Thursday, August 11, 2005

Fimmtudagur með rigningu og veseni

Nú, jæja. Sá fréttir í gær. Það var gaman. Einhverjir mótmælendaskrattar, nýkomnir frá Kárahnjúkasvæðinu, voru í fréttum í gær á Rúv, vælandi eitthvað yfir því að ómerktur lögreglubíll hefði veitt þeim eftirför dágóða stund. Þau kváðu bílinn hafa elt þau frá Austurlandi að útvarpshúsinu, hvar hann lét sig hverfa þegar myndatökumenn sjónvarpsins komu í málið undir stjórn hins eflaust fullkomlega hlutlausa Ómars Ragnarssonar.
Mótmælendurnir tveir, sem eru að hálfu Ólafur sá er sletti skyri á alsaklausan almúga nýverið, þeim til armæðu og eignatjóns, kváðu þettta vera líkt og í Austur-Þýskalandi fyrir fall múrsins. Sjálfum leið mér bara vel að vita að lögreglan hefur eftirlit með glæpamönnum. Það eina sem ég sá athugavert við fréttina var að Rúv á aldrei að sýna ómerkta lögreglubíla í sjónvarpinu, því það er engum til gagns nema þeim sem starfa utan ramma laganna. Mætti alveg segja mér að einhver sölumaður dauðans væri nú þakklátur fyrir að hafa fengið gerð, lit og bílnúmer ómerkts lögreglubíls alveg ókeypis.

Hvað um það, keypti mér Untergang og Murder on the Orient Express í gær. Hlakka til að horfa á þær. Austurlandahraðlestarmorðið er einmitt ein af fáum Agatha Christie-myndum sem eitthvað var varið í. Mér fannst Poirot alltaf leiðinlegur, hafði alltaf á takteinum einhverjar utanaðkomandi upplýsingar sem smelltu gátunni í bláendann. Morðgáta er lítils virði ef áhorfandinn - eða lesandinn - hefur ekki sömu ráð og spæjarinn til að leysa vandann.
Verð þó ætíð Bjarna Randver (ammælisbarni fyrradagsins, ásamt Whitney Houston og Nakasagi-sprengingunni) þakklátur fyrir að sýna mér bestu Christie-mynd ever, Endless Night. Gerði mér það ljóst að þetta var ekki allt sorp.

Hér er svo fersk kerskni sem ég fékk símleiðis:

Maður nokkur var staddur í Hagkaupum að kaupa sér kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði í hann og brosti til hans. Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. "Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns" svaraði hún.
Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér "ha... ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér... ó mæ god, ég þekkti þig ekki!"
Konan svaraði svipbrigðalaust:

"Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!"

Ekki orð um það meir.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Djöfull hló ég af fyndinu.

Orgelið

1:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kom í búðina í dag og ætlaði að kissa þig... Enn NEI!!!

enginn Ingvar...

Þannig að ég kyssti bara alla hina.

Egill

6:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góður brandari!!!
Frosti

7:53 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Hinn efalaust hlutlausi Ómar Ragnarsson er vel fyndið. Brandarinn... hef séð hann betur matreiddan..

8:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, eflaust. Best væri að sjá Ómar matreiddan.
Ber að geta þess að Steini í Smakki sendi mér djókinn. Á útlensku. Ég þýddann sjálfur.

9:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Einn sá besti í langan tíma.

Kv.
Manchester Kanadafarinn (þ.e til Vancouver).

9:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er Hagkaup í útlöndun? Og Bóhem Group??

Trausti

10:20 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Svona svo maður sé í þvi að skemma djókið, þá var hann í þeirri ensku útgáfu sem ég sé fyndnari. Gæinn var ekki eins orðljótur, það var engin gúrka í anus - heldur var þetta ósköp venjulegur meðaljón sem rámaði í að hafa einhverntímann í fyrndinn í villtu partýi i háskóla hafa mögulega hagað sér þannig að úr yrði barn með konu sem hann man ekki hvernig leit út. Mér fannst það nokkuð fyndnara en steggjapartýs stemmingin. En grunnhugsunin í þessu alveg brilljant - því maður hefur jú heyrt þetta hjá kennurum og fóstrum (æji fyrirgefiði, ég gleymdi að þetta heita leikskólakennarar)að þeir tala um "börnin sín".

11:50 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var gúrka og rjómi í ensku útgáfunni sem ég fékk.
I.

9:21 AM  

Post a Comment

<< Home