Nonsense er gaman að henda hér inn broti úr yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar varðandi þetta skemmtilega atvik um helgina, þegar Árni barði Hreim fullkomlega að tilefnislausu (jú, ég hef talað við vitni!).
Segir m.a. í yfirlýsingunni:

Þjóðhátíðarnefnd harmar þá uppákomu sem varð á Brekkusviðinu á sunnudagskvöldinu og biður Hreim Örn Heimisson afsökunar á framferði annars starfsmanns gagnvart honum umrætt kvöld. Hreimur Örn Heimisson hefur reynst öflugur starfsmaður Þjóðhátíðarnefndar um árabil. Störf hans verðskulda eingöngu virðingu og þakklæti.

Og hananú. Árni heitir þarna "annar starfsmaður". Maður verður ekki ómerkilegri en það.

Annars er eitt sem fer gríðarlega í taugarnar á mér - þegar stendur á flennistóru skilti fyrir ofan löð og tímarit í verslunum "Blöðin eru ekki ætluð til aflestrar".
Hvað í ósköpunum á þá að gera við þau? Ekki fer ég að kaupa blað sem á ekki að lesa!

Ég ætlaði að setja inn link á Smack-síðuna, en þar er engin mynd af mér og ekkert minnst á að ég spilaði með þeim aftur nýverið í brúðkaupi Lalla flugumferðarstjóra (reyndar eiginlega ekkert minnst á mig yfirhöfuð), þannig að þið getið tekið þennan link og troðið honum upp í rassgötin á ykkur. Djéskotans...

Thursday, August 04, 2005

Komiði sæl og vinsamlegast fyrirgefið mér hvað ég hef verið lengi fjarverandi. En svo illa vill til að ég á mér líf og hef verið að lifa því. Ég flutti inn til nýja píanósins míns, sem býr í nýju íbúðinni minni, sem ég keypti mér alveg sjálfur.. með konunni minni... og KB banka.Híbýlunum fylgdi sem sé píanó, sjöþúsund ára gamalt, af gerðinni Steinmeyer. Hann er örugglega gyðingur. Það er falskara en Árni Johnsen - sem lamdi Hreim. HREIM!!! ÞAÐ LEMUR ENGINN HREIM - ÞAÐ STENDUR Í LEIÐAVÍSINUM AÐ ÞAÐ SÉ BANNAÐ!!!

Hvernig finnst ykkur það?

Hreimur er svo mikið ljúfmenni að það er mynd af honum í orðabókinni við einmitt orðið "ljúfmenni". Fólk á að fara í rafmagnsstólinn fyrir það eitt að vera illa við hann.
Sjálfur gerði ég ekkert um verslunarmannahelgina, sem er ágætis leið til að láta ekki berja sig af Johnsen. Spilaði jú á Dubliner sunnudagskvöldið með Binna Bassakaddli, við vorum ögn við skál og í svakastuði. Mjög skemmtilegt.

Sá Sin City. Ljómandi.

Sá Eyes of Laura Mars á dvd, hafði ekki séð hana síðan ég horfði á hana í sjónvarpinu ´82 með Dóru frænku á Húsavík. Frábær mynd. Smá Dead Zone í henni, sem er frábært.

Hvað um það, íbúðin mín... hún er frábær, í labbfæri frá Stebba Stuð og Maríu (sem einmitt komu í heimsókn, settu upp ljós og drukku bjór um helgina), með glænýrri sérsaumaðri eldhúsinnréttingu úr einhverjum við sem er rándýr, með rafmagnshelluborði sem kostar meira en gítarinn minn - sem er dýr - og innbyggðu píanói. Jú, hún er reyndar í Breiðholti, en í Bergunum, sem er best þar. Ég er þó allavega ekki Bakkapakk eða Hólabjáni!

Hverfarígur... nei.

Að lokum vil ég óska Ósk og Hauki kærlega til hamingju með nýja barnið, en þeim fæddist risabarn í gær, strákur sem heitir ekki Ingvar þó ég hafi unnið hjá pabba hans Hauks í átta ár!
Drengurinn heitir sumsé Mikael - ekki í hausinn á DV-ritstjóranum heldur erkienglinum. Gott mál. Megi hann verða forseti alheimsins og finna upp heimsfriðinn.