Tuesday, August 30, 2005

Bíógetraun

Nú skal koma með eitt stykki leikaragetraun og er hún í erfiðari kantinum, eftir því sem ég best fæ séð.

Spurt er um leikara.

Hann hefur leikið á móti Samuel L. Jackson og Donald Sutherland.

Í nýlegri mynd lék hann úr sér gengna rokkstjörnu sem túraði Bretlandseyjar á úr sér genginni rútu. Aðalhlutverkið í þeirri mynd lék stúlkukind sem þykir afspyrnu góð söngkona.

Okkar maður er Englendingur, en hefur æði oft leikið Rússa.

Okkar maður hefur leikið Júlíus Sesar.

Hver er kallinn?

Annars var ég að sjá að Donald Sutherland mun leika í næstu 24-seríu. Verður það hreint indælt, því kallinn er schnilld.

Horfði á Contender í gær, en þátturinn verður æ meira spennandi. Ég hélt nú soltið með Bosante, sem datt út í gær eftir æsispennandi viðureign við Jesse Brinkley. Stuð.

New Orleans er á kafi í vatni. Ekki verður Hard Target 2 gerð þar í bráð. Mig hefur alltaf langað að koma þangað, en nú er ég ekki svo spenntur.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég verð líka að viðurkenna að ég er orðin pínu húkkt á þessum þáttum.. og fannst þetta solldið flott hjá honum í gær ;)

Bengta

10:56 AM  
Anonymous Jósi said...

Joss Ackland.

10:06 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hvurnig vissirðu það, Jósafat minn?

4:10 PM  

Post a Comment

<< Home