Friday, August 19, 2005

Emmogemm og eitthvað

Sá það á mbl.is að Eminem er á sjúkrahúsi, en ekki spítala, vegna ofneyslu svefnlyfja. Eins og kerling.
Hvað varð um þá gömlu, góðu daga þegar rapparar mokuðu kókaíni í nebbann sinn og reyktu gras eins og þeir fengju borgað fyrir það? Eru launin orðin svona lág í rappbransanum að menn hafa ekki efni á almennilegri ólyfjan, verða að koma sér á sjúkrahús vegna ofneyslu læknadóps?
Eða er Eminem bara kerling?
Ekki það að ég sé neitt sérstaklega hlynntur neyslu á ólöglegum efnum, en ef menn gera eitthvað á að gera það almennilega, ekki þetta bévítans hálfkák.

Halli Hólm er ammælisbarn dagsins, en hann drekkur sig til ólífis í kvöld í tilefni 29 ára afmælisins síns. Til hamingju með skorpulifur morgundagsins.

Christopher Walken - getraunin í dag er svona:

Í hvaða bíómynd lék Herra Walken glæpamann sem bara sama nafn og þjóðsagnakenndur bíómyndaleikari? Svar óskast.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Margar kerlingarnar eru farnar að þola jafnmikið af ólyfjan eins og karlarnir, svo að það þarf ekkert að vera með neitt kerlingatal hér....hann er bara eymingi yfirleitt að hafa ekki vit á hversu mikið hann þolir....og bara eymingi fyrir að vera að nota þessi efni yfirleitt. Ekki orð um það meir.

Forvarnaorgelið

2:52 PM  
Blogger Pippi said...

Batman 2. Max Schreck

3:24 PM  
Blogger Pippi said...

Og ég tók ekki Jósa á þetta og googlaði eða imdb.com-aði

3:25 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, það er rétt hjá Pippsternum, það var Max Schreck, í hausinn á þeim sem fyrstur lék vampíru í bíómynd (að ég held).
Orgel, ég held ekki að Eminem sé eymingi fyrir að nota ólyfjan, ég held hann hafi verið plebbi og eymingi löngu áður en hann lét nokkuð svona ofan í sig. Menn sem tala illa um mömmu sína eins og hann eru réttdræpir.

4:41 PM  
Anonymous jöklinító frjende said...

ég ætla að svara einni spurningu...Eminem er bara kelling :D and hananú

4:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

5:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

5:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

5:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

5:51 PM  

Post a Comment

<< Home