Friday, August 12, 2005

Aðgerðir næstu vikurnar...

Er staddur niðri í búð Tóna og nýbúinn að rífa niður auglýsingu frá Kárahnjúkatjaldbúðapakkinu. Auglýsingin var illa gerð, ljósrituð, full af stafsetningarvillum ("undurbúningur" er skemmtilegt orð) og límd upp á steypu með glæru límbandi. Sumsé, frágangur lélegur og minnir um margt á aðgerðir hópsins, sumsé þeim ekki til sóma.
Á blaðinu (sem mér vitanlega var aldrei fengin heimild til að líma utan á búðina hvar ég vinn) er talað um aðgerðir næstu vikna gegn álrisunum, álfustunum og hvaðeina. Eitt stakk mig þó sérstaklega - þeir tala um að þeir muni halda áfram að vinna gegn skemmdarverkum á alþjóðlegum vistkerfum og gróða stórfyrirtækja. Ég skil mætavel að menn vilji vinna gegn skemmdarverkum á vistkerfum - en að vinna gegn gróða stórfyrirtækja? Er það ekki hið besta mál ef einhver græðir, jafnvel þó það séu stórfyrirtæki? Gróði er fínn - ef hann er heiðarlega fenginn. Það er ekki glæpamennska að smíða mannvirki, það er heiðarleg vinna, mun heiðarlegri en að skemma fyrir vinnandi fólki og hlekkja sig við vélar. Gróði er góður, stórfyrirtæki sem ekki sýna gróða þurfa yfirleitt að segja upp fólki eða leggja sig endanlega niður, sem er ekki gott.
Gaman að vita að skyrslettupakkið er á móti því að einhver græði.

Skoðun mín á þessari blessuðu virkjun og álveri hefur komið fram hér á blogginu, sem og skoðun mín á mótmælendunum. Mér finnst alltíkei að fólk hafi skoðanir og mótmæli einhverju sem það er ósammála. En þegar fólk slettir grænu skyri á annað fólk - sem bæ ðö vei kemur ákvörðun stjórnvalda um álver lítið eða ekkert við - og brunar svo austur í land að hlekkja sig við vinnuvélar í þeim tilgangi að trufla vinnandi menn við löglega iðju sína, þá er þetta komið út í hreina og klára glæpamennsku og þá á pakkið að fara í steininn, eða ef um útlendinga er að ræða, aftur heim til sín og aldrei að koma aftur. Bæbæ.
Rétt eins og að það er í lagi að mótmæla Íraksstríðinu, en alls ekki í lagi að henda Molotovkokkteil í sendiráð BNA. Þar hefði nú ótalandi rappkjáninn átt að fara í grjótið.

Hvað um það, fæðingarorlofið hjá KEA - bráðskemmtilegt mál. Ekki orð um það meir.

Horfði á Freaky Friday um daginn. Fjallar um unglingsstúlku og miðaldra móður hennar sem vakna hvor í annarar líkama einn daginn. Það er samt ekki það ótrúlegasta við myndina. Lindsay Lohan að þykjast spila á gítar. Það er ótrúlegt. Þeir sem kunna a-dúr geta hlegið sig máttlausa yfir þessari mynd.
Af hverju var ég að horfa á Freaky Friday... ég á börn, ég hef afsökun. Mér finnst samt meira gaman að horfa á Kábojmyndir með þeim.

Er að spila á Dubbliner um helgina, mætið öll. Nefndin.

7 Comments:

Blogger Denni said...

það er ekkert verið að linka besta vin þinn??
http://www.simnet.is/steingrimur og hana nú!

11:11 AM  
Anonymous Haukurinn said...

Það vita það allir að ef menn eru í viðskiptum og græða þá eru þeir glæpamenn. Nú ef þeir tapa þá eru þeir hinns vegar aumingjar. Já það er vandlifað maður.

8:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er ekki hægt að koma þessu bloggi þínu um álversmálin víðar á netið? Það væri þjóðráð!
Af hverju heldur þetta lið sem er að eyðileggja fyrir öðrum, að það sé betra en annað fólk? Hér er lýðræði og meirihlutinn er búinn að tala sínu máli, það vill þessar framkvæmdir! Af hverju halda þessir "mótmælendur" að þeir séu hafnir yfir alla aðra og fara að skemma og eyðileggja allt. Þó svo að sjálfsögðu mega allir hafa sínar skoðanir og mótmæla á friðsamlegan hátt. Og útlendingar sem koma hingað til Íslands til að skemma, og skipta sér af því hvað er að gerast í okkar eigin landi, ætti að vera stungið inn! Eða þá að það ætti að halda áfram vinnu á vinnuvélunum sem þeir hlekkja sig við. Við erum ekki að skipta okkur af þeirra einkamálum eða þá að reyna að eyðileggja eitthvað heima hjá þeim, sérstaklega ekki það sem er gert lýðræðislega. Þetta eru ekkert annað en skemmdarvargar og fífl, sem eiga bágt og eru fastir í lífsstíl sem þeir geta ekki brotið sig úr, og ljúga því að sjálfum sér og öðrum að þau séu að gera eitthvað gott. Þessu liði væri nær að drullast til að vinna eða stofna eitthvað sjálf heiðarlega, og þá vonandi í friði fyrir aumingjum sem reyna ekki að rífa það niður!
Steini reiði

8:21 PM  
Blogger Ingolfur said...

