Wednesday, August 17, 2005

Bíórýni

Sagði frá því hér nýverið að ég hefði fjárfest í Murder on the Orient Express og Untergang á dvd. Ég horfði á þær í gær meðan ég lá bleikur heima.
M.o.t.o.e. var æðisleg þegar ég sá hana í sjónvarpinu ´82. Hún var hinsvegar jafnvel betri núna, því ég hafði ekki alveg fattað hana í gamla daga. Þrjár stjörnur og Ingrid Bergman (systir Sverris) fékk Óskarinn fyrir besta aukahlutverkið.

Untergang er hinsvegar allt annað... tær snilld fjórar stjörnur af fjórum, ferfalt húrra og lengi lifi leikstjórinn. Ein besta mynd sem ég hef séð á þessu ári og eflaust á topp tuttugu yfir bestu sem ég hef séð yfirhöfuð.
Farging snilld.

Vil einnig benda á Stone Cold með Tom Selleck sem ég verzlaði og horfði á nýverið. Sjónvarpsmynd í skárri kantinum. Má ekki rugla saman við samnefnda mynd með Brian Bosworth. Hún er ein sú versta.

2 Comments:

Blogger Bjarni R said...

Der Untergang er bara tær schnilld! Hef farið tvisvar í bíó á árinu og í bæði skiptin á hana. Mun fjárfesta í tveggja diska DVD settinu frá Bretlandi um leið og það kemur út. Annars sá ég annað svakalegt meistaraverk í gærkveldi sem þú ættir að verða þér úti um á DVD ekki síðar en pronto og horfa á sem oftast. Það er tékkneska myndin Spalovac Mrtvol (Juraj Herz: 1968) en hún mun hafa verið bönnuð skömmu eftir frumsýninguna í kjölfar innrásar Sovétríkjanna. Þú færð hana hjá www.dvdr.cz.

12:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Af hverju fæ ég hana ekki bara lánaða hjá þér þegar ég er búinn með Tinker, Taylor, Soldier, Spy?
Sjálfur nennti ég ei að bíða eftir tveggja diska Untergang-settinu, horfði bara á myndina og fæ að sjá aukaefnið hjá þér.

2:18 PM  

Post a Comment

<< Home