Tuesday, August 30, 2005

Doors og Steingrímur

Á bloggi Dr. Gunna, this.is/drgunni, er vísað á grein eftir John Densmore, áður trymbil hinnar stórlega ofmetnu hljómsveitar The Doors. Hann er þar að ybba gogg yfir gróðahyggju tónlistarmanna og er óhress með að fyrrum hljómsveitarfélagar hans vilja endilega leyfa auglýsendum að nota lögin þeirra gegn svimandi hárri greiðslu, jafnvel vel á aðra milljón dala í einhverjum tilfellum. Skoðið hér:

http://www.thenation.com/doc/20020708/densmore

Ég spyr bara eins og fávís kona á vestfjörðum: Hvað í ógreiddum ósköpunum er að því að græða stórfé svona ef maður getur það? Ef ég væri frægur poppari og einhver vildi fá lag eftir mig í Snickersauglýsingu fyrir múltímilljónir myndi ég ekki hika eitt andartak.
Menn eins og Densmore, sem greinilega er að gangast upp í því að vera antígróðahyggjumaður, myndu bara taka einhverjum af þessum tilboðum og henda svo fénu í einhvers konar góðgerðarstarfsemi væri örugglega betur komið fyrir einhverjum ógæfumanninum. Jafnvel að eitthvert svarta barnið í Afríku væri ekki jafn svangt. En nei, það má ekki selja Break on through to the other side í skóauglýsingu, jafnvel þótt lagið sé orðið jafn ógeðslega útjaskað og Stál og hnífur og velflestir löngu komnir með nóg af því.

Hvað um það, Steingrímur Njálsson er fluttur í vesturbæinn. Hann býr þar víst hjá vini sínum.

VINI SÍNUM!!!

Hvað er að? Af hverju á hann vini? Hversu desperat þarf maður að vera í óvinsældum og vinaleysi til að leyfa Steingrími Njáls að flytja inn á sófann til sín?

Er annars enginn að ráða bíógetraunina?

2 Comments:

Blogger DonPedro said...

Door voru óþarfi, og Steingrímur Njálsson er æxli á íslensku þjóðfélagi.

2:57 PM  
Blogger Denni said...

minni á www.simnet.is/steingrimur !!! hvernig væri að linka besta vin þinn á vestfjörðum?!!?!?

4:50 PM  

Post a Comment

<< Home