Djöh
Mig langar svo að kíkja á Dubliners!
Það er aldrei leiðinlegt þar ef frændi er á staðnum.

12:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

http://www.savingiceland.org/

8:36 AM  
Blogger fkiv4uhhc26cffj said...

Big News From The Healthcare Industry!!

+++++++++++Current Profile+++++++++++
Faceprint Global Solutions (FCPG)
Current Price $0.15
A company with hot new identity solution products
and licenses with over 40 current governmental and
non-governmental contracts in negotiations.
+++++++++++++++++++++++++++++++++

Is this an undiscovered gem priced to go higher!!
Please read the following Announcement in its Entirety and Consider the Possibilities�
Watch this One to Trade!

FCPG volume trading is beginning to surge with this landslide Announcement. The value of this
stock appears poised for growth! This one should not remain on the ground floor for long.

BREAKING NEWS!!

Faceprint Global Solutions (FCPG) is pleased to announce that its European partner, Keyvelop, has teamed up with IBM's Partner World Industry Networks to deliver customer software requirement solutions for the international healthcare industry.
With FGS owning the exclusive North American rights to distribute the worlds leading encryption and transmission software developed by Keyvelop, FGS is poised to capture large volumes of sales generated by customers currently using IBM's software in the healthcare and other industries.
With traceability and security now deemed a serious business priority, companies are increasingly focused on employing procedures and controls designed to ensure the authenticity, integrity and confidentiality of electronic records.
"This is a very positive move for FGS and for Keyvelop," said FGS CEO Pierre Cote. "We are very happy about the decision to go with IBM. This is a continuation of the progress made by everyone associated with FGS and its partners."
Buell Duncan, IBM's general manager of ISV & Developer Relations commented, "Collaborating with Keyvelop will ensure that we develop open solutions that are easy to maintain and cost effective for our customers in the healthcare and life sciences industry."
Among other things, this new software technology which is currently being used by a number of European healthcare companies, is used to send any file, regardless of format or size. Encryption keys, evidence of transmission integrity with fingerprint calculation, time-stamping of all actions and status record updating, pre-checking sender and receiver identities, validating file opening dates are part of Keyvelop features.
About FacePrint Global Solutions, Inc.
FGS operates a business, which develops and delivers a variety of technology solutions, including biometric software applications on smart cards and other support mediums (apometric solutions). FGS's products provide biometric solutions for identity authentication and a host of smart card- and biometrics-related hardware peripherals and software applications. Apometrix, FGS's wholly-owned subsidiary, combines on-card or in-chip multi-application management solutions with best-of-breed 'in-card matching' biometrics. Keyvelop's secure digital envelope solution and Apometrix's on-card biometrics work together to produce the winning combination in the fields of security, traceability and identity management. FGS is headquartered in Fresno, California.
Conclusion:

The examples above show the Awesome, Earning Potential of little known Companies That Explode onto Investor's Radar Screens. This stock will not be a Secret for long. Then You May Feel the Desire to Act Right Now! And Please Watch This One Trade!
GO FCPG!

All statements made are our express opinion only and should be treated as such. We may own, take position and sell any securities mentioned at any time. Any statements that express or involve discussions with respect to predictions, goals, expectations, beliefs, plans, projections, objectives, assumptions or future events or performance are not statements of historical fact and may be "forward looking statements." Forward looking statements are based on expectations, estimates and projections at the time the statements are made that involve a number of risks and uncertainties which could cause actual results or events to differ materially from those presently anticipated. This profile is in no way affiliated with the featured company. We were compensated one thousand dollars from third party (IR Marketing) to distribute this report. Forward looking statements in this action may be identified through the use of words such as: "projects", "foresee", "expects". in compliance with Section 17(b), we disclose the holding of FGS shares prior to the publication of this report. Be aware of an inherent conflict of interest resulting from such holdings due to our intent to profit from the liquidation of these shares. Shares may be sold at any time, even after positive statements have been made regarding the above company. Since we own shares, there is an inherent conflict of interest in our statements and opinions. Readers of this publication are cautioned not to place undue reliance on forward-looking statements, which are based on certain assumptions and expectations involving various risks and uncertainties that could cause results to differ materially from those set forth in the forward- looking statements. This is not solicitation to buy or sell stocks, this text is for informational purpose only and you should seek professional advice from registered financial advisor before you do anything related with buying or selling stocks, penny stocks are very high risk and you can lose your entire investment.

6:05 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvaða leiðinlega langloka er þetta hér á undan mér. Vá hvað ég nennti ekki að lesa það.
Ég er farin að verða soldið mikið pirruð á Kárahnjúkaskelfunum fyrst þeir eru farnir að skemma kennileiti og styttur af alvöru hetjum. Hvílíkur sandkassahernaður! Iss....

Orgelið

4:19 PM  

Post a Comment

<< Home